Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?

Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafjölskyldunnar. Hún er yfirleitt kölluð germanska hljóðfærslan í íslensku (die germanische Lautverschiebung á þýsku en Grimms Law á ensku). Þau hljóð sem um ræðir voru í framstöðu (það er fremst í orði):

p, ph > ph > f

t, th > th > þ

k, kh > h

Ef Íslenskri orðsifjabók er flett má sjá að í allflestum greinum um orð sem hefjast á p- er skýringin sú að um tökuorð sé ræða, ýmist úr Norðurlandamálum, einkum dönsku, eða úr miðlágþýsku sem sjálf hafa þegið orðin að láni.

Þau orð sem eru af indóevrópskum uppruna og skrifuð með p- eru í grunnorðaforða íslensks máls skrifuð með f- í framstöðu, til dæmis latína portâre, íslenska fara, indóevrópska *pelu-, íslenska fjöl-, latína pater, íslenska faðir og teljast erfðaorð. Ef Íslenskri orðsifjabók er flett má sjá að í allflestum greinum um orð sem hefjast á p- er skýringin sú að um tökuorð sé ræða, ýmist úr Norðurlandamálum, einkum dönsku, eða úr miðlágþýsku sem sjálf hafa þegið orðin að láni.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.

Mynd:

Útgáfudagur

19.4.2017

Spyrjandi

Gunnar Bragason

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2017. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=72881.

Guðrún Kvaran. (2017, 19. apríl). Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72881

Guðrún Kvaran. „Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2017. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72881>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.