Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu?

JGÞ

Stika er gömul lengdarmálseining og lengd hennar er nokkuð misjöfn. Ein stika getur jafngilt:
  • einni alin
  • einni og hálfri danskri alin
  • 55,6 cm
  • einum metra
Um lengdarmálseininguna alin er það að segja að hún táknar fjarlægðina frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. Dönsk alin er jafn löng eða 62,77 cm og ein og hálf dönsk alin er þess vegna um 94,1 cm.

Um tíma var einnig reynt að nota orðið stika um lengdarmálseininguna metra og vel má vera að í greininni sem spyrjandi vísar á sé það raunin. Þá er stærð flugvallarins einfaldlega 400 til 500 metrar.

Fyrsta flugtak frá Íslandi var 3. september árið 1919. Þá fór á loft úr Vatnsmýrinni tvíþekja af gerðinni AVRO 504K.

Sé miðað við að stikan hafi verið 55,6 cm, þá er flugvöllurinn í blaðagreininni á bilinu 222,4 m til 278 m á hvern veg. Ef við miðum við að greinarhöfundur hafi átt við stiku sem samsvaraði einni og hálfri danskri alin, þá er gert ráð fyrir flugvelli sem væri 400-500 metrar á hvern veg. Flugbrautir Reykjavíkurflugvallar í dag eru á bilinu 1-1,5 km.

Fyrsta flugtak frá Íslandi var 3. september árið 1919. Þá fór á loft úr Vatnsmýrinni tvíþekja af gerðinni AVRO 504K.

Heimildir:

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:
Ég var að lesa á Netinu í Morgunblaðinu frá 25. maí 1919 grein um staðsetningu flugvallar í Reykjavík. Þar er sagt að flugvöllurinn þurfi að vera 4-500 stikur á hvern veg. Hvað er það mikið á okkar mælikvarða í dag? Þessi grein er afar fróðleg fyrir alla aðila.

Höfundur þakkar Þorvaldi Sigurðssyni fyrir að benda á að um tíma hafi orðið stika verið notað um metrann.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.3.2012

Spyrjandi

Erling Andreassen

Tilvísun

JGÞ. „Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2012. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62152.

JGÞ. (2012, 23. mars). Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62152

JGÞ. „Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2012. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62152>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég las í grein frá 1919 að flugvöllur í Reykjavík þyrfti að vera 4-500 stikur á lengd, hvað er það samkvæmt metrakerfinu?
Stika er gömul lengdarmálseining og lengd hennar er nokkuð misjöfn. Ein stika getur jafngilt:

  • einni alin
  • einni og hálfri danskri alin
  • 55,6 cm
  • einum metra
Um lengdarmálseininguna alin er það að segja að hún táknar fjarlægðina frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. Dönsk alin er jafn löng eða 62,77 cm og ein og hálf dönsk alin er þess vegna um 94,1 cm.

Um tíma var einnig reynt að nota orðið stika um lengdarmálseininguna metra og vel má vera að í greininni sem spyrjandi vísar á sé það raunin. Þá er stærð flugvallarins einfaldlega 400 til 500 metrar.

Fyrsta flugtak frá Íslandi var 3. september árið 1919. Þá fór á loft úr Vatnsmýrinni tvíþekja af gerðinni AVRO 504K.

Sé miðað við að stikan hafi verið 55,6 cm, þá er flugvöllurinn í blaðagreininni á bilinu 222,4 m til 278 m á hvern veg. Ef við miðum við að greinarhöfundur hafi átt við stiku sem samsvaraði einni og hálfri danskri alin, þá er gert ráð fyrir flugvelli sem væri 400-500 metrar á hvern veg. Flugbrautir Reykjavíkurflugvallar í dag eru á bilinu 1-1,5 km.

Fyrsta flugtak frá Íslandi var 3. september árið 1919. Þá fór á loft úr Vatnsmýrinni tvíþekja af gerðinni AVRO 504K.

Heimildir:

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:
Ég var að lesa á Netinu í Morgunblaðinu frá 25. maí 1919 grein um staðsetningu flugvallar í Reykjavík. Þar er sagt að flugvöllurinn þurfi að vera 4-500 stikur á hvern veg. Hvað er það mikið á okkar mælikvarða í dag? Þessi grein er afar fróðleg fyrir alla aðila.

Höfundur þakkar Þorvaldi Sigurðssyni fyrir að benda á að um tíma hafi orðið stika verið notað um metrann.

Mynd:

...