Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?

EDS

Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á.

Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug og síðasta tölustaf í áttinni svo sleppt. Flugbrautir eru því númeraðar á bilinu 01 til 36, reyndar er 0 fyrir framan tölu sleppt í Bandaríkjunum en venjulega notað annars staðar. Þannig liggur braut sem merkt er 09 til austurs (90°), braut númer 18 vísar í suður (180°), braut 27 liggur í vestur (270°) og braut merkt 36 vísar í norður (360° frekar en 0°).

Númer á flugbrautum gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar.

Venjulega eru flugbrautir notaðar í báðar áttir og því merktar á báðum endum. Mismunur talnanna er alltaf 18 þar sem munurinn á segulstefnu endanna er 180°. Braut sem er merkt 06 öðru megin hefur þar af leiðandi töluna 24 við hinn endann.

Nú er það þannig að segulskaut jarðar er á hreyfingu. Þetta veldur því númer flugbrauta geta ekki verið varanleg um aldur og ævi. Til dæmis fékk braut 02/20 á Keflavíkurflugvelli ný númer í lok apríl 2016 og tölur hennar eru nú 01/19.

Heimildir og mynd:


Guðmundur Heimir Sveinbjörnsson flugstjóri fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

7.10.2016

Spyrjandi

Önundur Jónsson

Tilvísun

EDS. „Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?“ Vísindavefurinn, 7. október 2016. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72719.

EDS. (2016, 7. október). Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72719

EDS. „Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2016. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72719>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?
Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á.

Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug og síðasta tölustaf í áttinni svo sleppt. Flugbrautir eru því númeraðar á bilinu 01 til 36, reyndar er 0 fyrir framan tölu sleppt í Bandaríkjunum en venjulega notað annars staðar. Þannig liggur braut sem merkt er 09 til austurs (90°), braut númer 18 vísar í suður (180°), braut 27 liggur í vestur (270°) og braut merkt 36 vísar í norður (360° frekar en 0°).

Númer á flugbrautum gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar.

Venjulega eru flugbrautir notaðar í báðar áttir og því merktar á báðum endum. Mismunur talnanna er alltaf 18 þar sem munurinn á segulstefnu endanna er 180°. Braut sem er merkt 06 öðru megin hefur þar af leiðandi töluna 24 við hinn endann.

Nú er það þannig að segulskaut jarðar er á hreyfingu. Þetta veldur því númer flugbrauta geta ekki verið varanleg um aldur og ævi. Til dæmis fékk braut 02/20 á Keflavíkurflugvelli ný númer í lok apríl 2016 og tölur hennar eru nú 01/19.

Heimildir og mynd:


Guðmundur Heimir Sveinbjörnsson flugstjóri fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.

...