Sólin Sólin Rís 03:28 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:17 • Sest 03:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:40 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:05 • Síðdegis: 21:33 í Reykjavík

Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?

EDS

Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við börn, en ekki hversu stór hluti jarðarbúa eru karlar og hversu stór hluti eru konur. Um kynjaskiptingu mannkyns er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?

Til þess að svara spurningunni um fjölda stelpna og stráka í heiminum þarf fyrst að ákveða við hvaða aldur á að miða. Þar eru fleiri en einn möguleiki í stöðunni en í þessu svari er miðað við 14 ára aldur og þá notuð sömu viðmið og í svörum við spurningunum Hvað eru mörg börn í heiminum? og Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? Vilji lesendur kynna sér ástæðuna fyrir því að þessi aldur er valinn er þeim bent á áðurnefnd svör.Það eru aðeins fleiri stákar í heiminum en stelpur.

Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna var áætlað að árið 2005 væru 1.845 milljónir einstaklinga 14 ára eða yngri. Þar af voru strákar rétt tæplega 951 milljón eða 51,54% og stelpur rúmlega 894 milljónir eða 48,46%. Það eru því aðeins fleiri strákar í heiminum en stelpur en þegar fullorðnir eru teknir með er hlutfall kynjanna jafnara eins og fram kemur í svarinu sem nefnt var hér í upphafi.

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Þórhildur Dagbjört Sigurjónsdóttir, f. 1995, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir f. 2000

Tilvísun

EDS. „Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008. Sótt 30. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7212.

EDS. (2008, 11. mars). Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7212

EDS. „Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 30. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7212>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?
Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við börn, en ekki hversu stór hluti jarðarbúa eru karlar og hversu stór hluti eru konur. Um kynjaskiptingu mannkyns er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?

Til þess að svara spurningunni um fjölda stelpna og stráka í heiminum þarf fyrst að ákveða við hvaða aldur á að miða. Þar eru fleiri en einn möguleiki í stöðunni en í þessu svari er miðað við 14 ára aldur og þá notuð sömu viðmið og í svörum við spurningunum Hvað eru mörg börn í heiminum? og Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? Vilji lesendur kynna sér ástæðuna fyrir því að þessi aldur er valinn er þeim bent á áðurnefnd svör.Það eru aðeins fleiri stákar í heiminum en stelpur.

Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna var áætlað að árið 2005 væru 1.845 milljónir einstaklinga 14 ára eða yngri. Þar af voru strákar rétt tæplega 951 milljón eða 51,54% og stelpur rúmlega 894 milljónir eða 48,46%. Það eru því aðeins fleiri strákar í heiminum en stelpur en þegar fullorðnir eru teknir með er hlutfall kynjanna jafnara eins og fram kemur í svarinu sem nefnt var hér í upphafi.

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....