Hitt er svo annað mál að það er vel hægt að gefa frásögum eftirsóknarverðan stimpil með því að halda því fram að til sé fólk sem reyni allt til að koma í veg fyrir að menn segi þær.
Um þetta má taka einfalt dæmi. Segjum sem svo að ég eigi hlut sem mig langar til að selja. Ef ég segi væntanlegum kaupanda að þetta sé hlutur sem sé víða til og ekkert merkilegri en aðrir sambærilegir hlutir, þá er ekki víst að kaupandi sé reiðubúinn að kaupa hlutinn dýru verði. Ef ég segi væntanlegum kaupanda hins vegar að hluturinn sem ég er að selja sé svo einstakur að til séu menn sem svífist næstum einskis til að ná honum, gæti vel verið að kaupandi væri til í að greiða hátt verð fyrir hlutinn.
Það er þess vegna alveg til í dæminu að fólk sem segir sögur af geimverum, sjái að sögurnar verði eftirsóknarverðari ef því er haldið fram að einhverjir reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að sögurnar séu sagðar.
Um geimverur má lesa í fjölmörgum svörum á Vísindavefnum:- Eru geimverur til?
- Eru geimverur með stóran og grænan haus?
- Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
- Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.