Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku

Ritstjórn Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almenna íslenska lesendur.

Í bókinni verða fimm tímaritsgreinar eftir Einstein sem birtust allar á árinu 1905 en það hefur verið kalla ár kraftaverkanna í lífi höfundarins. Fyrstu tvær greinarnar fjalla um sameindir efnisins, stærð þeirra og aðra eiginleika og og áhrif þeirra á mælanleg atriði. Síðan koma tvær greinar um takmörkuðu afstæðiskenninguna og að lokum tímamótagrein um ljósröfun og ljóseindir.

Fyrirhugað er að bókin komi út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Höfundar inngangsorða og stoðefnis auk Þorsteins eru eðlisfræðingarnir Jakob Yngvason og Þorsteinn Halldórsson. Reynt verður að gera efnið eins aðgengilegt almenningi og kostur er.

Almanakssjóður var stofnaður árið 1921. Markmið sjóðsins er meðal annars að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. Þetta er annar styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum á þessu ári.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:Mynd:

Útgáfudagur

6.12.2010

Síðast uppfært

14.2.2023

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku.“ Vísindavefurinn, 6. desember 2010, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70844.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 6. desember). Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70844

Ritstjórn Vísindavefsins. „Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku.“ Vísindavefurinn. 6. des. 2010. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70844>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almenna íslenska lesendur.

Í bókinni verða fimm tímaritsgreinar eftir Einstein sem birtust allar á árinu 1905 en það hefur verið kalla ár kraftaverkanna í lífi höfundarins. Fyrstu tvær greinarnar fjalla um sameindir efnisins, stærð þeirra og aðra eiginleika og og áhrif þeirra á mælanleg atriði. Síðan koma tvær greinar um takmörkuðu afstæðiskenninguna og að lokum tímamótagrein um ljósröfun og ljóseindir.

Fyrirhugað er að bókin komi út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Höfundar inngangsorða og stoðefnis auk Þorsteins eru eðlisfræðingarnir Jakob Yngvason og Þorsteinn Halldórsson. Reynt verður að gera efnið eins aðgengilegt almenningi og kostur er.

Almanakssjóður var stofnaður árið 1921. Markmið sjóðsins er meðal annars að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. Þetta er annar styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum á þessu ári.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:Mynd:...