Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað?

Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óhag)’.

Í danska uppflettiritinu Talemåder i dansk (bls. 119) er bent á að líkt orðasamband sé til í ensku það er buy a pig in a poke, þar sem reyndar er talað um svín en ekki kött. Þar er einnig nefnt samsvarandi franskt orðasamband acheter chat en poche en sagt úrelt. Danska ritið nefnir ekki þýska útgáfu sem er die Katze im Sack kaufen en það má til dæmis finna í ritinu Deutsche Redensarten (bls. 156–157).

Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óhag)’.

Orðasambandið er þekkt hérlendis frá 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 19. öld:

og sér hann þá, [ [...]], að hann hefir keypt, „köttinn í sekkinum“, sem menn segja.

Aðeins eldra er dæmi úr sögu eftir Þorgils gjallanda þar sem sekk er breytt í poka:

Góðri Íslandssögu mun þjóðin taka tveim höndum [ [...]] Kött í poka vill hún ógjarna kaupa, og örstutt ágrip eður hrafl mun hún lítið rækja.

Heimildir:
  • Kurt Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. 5. Auflage. Wilhelm Heyne Verlag, München.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Stig Toftgaard Andersen. 2001. Talemåder i dansk. 2. udgave. Gyldendals røde ordbøger.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.12.2016

Spyrjandi

Thelma Hrund Hilmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2016. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72587.

Guðrún Kvaran. (2016, 14. desember). Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72587

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2016. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72587>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað?

Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óhag)’.

Í danska uppflettiritinu Talemåder i dansk (bls. 119) er bent á að líkt orðasamband sé til í ensku það er buy a pig in a poke, þar sem reyndar er talað um svín en ekki kött. Þar er einnig nefnt samsvarandi franskt orðasamband acheter chat en poche en sagt úrelt. Danska ritið nefnir ekki þýska útgáfu sem er die Katze im Sack kaufen en það má til dæmis finna í ritinu Deutsche Redensarten (bls. 156–157).

Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óhag)’.

Orðasambandið er þekkt hérlendis frá 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 19. öld:

og sér hann þá, [ [...]], að hann hefir keypt, „köttinn í sekkinum“, sem menn segja.

Aðeins eldra er dæmi úr sögu eftir Þorgils gjallanda þar sem sekk er breytt í poka:

Góðri Íslandssögu mun þjóðin taka tveim höndum [ [...]] Kött í poka vill hún ógjarna kaupa, og örstutt ágrip eður hrafl mun hún lítið rækja.

Heimildir:
  • Kurt Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. 5. Auflage. Wilhelm Heyne Verlag, München.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
  • Stig Toftgaard Andersen. 2001. Talemåder i dansk. 2. udgave. Gyldendals røde ordbøger.

Mynd:...