Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru tvær heimildir um málsháttinn á misjöfnu þrífast/dafna börnin best, báðar frá 19. öld en málshátturinn þekkist vel enn í dag. Í málsháttasafni Jóns G. Friðjónssonar (2014:38 (undir barn)) er merkingin sögð ‘börn dafna best ef þau þurfa að þola blítt og strítt/gott og slæmt’. Jón vitnar í fjórar heimildir og er hin elsta frá síðasta áratugi 18. aldar. Tvær heimildanna eru hinar sömu og í Ritmálsskránni og hin fjórða er frá lokum 19. aldar.

Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur „Rétt er með farið að segja á misjöfnu þrífast börnin best.“

Eldri málsháttasöfn eru einungis með forsetninguna á, til dæmis málsháttasafn Guðmundar Jónssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1930 og er með málsháttum sem Guðmundur safnaði meðal annars úr málsháttasöfnum frá 18. öld. Sama er að segja um málsháttasafn Finns Jónssonar frá 1920 og málsháttasafn Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar frá 1966.

Þótt öll þessi söfn hafi forsetninguna á er 19. aldar dæmi einnig að finna á timarit.is með forsetningunni af og á leitarvélinni Google koma fram dæmi með báðum forsetningunum. Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur „Rétt er með farið að segja á misjöfnu þrífast börnin best.“

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.3.2017

Spyrjandi

Hrund Jóhannsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2017, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72645.

Guðrún Kvaran. (2017, 30. mars). Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72645

Guðrún Kvaran. „Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2017. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72645>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er rétt að segja „á misjöfnu þrífast börnin best“ eða „af misjöfnu þrífast börnin best“?
Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru tvær heimildir um málsháttinn á misjöfnu þrífast/dafna börnin best, báðar frá 19. öld en málshátturinn þekkist vel enn í dag. Í málsháttasafni Jóns G. Friðjónssonar (2014:38 (undir barn)) er merkingin sögð ‘börn dafna best ef þau þurfa að þola blítt og strítt/gott og slæmt’. Jón vitnar í fjórar heimildir og er hin elsta frá síðasta áratugi 18. aldar. Tvær heimildanna eru hinar sömu og í Ritmálsskránni og hin fjórða er frá lokum 19. aldar.

Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur „Rétt er með farið að segja á misjöfnu þrífast börnin best.“

Eldri málsháttasöfn eru einungis með forsetninguna á, til dæmis málsháttasafn Guðmundar Jónssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1930 og er með málsháttum sem Guðmundur safnaði meðal annars úr málsháttasöfnum frá 18. öld. Sama er að segja um málsháttasafn Finns Jónssonar frá 1920 og málsháttasafn Bjarna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar frá 1966.

Þótt öll þessi söfn hafi forsetninguna á er 19. aldar dæmi einnig að finna á timarit.is með forsetningunni af og á leitarvélinni Google koma fram dæmi með báðum forsetningunum. Í Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur „Rétt er með farið að segja á misjöfnu þrífast börnin best.“

Heimildir:

Mynd:...