Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er latneska heiti refsins?

EDS

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan tilheyrir Alopex ættkvíslinni og er eina tegundin innan þeirrar ættkvíslar. Þessi tegund kallast líka heimskautarefur eða hvítrefur og lifir meðal annars norðarlega á Grænlandi, í Norður-Alaska og Kanada, Svalbarða og nyrst í Rússlandi.

Hins vegar eru til 20 aðrar tegundir refa eins og fram kemur í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir? Þessar tegundir bera þá hver sitt latneska heiti. Þær skiptast í nokkrar ættkvíslir.

Einn þessara ættkvísla kallast Vulpes en innan hennar eru þekktar 12 tegundur. Þeirra á meðal eru rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem er stærsta refategundin og að öllum líkindum sú algengasta, og grárefur (Vulpes cinereoargenteos), sem einnig er nefndur trjárefur vegna klifurhæfileika, en hann lifir á sléttum Norður-Ameríku.

Aðrar ættkvíslir refa eru Dusicyon en til hennar heyra 7 tegundir sem lifa í Suður-Ameríku og Otocyon, sem aðeins hefur eina tegund, Otocyon megalotis. Þessi síðastnefna tegund lifir í sunnanverðri Afríku og er sérhæfð skordýraæta með hálfgerð leðurblökueyru.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Síðast uppfært

29.10.2021

Spyrjandi

Rakel Brynjólfsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvert er latneska heiti refsins?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7149.

EDS. (2008, 4. mars). Hvert er latneska heiti refsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7149

EDS. „Hvert er latneska heiti refsins?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7149>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er latneska heiti refsins?
Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjallað er um refinn á Íslandi í fróðlegu svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

Eins og nafnið getur til kynna tilheyrir tófan tilheyrir Alopex ættkvíslinni og er eina tegundin innan þeirrar ættkvíslar. Þessi tegund kallast líka heimskautarefur eða hvítrefur og lifir meðal annars norðarlega á Grænlandi, í Norður-Alaska og Kanada, Svalbarða og nyrst í Rússlandi.

Hins vegar eru til 20 aðrar tegundir refa eins og fram kemur í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað eru refir og úlfar mikið skyldir? Þessar tegundir bera þá hver sitt latneska heiti. Þær skiptast í nokkrar ættkvíslir.

Einn þessara ættkvísla kallast Vulpes en innan hennar eru þekktar 12 tegundur. Þeirra á meðal eru rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem er stærsta refategundin og að öllum líkindum sú algengasta, og grárefur (Vulpes cinereoargenteos), sem einnig er nefndur trjárefur vegna klifurhæfileika, en hann lifir á sléttum Norður-Ameríku.

Aðrar ættkvíslir refa eru Dusicyon en til hennar heyra 7 tegundir sem lifa í Suður-Ameríku og Otocyon, sem aðeins hefur eina tegund, Otocyon megalotis. Þessi síðastnefna tegund lifir í sunnanverðri Afríku og er sérhæfð skordýraæta með hálfgerð leðurblökueyru.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....