Sólin Sólin Rís 04:31 • sest 22:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:34 • Sest 15:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:37 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:23 • Síðdegis: 17:43 í Reykjavík

Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr?

MBS

Talið er að fjöldi dýrategunda sem lifa í sjónum sé aðeins á bilinu 145.000 - 180.000. Þetta er aðeins um 10-12% af heildarfjölda dýrategunda, en í dag eru þekktar um það bil 1,5 milljón tegundir dýra.

Stærstur hluti sjávardýra tilheyrir fylkingu hryggleysingja (Protochordata). Þar eru lindýr (Mollusca) og krabbadýr (Crustacea) stærstu hóparnir. Nánar má lesa um þetta í eftirfarandi svörum eftir Jón Má Halldórsson:

Hryggdýr (Vertebrata) eru í töluverðum minnihluta í tegundafjölda í sjónum líkt og á landi. Þrátt fyrir þetta eru þau sennilega þau sjávardýr sem okkur þykja mest áberandi. Rúmlega 21.000 tegundir fiska eru þekktar en aðeins um 117 tegundir sjávarspendýra. Mikill fjöldi hryggdýra lifir þó á og við hafið án þess að teljast beint til sjávardýra. Má þar til dæmis nefna fjöldann allan af sjófuglum, en þeir eru okkur Íslendingum vel kunnir.

Sjórinn er að mörgu leyti dularfullur staður fyrir okkur mennina, við þekkjum þar minnst til og höfum minnst getað rannsakað. Með nútímatækni erum við þó í sífelldum "landvinningum" í sjónum. Við athuganir og rannsóknir á þessum ókönnuðu svæðum er sífellt verið að finna nýjar og áður óþekktar tegundir og er von til þess að það haldi áfram lengi vel. Líklegt er sjórinn geymi ógrynni af óþekktum tegundum hryggleysingja og jafnvel fiska.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Erna María Svavarsdóttir

Tilvísun

MBS. „Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 31. júlí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=7094.

MBS. (2008, 22. febrúar). Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7094

MBS. „Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 31. júl. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7094>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg prósent lifandi vera sjávardýr?
Talið er að fjöldi dýrategunda sem lifa í sjónum sé aðeins á bilinu 145.000 - 180.000. Þetta er aðeins um 10-12% af heildarfjölda dýrategunda, en í dag eru þekktar um það bil 1,5 milljón tegundir dýra.

Stærstur hluti sjávardýra tilheyrir fylkingu hryggleysingja (Protochordata). Þar eru lindýr (Mollusca) og krabbadýr (Crustacea) stærstu hóparnir. Nánar má lesa um þetta í eftirfarandi svörum eftir Jón Má Halldórsson:

Hryggdýr (Vertebrata) eru í töluverðum minnihluta í tegundafjölda í sjónum líkt og á landi. Þrátt fyrir þetta eru þau sennilega þau sjávardýr sem okkur þykja mest áberandi. Rúmlega 21.000 tegundir fiska eru þekktar en aðeins um 117 tegundir sjávarspendýra. Mikill fjöldi hryggdýra lifir þó á og við hafið án þess að teljast beint til sjávardýra. Má þar til dæmis nefna fjöldann allan af sjófuglum, en þeir eru okkur Íslendingum vel kunnir.

Sjórinn er að mörgu leyti dularfullur staður fyrir okkur mennina, við þekkjum þar minnst til og höfum minnst getað rannsakað. Með nútímatækni erum við þó í sífelldum "landvinningum" í sjónum. Við athuganir og rannsóknir á þessum ókönnuðu svæðum er sífellt verið að finna nýjar og áður óþekktar tegundir og er von til þess að það haldi áfram lengi vel. Líklegt er sjórinn geymi ógrynni af óþekktum tegundum hryggleysingja og jafnvel fiska.

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....