Sólin Sólin Rís 10:22 • sest 16:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:08 • Sest 06:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:34 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:22 • sest 16:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:08 • Sest 06:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:34 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafði kalda stríðið einhver áhrif á íslenskt samfélag?

Rósa Magnúsdóttir

Já, kalda stríðið hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag. Ísland var ekki vettvangur hernaðarátaka en gegndi lykilhlutverki í kalda stríðinu vegna landfræðilegrar legu í Norður-Atlantshafi og tók skýra afstöðu með Vesturveldunum. Utanríkisstefna Íslands tók mið af átökum austurs og vesturs og ber þá fyrst að nefna að Ísland var stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Árið 1951 gerðu Íslendingar og Bandaríkjamenn samning um varnir Íslands sem fól í sér að bandaríski herinn kom aftur hingað til lands árið 1951 og hafði aðsetur á Keflavíkurflugvelli til ársins 2006.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin hafði mikil efnahagsleg áhrif en þjóðin var klofin í afstöðu sinni til veru hersins á Íslandi og vinstrisinnuð öfl í samfélaginu vildu að Ísland væri herlaust land. Þessi ágreiningur birtist einnig í áköfum deilum um Keflavíkursjónvarpið sem snerust að miklu leyti um menningarleg áhrif og varðveislu íslenskrar tungu og þjóðernis.

Frá Reykjavíkurgöngu 17. júní 1969. Ein af kröfum göngunnar var Ísland úr NATÓ, herinn burt.

Frá Reykjavíkurgöngu 17. júní 1969. Ein af kröfum göngunnar var Ísland úr NATÓ, herinn burt.

Bæði Bandaríkin og Sovétríkin unnu markvisst að því að efla efnahagsleg og pólitísk tengsl við Íslendinga og ein helsta birtingarmynd kalda stríðsins á Íslandi var hið svokallaða kalda menningarstríð þar sem bæði stórveldin sendu heimsfræga listamenn, kvikmyndir, bækur og listasýningar til Íslands með það fyrir augum að sýna yfirburði sína og hafa áhrif á almenningsálitið.

Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi var einnig markað kalda stríðinu. Flest dagblöð tímabilsins voru málgögn helstu stjórnmálaflokka landsins sem leyndu ekki afstöðu sinni til stórveldanna og atburða kalda stríðsins. Þá birtist kalda stríðið einnig í bílaeign landsmanna þar sem þeir sem keyptu bifreiðar frá Sovétríkjunum eða ríkjum Austur-Evrópu voru yfirleitt á vinstri væng stjórnmálanna. Þeir sem áttu bandaríska bíla voru hins vegar oftar á hægri vængnum. Þannig hafði kalda stríðið áhrif á allt frá utanríkismálum til neyslu í íslensku samfélagi.

Heimildir og myndir:
  • Jón Ólafsson, Kæru félagar: Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin, 1920-1960. Reykjavík: Mál og menning, 1999.
  • Hörður Vilberg Lárusson, „Hernám hugans: Hugmyndir manna um áhrif Keflavíkursjónvarpsins á íslenskt þjóðerni,“ Ný saga 10 (1998): 19-37.
  • Rósa Magnúsdóttir, „Í gegnum járntjaldið. Íslenskir popparar í austurvegi á síðustu árum kalda stríðsins,“ Saga 61, nr. 1 (2023): 45-78.
  • Rósa Magnúsdóttir, Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir. Reykjavík: Mál og menning, 2021.
  • Rósa Magnúsdóttir, „Upplýsingastríð og upplýsingaóreiða á Íslandi í kalda stríðinu,“ Saga 63, nr. 2 (2025): 66-74.
  • Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins: Samskipti Íslands og Bandaríkjanna, 1945-1960. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1996.
  • Yfirlitsmynd: Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?. (Sótt 13.01.2026).
  • Ari Kárason. (1969, 17. júní). A: AK6-54-32. Sarpur. Birt með góðfúslegu leyfi Þjóðminjasafnsins. https://sarpur.is/is/collection/item/2689898/.

Aðrar spurningar um kalda stríðið:
  • Hvaða áhrif hafði kalda stríðið á íslenskt stjórnmálalíf, menningu, atvinnulíf og fjárhagslega séð
  • Hver voru áhrif kalda stríðsins á Íslandi?

Höfundur

Rósa Magnúsdóttir

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.1.2026

Spyrjandi

Brynjar Snær Grétarsson, Freyja Hrönn, Ísak Magnússon

Tilvísun

Rósa Magnúsdóttir. „Hafði kalda stríðið einhver áhrif á íslenskt samfélag?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2026, sótt 27. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=71761.

Rósa Magnúsdóttir. (2026, 27. janúar). Hafði kalda stríðið einhver áhrif á íslenskt samfélag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71761

Rósa Magnúsdóttir. „Hafði kalda stríðið einhver áhrif á íslenskt samfélag?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2026. Vefsíða. 27. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71761>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafði kalda stríðið einhver áhrif á íslenskt samfélag?
Já, kalda stríðið hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag. Ísland var ekki vettvangur hernaðarátaka en gegndi lykilhlutverki í kalda stríðinu vegna landfræðilegrar legu í Norður-Atlantshafi og tók skýra afstöðu með Vesturveldunum. Utanríkisstefna Íslands tók mið af átökum austurs og vesturs og ber þá fyrst að nefna að Ísland var stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu árið 1949. Árið 1951 gerðu Íslendingar og Bandaríkjamenn samning um varnir Íslands sem fól í sér að bandaríski herinn kom aftur hingað til lands árið 1951 og hafði aðsetur á Keflavíkurflugvelli til ársins 2006.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin hafði mikil efnahagsleg áhrif en þjóðin var klofin í afstöðu sinni til veru hersins á Íslandi og vinstrisinnuð öfl í samfélaginu vildu að Ísland væri herlaust land. Þessi ágreiningur birtist einnig í áköfum deilum um Keflavíkursjónvarpið sem snerust að miklu leyti um menningarleg áhrif og varðveislu íslenskrar tungu og þjóðernis.

Frá Reykjavíkurgöngu 17. júní 1969. Ein af kröfum göngunnar var Ísland úr NATÓ, herinn burt.

Frá Reykjavíkurgöngu 17. júní 1969. Ein af kröfum göngunnar var Ísland úr NATÓ, herinn burt.

Bæði Bandaríkin og Sovétríkin unnu markvisst að því að efla efnahagsleg og pólitísk tengsl við Íslendinga og ein helsta birtingarmynd kalda stríðsins á Íslandi var hið svokallaða kalda menningarstríð þar sem bæði stórveldin sendu heimsfræga listamenn, kvikmyndir, bækur og listasýningar til Íslands með það fyrir augum að sýna yfirburði sína og hafa áhrif á almenningsálitið.

Fjölmiðlaumhverfið á Íslandi var einnig markað kalda stríðinu. Flest dagblöð tímabilsins voru málgögn helstu stjórnmálaflokka landsins sem leyndu ekki afstöðu sinni til stórveldanna og atburða kalda stríðsins. Þá birtist kalda stríðið einnig í bílaeign landsmanna þar sem þeir sem keyptu bifreiðar frá Sovétríkjunum eða ríkjum Austur-Evrópu voru yfirleitt á vinstri væng stjórnmálanna. Þeir sem áttu bandaríska bíla voru hins vegar oftar á hægri vængnum. Þannig hafði kalda stríðið áhrif á allt frá utanríkismálum til neyslu í íslensku samfélagi.

Heimildir og myndir:
  • Jón Ólafsson, Kæru félagar: Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin, 1920-1960. Reykjavík: Mál og menning, 1999.
  • Hörður Vilberg Lárusson, „Hernám hugans: Hugmyndir manna um áhrif Keflavíkursjónvarpsins á íslenskt þjóðerni,“ Ný saga 10 (1998): 19-37.
  • Rósa Magnúsdóttir, „Í gegnum járntjaldið. Íslenskir popparar í austurvegi á síðustu árum kalda stríðsins,“ Saga 61, nr. 1 (2023): 45-78.
  • Rósa Magnúsdóttir, Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir. Reykjavík: Mál og menning, 2021.
  • Rósa Magnúsdóttir, „Upplýsingastríð og upplýsingaóreiða á Íslandi í kalda stríðinu,“ Saga 63, nr. 2 (2025): 66-74.
  • Valur Ingimundarson, Í eldlínu kalda stríðsins: Samskipti Íslands og Bandaríkjanna, 1945-1960. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1996.
  • Yfirlitsmynd: Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?. (Sótt 13.01.2026).
  • Ari Kárason. (1969, 17. júní). A: AK6-54-32. Sarpur. Birt með góðfúslegu leyfi Þjóðminjasafnsins. https://sarpur.is/is/collection/item/2689898/.

Aðrar spurningar um kalda stríðið:
  • Hvaða áhrif hafði kalda stríðið á íslenskt stjórnmálalíf, menningu, atvinnulíf og fjárhagslega séð
  • Hver voru áhrif kalda stríðsins á Íslandi?
...