Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?

JGÞ

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum.

Okkur dreymir drauma í REM-svefni og einnig á þriðja stigi NREM-svefns. Martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3. og 4. stigi NREM-svefns.



Martraðir eru vinsælt efni í hryllingsmyndum. Hinn skelfilegi Freddy Krueger ásótti til dæmis ungmenni í myndinni A Nightmare on Elm Street sem var vinsæl um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Í svari Kristófers Þorleifssonar við spurningunni Hvað er martröð og hvað orsakar hana? segir þetta:
Martraðir eru langir draumar, þar sem fólk er hrætt og vaknar upp óttaslegið. Sumir fá mjög oft martraðir en aðrir aðeins einstaka sinnum, helst ef þeir eru þreyttir, undir álagi eða veikir. Um 50% fullorðinna segjast fá martraðir við og við. Yfirleitt er ekki þörf neinnar sérstakrar meðferðar við martröðum. Lyf sem draga úr draumsvefni, það er að segja REM-svefni, geta stundum komið í veg fyrir martraðir.
Í svari Kristófers kemur einnig fram að líklegt er talið að vöðvaslökun í draumsvefni þjóni hvíldarhlutverki. Þegar draumarnir verða að martröðum er hvíldin eflaust ekki eins góð og ella.

Spyrjandi vill einnig fá að vita hvort martraðir sýni eitthvað. Við því höfum við eiginlega ekkert annað svar en að martraðirnir sýni það sem við "sjáum" í þeim. Ef spyrjandi hefur í huga hvort þær sýni okkur inn í eitthvað, til dæmis framtíðina, þá getum við bent honum á svar við spurningunni Hvernig rætast draumar? Það sem þar kemur fram getur allt eins átt við martraðir.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd: Freddy Krueger á Wikipedia. Sótt 7. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.3.2008

Spyrjandi

Elvar Aron Birgisson, f. 1993, Róbert Björn Ingvarsson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2008, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7237.

JGÞ. (2008, 13. mars). Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7237

JGÞ. „Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2008. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður martraðir og sýna þær eitthvað?
Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Þegar við sofnum förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn sem skiptist síðan í fjögur stig, þar sem það fjórða er dýpst. Hin gerðin af svefni nefnist REM-svefn og hún einkennist meðal annars af hröðum augnhreyfingum.

Okkur dreymir drauma í REM-svefni og einnig á þriðja stigi NREM-svefns. Martraðir, svefngöngur og tal upp úr svefni eiga sér stað á 3. og 4. stigi NREM-svefns.



Martraðir eru vinsælt efni í hryllingsmyndum. Hinn skelfilegi Freddy Krueger ásótti til dæmis ungmenni í myndinni A Nightmare on Elm Street sem var vinsæl um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Í svari Kristófers Þorleifssonar við spurningunni Hvað er martröð og hvað orsakar hana? segir þetta:
Martraðir eru langir draumar, þar sem fólk er hrætt og vaknar upp óttaslegið. Sumir fá mjög oft martraðir en aðrir aðeins einstaka sinnum, helst ef þeir eru þreyttir, undir álagi eða veikir. Um 50% fullorðinna segjast fá martraðir við og við. Yfirleitt er ekki þörf neinnar sérstakrar meðferðar við martröðum. Lyf sem draga úr draumsvefni, það er að segja REM-svefni, geta stundum komið í veg fyrir martraðir.
Í svari Kristófers kemur einnig fram að líklegt er talið að vöðvaslökun í draumsvefni þjóni hvíldarhlutverki. Þegar draumarnir verða að martröðum er hvíldin eflaust ekki eins góð og ella.

Spyrjandi vill einnig fá að vita hvort martraðir sýni eitthvað. Við því höfum við eiginlega ekkert annað svar en að martraðirnir sýni það sem við "sjáum" í þeim. Ef spyrjandi hefur í huga hvort þær sýni okkur inn í eitthvað, til dæmis framtíðina, þá getum við bent honum á svar við spurningunni Hvernig rætast draumar? Það sem þar kemur fram getur allt eins átt við martraðir.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd: Freddy Krueger á Wikipedia. Sótt 7. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....