Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 22:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:30 • Sest 08:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:31 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:22 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku?

Nafnið á hljóðfærinu, sem spurt er um, hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. Í Íslenskri orðsifjabók er orðið ritað harmónika og talið tökuorð úr dönsku á 19. öld, harmonika (1989:308). Baldur Jónsson prófessor ritaði grein í ritið Málfregnir 1998, sem hann nefndi „Harmonikuþáttur“, og ég mun nýta mér í þessari umfjöllun en bendi um leið á umfjöllun Baldurs sjálfs.

Nafnið á hljóðfærinu hefur verið ritað á marga vegu en mælt er með rithættinum harmóníka.

Hann nefndi að Samband íslenskra harmoníkuunnenda hefði látið fara fram kosningu um hvernig rita skuli nafnið á hljóðfærinu en gagnrýni hafði komið fram á heiti á blaði samtakanna, Harmoníkan – blað harmoníkuunnandans. Kosið var á milli sex ritmynda meðal þátttakenda á haustfundi samtakanna 1998:
 • harmonika
 • harmonikka
 • harmoníka
 • harmónika
 • harmónikka
 • harmóníka
Kosningin fór þannig að harmonika fékk langflest atkvæði eða 20 en hin nöfnin mun færri og harmóníka ekkert atkvæði. Ákveðið var þá að heiti blaðsins skyldi breytt í Harmonikan – blað harmonikuunnandans.

Baldur skoðaði sjálfur hvernig orðið var skrifað í íslenskum orðabókum frá 1896–1985, alls 15, og tók saman fjölda hverrar ritmyndar. Oftast var notaður rithátturinn harmóníka, kom sjö sinnum fyrir, en harmonika og harmoníka sex sinnum hvor. Rétt er að geta að í sumum orðabókanna voru nefndar tvær eða fleiri ritmyndir. Baldur rakti síðan sögu orðsins og hljóðfærisins en ekki verður farið út í hana hér.

Í Stafsetningarorðabókinni, sem kom út á vegum Íslenskrar málnefndar og JPV útgáfu 2006 er aðeins gefinn rithátturinn harmóníka og er það sá ritháttur sem mælt er með.

Heimildir:
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
 • Baldur Jónsson. 1998. Harmonikuþáttur. Málfregnir 16, 8. árg., 2. tbl., bls. 19–25.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.4.2016

Spyrjandi

Margrét Arnardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2016. Sótt 21. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=71052.

Guðrún Kvaran. (2016, 29. apríl). Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71052

Guðrún Kvaran. „Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2016. Vefsíða. 21. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71052>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er rétt nafn hljóðfærisins: harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Harmonika, harmonikka, harmóníka, harmoníka? Hvaðan er íslenska nafnið dregið og hvernig er réttast að skrifa það á góðri íslensku?

Nafnið á hljóðfærinu, sem spurt er um, hefur frá því að það barst til landsins verið ritað á marga vegu. Í Íslenskri orðsifjabók er orðið ritað harmónika og talið tökuorð úr dönsku á 19. öld, harmonika (1989:308). Baldur Jónsson prófessor ritaði grein í ritið Málfregnir 1998, sem hann nefndi „Harmonikuþáttur“, og ég mun nýta mér í þessari umfjöllun en bendi um leið á umfjöllun Baldurs sjálfs.

Nafnið á hljóðfærinu hefur verið ritað á marga vegu en mælt er með rithættinum harmóníka.

Hann nefndi að Samband íslenskra harmoníkuunnenda hefði látið fara fram kosningu um hvernig rita skuli nafnið á hljóðfærinu en gagnrýni hafði komið fram á heiti á blaði samtakanna, Harmoníkan – blað harmoníkuunnandans. Kosið var á milli sex ritmynda meðal þátttakenda á haustfundi samtakanna 1998:
 • harmonika
 • harmonikka
 • harmoníka
 • harmónika
 • harmónikka
 • harmóníka
Kosningin fór þannig að harmonika fékk langflest atkvæði eða 20 en hin nöfnin mun færri og harmóníka ekkert atkvæði. Ákveðið var þá að heiti blaðsins skyldi breytt í Harmonikan – blað harmonikuunnandans.

Baldur skoðaði sjálfur hvernig orðið var skrifað í íslenskum orðabókum frá 1896–1985, alls 15, og tók saman fjölda hverrar ritmyndar. Oftast var notaður rithátturinn harmóníka, kom sjö sinnum fyrir, en harmonika og harmoníka sex sinnum hvor. Rétt er að geta að í sumum orðabókanna voru nefndar tvær eða fleiri ritmyndir. Baldur rakti síðan sögu orðsins og hljóðfærisins en ekki verður farið út í hana hér.

Í Stafsetningarorðabókinni, sem kom út á vegum Íslenskrar málnefndar og JPV útgáfu 2006 er aðeins gefinn rithátturinn harmóníka og er það sá ritháttur sem mælt er með.

Heimildir:
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
 • Baldur Jónsson. 1998. Harmonikuþáttur. Málfregnir 16, 8. árg., 2. tbl., bls. 19–25.

Mynd:

...