Sólin Sólin Rís 05:09 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:44 • Sest 04:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:28 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 12:35 í Reykjavík

Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu?

ÞV

Hér er ekki alls kostar auðvelt að sjá hvað spyrjendur eiga við og við ræðum því nokkra kosti.

Geimverur í merkingunni lífverur frá öðrum hnöttum hafa ekki komið til jarðar svo að vitað sé með vissu. Geimverur sem okkur er nú þegar kunnugt um eiga því ekki eftir að "fara til" heimsálfunnar Evrópu (e. Europe).


Mynd af jörðinni sem tekin er utan úr geimnum. Hluti af Evrópu sést ofarlega til vinstri á myndinni og í samanburði við til dæmis Afríku og Asíu, sem einnig sjást á myndinni, er Evrópa afar lítil.

Hitt er hugsanlegt, þó að ekki sé það líklegt, að geimverur frá öðrum hnöttum eigi eftir að koma til jarðarinnar. Þær gætu þá alveg eins lent í Evrópu og annars staðar en þó þarf að hafa í huga að Evrópa er ekki stór að flatarmáli miðað við aðrar heimsálfur eins og til dæmis Asíu eða Norður- eða Suður-Ameríku. Líkurnar á að fyrstu gestirnir frá öðrum hnöttum mundu lenda í Evrópu eru því ekki sérlega miklar. Sem dæmi um þetta má nefna að lönd Evrópusambandsins munu vera um 4,4 milljónir ferkílómetra að stærð en Bandaríkin ein eru um 10 milljónir.

Í þriðja lagi má hugsa sér að spyrjendur eigi við tunglið Evrópu (e. Europa) sem er á braut um reikistjörnuna Júpíter. Yfirborð þessa tungls er þakið ísi en líklegt er að vatn sé undir honum og þar gætu því verið skilyrði til lífs. Tunglið Evrópa hefur verið kannað úr nágrenninu í ómönnuðum geimferðum og uppi eru hugmyndir um að senda geimkanna (e. probe) til Evrópu til að rannsaka tunglið nánar.


Mynd af tunglinu Evrópu sem tekin var úr Galíleó-geimfarinu.

Glöggur lesandi benti okkur á að spurningin kynni að eiga við það að geimverur í bandarískum kvikmyndum komi yfirleitt til Bandaríkjanna og séu þar síðan áfram. Sé það rétt þurfa Evrópumenn kannski að vera duglegri að búa til kvikmyndir með geimverum. En samkvæmt því sem áður var sagt um flatarmál er raunar talsvert líklegra að raunverulegar geimverur mundu lenda í Bandaríkjunum en í Evrópu!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Anita, Salka, Eyjólfur og Alma

Tilvísun

ÞV. „Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu? “ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 12. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7095.

ÞV. (2008, 22. febrúar). Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7095

ÞV. „Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu? “ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 12. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7095>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eiga geimverur eftir að fara til Evrópu?
Hér er ekki alls kostar auðvelt að sjá hvað spyrjendur eiga við og við ræðum því nokkra kosti.

Geimverur í merkingunni lífverur frá öðrum hnöttum hafa ekki komið til jarðar svo að vitað sé með vissu. Geimverur sem okkur er nú þegar kunnugt um eiga því ekki eftir að "fara til" heimsálfunnar Evrópu (e. Europe).


Mynd af jörðinni sem tekin er utan úr geimnum. Hluti af Evrópu sést ofarlega til vinstri á myndinni og í samanburði við til dæmis Afríku og Asíu, sem einnig sjást á myndinni, er Evrópa afar lítil.

Hitt er hugsanlegt, þó að ekki sé það líklegt, að geimverur frá öðrum hnöttum eigi eftir að koma til jarðarinnar. Þær gætu þá alveg eins lent í Evrópu og annars staðar en þó þarf að hafa í huga að Evrópa er ekki stór að flatarmáli miðað við aðrar heimsálfur eins og til dæmis Asíu eða Norður- eða Suður-Ameríku. Líkurnar á að fyrstu gestirnir frá öðrum hnöttum mundu lenda í Evrópu eru því ekki sérlega miklar. Sem dæmi um þetta má nefna að lönd Evrópusambandsins munu vera um 4,4 milljónir ferkílómetra að stærð en Bandaríkin ein eru um 10 milljónir.

Í þriðja lagi má hugsa sér að spyrjendur eigi við tunglið Evrópu (e. Europa) sem er á braut um reikistjörnuna Júpíter. Yfirborð þessa tungls er þakið ísi en líklegt er að vatn sé undir honum og þar gætu því verið skilyrði til lífs. Tunglið Evrópa hefur verið kannað úr nágrenninu í ómönnuðum geimferðum og uppi eru hugmyndir um að senda geimkanna (e. probe) til Evrópu til að rannsaka tunglið nánar.


Mynd af tunglinu Evrópu sem tekin var úr Galíleó-geimfarinu.

Glöggur lesandi benti okkur á að spurningin kynni að eiga við það að geimverur í bandarískum kvikmyndum komi yfirleitt til Bandaríkjanna og séu þar síðan áfram. Sé það rétt þurfa Evrópumenn kannski að vera duglegri að búa til kvikmyndir með geimverum. En samkvæmt því sem áður var sagt um flatarmál er raunar talsvert líklegra að raunverulegar geimverur mundu lenda í Bandaríkjunum en í Evrópu!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....