Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kalt stríð?

Nanna Kristjánsdóttir

Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.)

Nærtækasta dæmið um kalt stríð er vitanlega sjálft kalda stríðið (1947-1991) á milli Bandaríkanna og Sovétríkjanna. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því? Átök kalda stríðsins birtust fyrst og fremst í ofstækisfullu vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna, sem náði hápunkti í Kúbúdeilunni.

Sýn teiknarans Boris Artzybasheff (1899-1965) á vígbúnaðarkapphlaup kalda stríðsins. Artzybasheff fæddist í Kharkov í Úkraínu, en flutti til Bandaríkjanna árið 1919.

Lítið fór fyrir hugtakinu fyrir árið 1945, en þá náði það töluverðum vinsældum eftir að enski rithöfundurinn George Orwell talaði um að kalt stríð yrði háð á milli stórvelda í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, sem myndi einkennast af miklu vígbúnaðarkapphlaupi. Fyrst var farið að tala um kalt stríð hér á landi í lok 5. áratugarins, og því lýst sem „vopnuðum friði“. Á ensku hefur hugtakið hot war verið notað um andstæðu kalds stríðs - hefðbundið stríð með hernaðarlegum átökum.

Dæmi um önnur átök en sjálft kalda stríðið sem skilgreind hafa verið sem köld stríð eru ýmsar deilur í Mið-Austurlöndum á 20. og 21. öld og deilurnar milli Suður- og Norður-Kóreu. Því hefur jafnframt verið haldið fram að samskipti Bandaríkjanna við Rússland og Kína á undanförnum árum beri einkenni kalds stríðs.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

23.7.2021

Spyrjandi

Jón Magnús Magnússon

Tilvísun

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað er kalt stríð?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2021, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80152.

Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 23. júlí). Hvað er kalt stríð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80152

Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað er kalt stríð?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2021. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80152>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kalt stríð?
Hugtakið kalt stríð vísar til stríðsástands milli tveggja fylkinga, án þess að bein hernaðarleg átök eigi sér stað. Í staðinn birtast átökin á annan hátt, til dæmis með áróðursherferðum, efnahagslegum og stjórnmálalegum aðgerðum, njósnum og svokölluðum staðgenglastríðum (e. proxy wars.)

Nærtækasta dæmið um kalt stríð er vitanlega sjálft kalda stríðið (1947-1991) á milli Bandaríkanna og Sovétríkjanna. Hægt er að lesa meira um það í svari við spurningunni Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því? Átök kalda stríðsins birtust fyrst og fremst í ofstækisfullu vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna, sem náði hápunkti í Kúbúdeilunni.

Sýn teiknarans Boris Artzybasheff (1899-1965) á vígbúnaðarkapphlaup kalda stríðsins. Artzybasheff fæddist í Kharkov í Úkraínu, en flutti til Bandaríkjanna árið 1919.

Lítið fór fyrir hugtakinu fyrir árið 1945, en þá náði það töluverðum vinsældum eftir að enski rithöfundurinn George Orwell talaði um að kalt stríð yrði háð á milli stórvelda í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, sem myndi einkennast af miklu vígbúnaðarkapphlaupi. Fyrst var farið að tala um kalt stríð hér á landi í lok 5. áratugarins, og því lýst sem „vopnuðum friði“. Á ensku hefur hugtakið hot war verið notað um andstæðu kalds stríðs - hefðbundið stríð með hernaðarlegum átökum.

Dæmi um önnur átök en sjálft kalda stríðið sem skilgreind hafa verið sem köld stríð eru ýmsar deilur í Mið-Austurlöndum á 20. og 21. öld og deilurnar milli Suður- og Norður-Kóreu. Því hefur jafnframt verið haldið fram að samskipti Bandaríkjanna við Rússland og Kína á undanförnum árum beri einkenni kalds stríðs.

Heimildir:

Myndir:...