Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 16:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:49 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 16:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:31 • Síðdegis: 16:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:49 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær lauk kalda stríðinu?

Rósa Magnúsdóttir

Kalda stríðinu er almennt talið hafa lokið á tímabilinu 1989 til 1991 og er þá gjarnan miðað við atburði eins og fall Berlínarmúrsins í nóvember árið 1989, sameiningu Þýskalands árið 1990 og svo hrun Sovétríkjanna í desember árið 1991.

Síðasti atburðurinn hefur oftast verið hafður til viðmiðs enda var þá annað af stórveldunum sem var ráðandi í atburðarás kalda stríðsins horfið af sviðinu. Endalok kommúnískra yfirráða í Austur-Evrópu skiptu miklu máli þegar horft er til lýðræðisþróunar á þessu svæði. Sameining Þýskalands var mikilvæg fyrir sögu Evrópu í heild sinni þar sem skipting landsins hafði verið táknræn fyrir kalda stríðið og sameinað Þýskaland varð burðarás í Evrópustarfi á alþjóðavettvangi frá árinu 1990.

Fall Berlínarmúrsins 1989 og sameining Þýskalands ári síðar eru tveir af þeim þremur atburður sem lok kalda stríðsins eru gjarnan miðuð við. Hér má sjá að dagsetning sameiningarinnar, 3. október 1990, hefur verið máluð á múrinn við varðstöðina í Dreilinden í suðvesturhluta Berlínar.

Fall Berlínarmúrsins 1989 og sameining Þýskalands ári síðar eru tveir af þeim þremur atburður sem lok kalda stríðsins eru gjarnan miðuð við. Hér má sjá að dagsetning sameiningarinnar, 3. október 1990, hefur verið máluð á múrinn við varðstöðina í Dreilinden í suðvesturhluta Berlínar.

Þó svo að hrun Sovétríkjanna hafi valdið lokum kalda stríðsins milli stórveldanna tveggja, þá hafa fræðimenn bent á að árið 1991 hafi í raun ekki markað þau skil í sögu Rússlands sem vonir margra stóðu til. Tímabilaskipting í sagnfræði er oft umdeild og það er hægt að komast að margs konar niðurstöðum um flókin söguleg ferli, allt eftir því hvaða þætti verið er að greina. Sem dæmi má nefna að byrjað var að nota hugtakið „nýtt kalt stríð“ snemma á 21. öldinni til þess að lýsa erfiðum samskiptum ríkja eins og Bandaríkjanna, Rússlands og Kína en þó að einhverju leyti sé verið sé að nota sama hugtakið, þá er samhengið ólíkt.

Heimildir og myndir:
  • Bernhard Blumenau, Jussi M. Hanhimäki og Barbara Zanchetta, New Perspectives on the End of the Cold War: Unexpected Transformations? London: Routledge, 2018.
  • Hal Brands og John Lewis Gaddis, „The New Cold War: America, China, and the Echoes of History,“ Foreign Affairs 100, nr. 6 (2021): 10-21.
  • From the Editors, „When Does History End?“ Kritika: Explorations in Russian and Eurasian History 11, nr. 4 (2010): 697-700.
  • Piotr H. Kosicki og Kyrill Kunakovich, ritstj., The Long 1989: Decades of Global Revolution. Budapest: Central European University, 2019.
  • Yfirlitsmynd: F. Lee Corkran. (1989, 14. nóvember). A West German man uses a hammer and chisel to chip off a piece of the Berlin Wall as a souvenir. A portion of the Wall has already been demolished at Potsdamer Platz. National Archives Catalog. https://catalog.archives.gov/id/6460155
  • Boris Babanov. (1990, 3. október). RIAN archive 428452 Germany becomes one country.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:RIAN_archive_428452_Germany_becomes_one_country.jpg

Hér er einnig að finna svar við annari spurningu um endalok kalda stríðsins:
Er einhver sérstakur dagur sem hægt er að segja að kalda stríðinu hafi verið lokið?

Höfundur

Rósa Magnúsdóttir

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.1.2026

Spyrjandi

Diljá Eir Ólafsdóttir, Sandra Sif

Tilvísun

Rósa Magnúsdóttir. „Hvenær lauk kalda stríðinu?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2026, sótt 15. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=61002.

Rósa Magnúsdóttir. (2026, 15. janúar). Hvenær lauk kalda stríðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61002

Rósa Magnúsdóttir. „Hvenær lauk kalda stríðinu?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2026. Vefsíða. 15. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61002>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær lauk kalda stríðinu?
Kalda stríðinu er almennt talið hafa lokið á tímabilinu 1989 til 1991 og er þá gjarnan miðað við atburði eins og fall Berlínarmúrsins í nóvember árið 1989, sameiningu Þýskalands árið 1990 og svo hrun Sovétríkjanna í desember árið 1991.

Síðasti atburðurinn hefur oftast verið hafður til viðmiðs enda var þá annað af stórveldunum sem var ráðandi í atburðarás kalda stríðsins horfið af sviðinu. Endalok kommúnískra yfirráða í Austur-Evrópu skiptu miklu máli þegar horft er til lýðræðisþróunar á þessu svæði. Sameining Þýskalands var mikilvæg fyrir sögu Evrópu í heild sinni þar sem skipting landsins hafði verið táknræn fyrir kalda stríðið og sameinað Þýskaland varð burðarás í Evrópustarfi á alþjóðavettvangi frá árinu 1990.

Fall Berlínarmúrsins 1989 og sameining Þýskalands ári síðar eru tveir af þeim þremur atburður sem lok kalda stríðsins eru gjarnan miðuð við. Hér má sjá að dagsetning sameiningarinnar, 3. október 1990, hefur verið máluð á múrinn við varðstöðina í Dreilinden í suðvesturhluta Berlínar.

Fall Berlínarmúrsins 1989 og sameining Þýskalands ári síðar eru tveir af þeim þremur atburður sem lok kalda stríðsins eru gjarnan miðuð við. Hér má sjá að dagsetning sameiningarinnar, 3. október 1990, hefur verið máluð á múrinn við varðstöðina í Dreilinden í suðvesturhluta Berlínar.

Þó svo að hrun Sovétríkjanna hafi valdið lokum kalda stríðsins milli stórveldanna tveggja, þá hafa fræðimenn bent á að árið 1991 hafi í raun ekki markað þau skil í sögu Rússlands sem vonir margra stóðu til. Tímabilaskipting í sagnfræði er oft umdeild og það er hægt að komast að margs konar niðurstöðum um flókin söguleg ferli, allt eftir því hvaða þætti verið er að greina. Sem dæmi má nefna að byrjað var að nota hugtakið „nýtt kalt stríð“ snemma á 21. öldinni til þess að lýsa erfiðum samskiptum ríkja eins og Bandaríkjanna, Rússlands og Kína en þó að einhverju leyti sé verið sé að nota sama hugtakið, þá er samhengið ólíkt.

Heimildir og myndir:
  • Bernhard Blumenau, Jussi M. Hanhimäki og Barbara Zanchetta, New Perspectives on the End of the Cold War: Unexpected Transformations? London: Routledge, 2018.
  • Hal Brands og John Lewis Gaddis, „The New Cold War: America, China, and the Echoes of History,“ Foreign Affairs 100, nr. 6 (2021): 10-21.
  • From the Editors, „When Does History End?“ Kritika: Explorations in Russian and Eurasian History 11, nr. 4 (2010): 697-700.
  • Piotr H. Kosicki og Kyrill Kunakovich, ritstj., The Long 1989: Decades of Global Revolution. Budapest: Central European University, 2019.
  • Yfirlitsmynd: F. Lee Corkran. (1989, 14. nóvember). A West German man uses a hammer and chisel to chip off a piece of the Berlin Wall as a souvenir. A portion of the Wall has already been demolished at Potsdamer Platz. National Archives Catalog. https://catalog.archives.gov/id/6460155
  • Boris Babanov. (1990, 3. október). RIAN archive 428452 Germany becomes one country.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:RIAN_archive_428452_Germany_becomes_one_country.jpg

Hér er einnig að finna svar við annari spurningu um endalok kalda stríðsins:
Er einhver sérstakur dagur sem hægt er að segja að kalda stríðinu hafi verið lokið?
...