Sólin Sólin Rís 07:24 • sest 19:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:32 • Sest 03:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:22 í Reykjavík

Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?

EDS

Ekki tókst að finna upplýsingar um það hversu stór hluti af þjóðinni hefur á einhverjum tímapunkti setið í fangelsi. Á vef Fangelsismálastofnunar ríkisins Fangelsi.is eru hins vegar ýmsar upplýsingar um fanga og fangavist. .Þar má til dæmis sjá að árið 2006 voru að meðaltali 117,7 fangar í öllum fangelsum landsins hvern dag ársins. Það þýðir að 38,3 af hverjum 100.000 íbúum hafi verið í fangelsi.

Talan hækkar aðeins ef teknir eru með fangar sem voru vistaðir annars staðar en í fangelsi, svo sem á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, í meðferð, hjá Vernd, á Sólheimum eða annars staðar. Þá voru fangar alls að meðaltali 142,6 eða 46,4 á hverja 100.000 íbúa.Árið 2006 voru fangar á Íslandi að meðaltali 46,4 á hverja 100.000 íbúa. Það þýðir að tæplega 0,05% þjóðarinnar afplánaði dóm það árið.

Samkvæmt upplýsingum á vef Afstöðu, félags fanga, þá væri hlutfall fanga á Íslandi hærra ef fangelsispláss væru fleiri. Það skýrist ekki af því að þá myndi fleiri brjóta af sér heldur eru biðlistar eftir að afplána dóma. Talið er að allt að 140 manns bíði eftir að sitja af sér dóm. Ef allir þessir einstaklingar gætu hafið afplánun í dag væri því næstum tvöfalt fleiri fangar á Íslandi en nú eru, alla vega á meðan verið væri að vinna biðlistann niður.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Hildur og Brynhildur, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008. Sótt 27. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7217.

EDS. (2008, 11. mars). Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7217

EDS. „Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 27. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7217>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve stór hluti af þjóðinni hefur farið í fangelsi?
Ekki tókst að finna upplýsingar um það hversu stór hluti af þjóðinni hefur á einhverjum tímapunkti setið í fangelsi. Á vef Fangelsismálastofnunar ríkisins Fangelsi.is eru hins vegar ýmsar upplýsingar um fanga og fangavist. .Þar má til dæmis sjá að árið 2006 voru að meðaltali 117,7 fangar í öllum fangelsum landsins hvern dag ársins. Það þýðir að 38,3 af hverjum 100.000 íbúum hafi verið í fangelsi.

Talan hækkar aðeins ef teknir eru með fangar sem voru vistaðir annars staðar en í fangelsi, svo sem á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, í meðferð, hjá Vernd, á Sólheimum eða annars staðar. Þá voru fangar alls að meðaltali 142,6 eða 46,4 á hverja 100.000 íbúa.Árið 2006 voru fangar á Íslandi að meðaltali 46,4 á hverja 100.000 íbúa. Það þýðir að tæplega 0,05% þjóðarinnar afplánaði dóm það árið.

Samkvæmt upplýsingum á vef Afstöðu, félags fanga, þá væri hlutfall fanga á Íslandi hærra ef fangelsispláss væru fleiri. Það skýrist ekki af því að þá myndi fleiri brjóta af sér heldur eru biðlistar eftir að afplána dóma. Talið er að allt að 140 manns bíði eftir að sitja af sér dóm. Ef allir þessir einstaklingar gætu hafið afplánun í dag væri því næstum tvöfalt fleiri fangar á Íslandi en nú eru, alla vega á meðan verið væri að vinna biðlistann niður.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....