Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess?

Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:490) er forliðurinn talinn skyldur nafnorðinu kol í merkingunni ‘eldsneyti, svört bergtegund mynduð af plöntuleifum í jörðu niðri; hálfbrunninn viður, viðarkol’. Hann nefnir sem dæmi kolbrenna, kolbrjálaður, kolfullur, kolryðgaður, kolsvartur.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:490) er forliðurinn talinn skyldur nafnorðinu kol. Myndin sýnir kolanámu í Bandaríkjunum.

Kol- í sögnunum kolfalla ‘gerfalla, falla í hrönnum’ og kolfella ‘fella gjörsamlega, missa fé sitt í hrönnum af fóðurskorti’ segir Ásgeir að þekkist málinu frá 17. öld en einnig með forliðnum koll-, heldur yngri eða frá 18. öld, það er kollfalla, kollfella. Hann segir ekki fullljóst hvor forliðurinn sé eldri en giskar þó fremur á koll- og nefnir dæmin kollsóp, kollsteypa og kollvarpa. Sé kol- hins vegar upphaflegra sé upprunans helst að leita í sögninni kola í merkingunni ‘sálga, deyða’.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.1.2017

Spyrjandi

Sigurður Rúnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?“ Vísindavefurinn, 24. janúar 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72739.

Guðrún Kvaran. (2017, 24. janúar). Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72739

Guðrún Kvaran. „Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?“ Vísindavefurinn. 24. jan. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72739>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess?

Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:490) er forliðurinn talinn skyldur nafnorðinu kol í merkingunni ‘eldsneyti, svört bergtegund mynduð af plöntuleifum í jörðu niðri; hálfbrunninn viður, viðarkol’. Hann nefnir sem dæmi kolbrenna, kolbrjálaður, kolfullur, kolryðgaður, kolsvartur.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:490) er forliðurinn talinn skyldur nafnorðinu kol. Myndin sýnir kolanámu í Bandaríkjunum.

Kol- í sögnunum kolfalla ‘gerfalla, falla í hrönnum’ og kolfella ‘fella gjörsamlega, missa fé sitt í hrönnum af fóðurskorti’ segir Ásgeir að þekkist málinu frá 17. öld en einnig með forliðnum koll-, heldur yngri eða frá 18. öld, það er kollfalla, kollfella. Hann segir ekki fullljóst hvor forliðurinn sé eldri en giskar þó fremur á koll- og nefnir dæmin kollsóp, kollsteypa og kollvarpa. Sé kol- hins vegar upphaflegra sé upprunans helst að leita í sögninni kola í merkingunni ‘sálga, deyða’.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:...