Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?

JGÞ

Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti.

Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru nokkur dæmi með sögum á ensku:Ef einhver hópur fólks, hvort sem það eru stjórnvöld, einhver félagsskapur eða aðrir, reyna að þagga niður í mönnum sem segjast hafa séð geimverur, þá er nokkuð ljóst að það gengur ekkert sérstaklega vel!

Hitt er svo annað mál að það er vel hægt að gefa frásögum eftirsóknarverðan stimpil með því að halda því fram að til sé fólk sem reyni allt til að koma í veg fyrir að menn segi þær.

Um þetta má taka einfalt dæmi. Segjum sem svo að ég eigi hlut sem mig langar til að selja. Ef ég segi væntanlegum kaupanda að þetta sé hlutur sem sé víða til og ekkert merkilegri en aðrir sambærilegir hlutir, þá er ekki víst að kaupandi sé reiðubúinn að kaupa hlutinn dýru verði. Ef ég segi væntanlegum kaupanda hins vegar að hluturinn sem ég er að selja sé svo einstakur að til séu menn sem svífist næstum einskis til að ná honum, gæti vel verið að kaupandi væri til í að greiða hátt verð fyrir hlutinn.

Það er þess vegna alveg til í dæminu að fólk sem segir sögur af geimverum, sjái að sögurnar verði eftirsóknarverðari ef því er haldið fram að einhverjir reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að sögurnar séu sagðar.

Um geimverur má lesa í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Jóhanna Elísa Skúladóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7288.

JGÞ. (2008, 1. apríl). Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7288

JGÞ. „Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7288>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?
Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti.

Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru nokkur dæmi með sögum á ensku:Ef einhver hópur fólks, hvort sem það eru stjórnvöld, einhver félagsskapur eða aðrir, reyna að þagga niður í mönnum sem segjast hafa séð geimverur, þá er nokkuð ljóst að það gengur ekkert sérstaklega vel!

Hitt er svo annað mál að það er vel hægt að gefa frásögum eftirsóknarverðan stimpil með því að halda því fram að til sé fólk sem reyni allt til að koma í veg fyrir að menn segi þær.

Um þetta má taka einfalt dæmi. Segjum sem svo að ég eigi hlut sem mig langar til að selja. Ef ég segi væntanlegum kaupanda að þetta sé hlutur sem sé víða til og ekkert merkilegri en aðrir sambærilegir hlutir, þá er ekki víst að kaupandi sé reiðubúinn að kaupa hlutinn dýru verði. Ef ég segi væntanlegum kaupanda hins vegar að hluturinn sem ég er að selja sé svo einstakur að til séu menn sem svífist næstum einskis til að ná honum, gæti vel verið að kaupandi væri til í að greiða hátt verð fyrir hlutinn.

Það er þess vegna alveg til í dæminu að fólk sem segir sögur af geimverum, sjái að sögurnar verði eftirsóknarverðari ef því er haldið fram að einhverjir reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að sögurnar séu sagðar.

Um geimverur má lesa í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....