Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Jóhann Heiðar Jóhannsson og Margrét Björk Sigurðardóttir

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:
Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er oftast aðvörun um að berklasmitun hafi nýlega átt sér stað; þó getur hnútarós komið löngu eftir smitun.
Í seinni tíð eru berklar síður í sviðsljósinu sem orsakaþáttur og er orsökin nú venjulega rakin til ofnæmisviðbragða gegn ýmsum öðrum sýkingum eða gegn lyfjum.

Rósahnútar verða vegna bólgu á ákveðnum svæðum í fitulagi húðarinnar, sem veldur því að rauðir, upphleyptir og viðkvæmir blettir myndast á húðinni, einkum á sköflungi. Sjúkdómurinn rennur venjulega sitt skeið á nokkrum vikum og skilur ýmist eftir sig tímabundið mar eða í verri tilfellum ör þar sem fituvefurinn hefur eyðilagst.

Í sumum tilfellum geta rósahnútar þó verið viðvarandi vandamál mánuðum og jafnvel árum saman. Þá er talað um þráláta rósahnúta eða chronic erythema nodosum.

Meðferð við rósahnútum fer að miklu leyti eftir því hver orsök sjúkdómsins er, það er aðrir sjúkdómar eða lyfjagjöf. Til að vinna gegn einkennum rósahnúta er svo algengast að gefin séu bólgueyðandi- og/eða ofnæmislyf.

Íslensk heiti erythema nodosum

Undirritaður minntist heitisins rósahnútar, sem honum gekk þó illa að finna í sínum venjulegu heimildaritum. Hin nýja íslenska orðabók Eddu birtir þó fleirtöluheitið með skýringunni:
hnútrós, sjúkdómur sem lýsir sér í rauðum þrymlum á útlimum og oft gigtarverkjum, einkum hjá ungum konum (erythema nodosum).
Bókin Íslensk læknisfræðiheiti frá 1954 eftir Guðmund Hannesson tilgreinir einungis íslenska heitið þrimlaroði.

Hér er búið að draga hring utan um rósahnútana.

Íðorðasafn lækna gefur heitin þrimlaroði og þrimlasótt en Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma (ICD 10) tilgreinir einungis þrimlaroðaþot. Undirrituðum er ekki ljóst hvert af þessum íslensku heitum er mest notað.

Erythema er þýtt sem roði í húð, húðroði, hörundsroði eða rauð húðútbrot. Latneska lýsingarorðið nodosus gefur til kynna að fyrirbærið sé hnútótt eða þrimlótt. Þrimill (eða þrymill) er svo hnútur eða þykkildi í eða undir húð. Orðið þot táknar útbrot, útþot, litabreytingar sem birtast skyndilega í húð. Eftir á að hyggja er sjálfsagt óþarfi að lengja sjúkdómsheitið með þessari viðbót. Þrimlaroði er án efa nógu lýsandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar birtist upphaflega á vefsetrinu Doktor.is og er birt hér í örlítið breyttri útgáfu með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

læknir á Landspítala, sérfræðingur í meinafræði

Útgáfudagur

31.3.2008

Spyrjandi

Þórunn Valdimarsdóttir

Tilvísun

Jóhann Heiðar Jóhannsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7267.

Jóhann Heiðar Jóhannsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2008, 31. mars). Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7267

Jóhann Heiðar Jóhannsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7267>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?
Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:

Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er oftast aðvörun um að berklasmitun hafi nýlega átt sér stað; þó getur hnútarós komið löngu eftir smitun.
Í seinni tíð eru berklar síður í sviðsljósinu sem orsakaþáttur og er orsökin nú venjulega rakin til ofnæmisviðbragða gegn ýmsum öðrum sýkingum eða gegn lyfjum.

Rósahnútar verða vegna bólgu á ákveðnum svæðum í fitulagi húðarinnar, sem veldur því að rauðir, upphleyptir og viðkvæmir blettir myndast á húðinni, einkum á sköflungi. Sjúkdómurinn rennur venjulega sitt skeið á nokkrum vikum og skilur ýmist eftir sig tímabundið mar eða í verri tilfellum ör þar sem fituvefurinn hefur eyðilagst.

Í sumum tilfellum geta rósahnútar þó verið viðvarandi vandamál mánuðum og jafnvel árum saman. Þá er talað um þráláta rósahnúta eða chronic erythema nodosum.

Meðferð við rósahnútum fer að miklu leyti eftir því hver orsök sjúkdómsins er, það er aðrir sjúkdómar eða lyfjagjöf. Til að vinna gegn einkennum rósahnúta er svo algengast að gefin séu bólgueyðandi- og/eða ofnæmislyf.

Íslensk heiti erythema nodosum

Undirritaður minntist heitisins rósahnútar, sem honum gekk þó illa að finna í sínum venjulegu heimildaritum. Hin nýja íslenska orðabók Eddu birtir þó fleirtöluheitið með skýringunni:
hnútrós, sjúkdómur sem lýsir sér í rauðum þrymlum á útlimum og oft gigtarverkjum, einkum hjá ungum konum (erythema nodosum).
Bókin Íslensk læknisfræðiheiti frá 1954 eftir Guðmund Hannesson tilgreinir einungis íslenska heitið þrimlaroði.

Hér er búið að draga hring utan um rósahnútana.

Íðorðasafn lækna gefur heitin þrimlaroði og þrimlasótt en Alþjóðleg tölfræðiflokkun sjúkdóma (ICD 10) tilgreinir einungis þrimlaroðaþot. Undirrituðum er ekki ljóst hvert af þessum íslensku heitum er mest notað.

Erythema er þýtt sem roði í húð, húðroði, hörundsroði eða rauð húðútbrot. Latneska lýsingarorðið nodosus gefur til kynna að fyrirbærið sé hnútótt eða þrimlótt. Þrimill (eða þrymill) er svo hnútur eða þykkildi í eða undir húð. Orðið þot táknar útbrot, útþot, litabreytingar sem birtast skyndilega í húð. Eftir á að hyggja er sjálfsagt óþarfi að lengja sjúkdómsheitið með þessari viðbót. Þrimlaroði er án efa nógu lýsandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:


Þetta svar birtist upphaflega á vefsetrinu Doktor.is og er birt hér í örlítið breyttri útgáfu með góðfúslegu leyfi....