Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?

Guðrún Kvaran

Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru:

Anatólísk mál Armenska
Indó-írönsk mál Albanska
Gríska Tokkarísk mál
Ítalísk mál Baltnesk mál
Keltnesk mál Slavnesk mál
Germönsk mál

Germönsk mál greinast í þrennt: austurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og norðurgermönsk mál. Austurgermönsk mál eru nú útdauð en góðar heimildir eru um gotnesku sem eru afar gagnlegar við málfræðilegar rannsóknir. Vesturgermönsk mál eru enska, hollenska, afríkanska, þýska, frísnesk mál og jiddíska. Norðurgermönskum málum er skipt í tvennt, vesturnorræn mál, sem eru færeyska, norska og íslenska, og austurnorræn mál sem eru danska og sænska.

Á þessu heimskorti má sjá útbreiðslu germanskra mála. Í löndum sem eru dökkblá er germanskt mál fyrsta tungumál meirihluta íbúanna. Þau sem eru ljósblá hafa germanskt mál sem opinbert tungumál landsins en meirihluti íbúanna hefur þó annað tungumál sem fyrsta tungumál.

Flestir eru sammála um að í árdaga hafi verið til þjóðflokkur sem telst til forfeðra indóevrópsku málaættarinnar. Hins vegar er umdeilt hvar frumheimkynni hans voru. Þegar þjóðflokkurinn stækkaði og þrengjast tók um hann fóru hópar af stað í leit að nýjum heimkynnum. Þeir blönduðust öðrum málaættum og þannig varð á löngum tíma talsverð breyting á hinum ýmsu málaflokkum. Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar má rekja skyldleika þessara ellefu málaflokka.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.4.2013

Spyrjandi

Snorri Gylfason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2013. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65023.

Guðrún Kvaran. (2013, 23. apríl). Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65023

Guðrún Kvaran. „Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2013. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65023>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?
Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru:

Anatólísk mál Armenska
Indó-írönsk mál Albanska
Gríska Tokkarísk mál
Ítalísk mál Baltnesk mál
Keltnesk mál Slavnesk mál
Germönsk mál

Germönsk mál greinast í þrennt: austurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og norðurgermönsk mál. Austurgermönsk mál eru nú útdauð en góðar heimildir eru um gotnesku sem eru afar gagnlegar við málfræðilegar rannsóknir. Vesturgermönsk mál eru enska, hollenska, afríkanska, þýska, frísnesk mál og jiddíska. Norðurgermönskum málum er skipt í tvennt, vesturnorræn mál, sem eru færeyska, norska og íslenska, og austurnorræn mál sem eru danska og sænska.

Á þessu heimskorti má sjá útbreiðslu germanskra mála. Í löndum sem eru dökkblá er germanskt mál fyrsta tungumál meirihluta íbúanna. Þau sem eru ljósblá hafa germanskt mál sem opinbert tungumál landsins en meirihluti íbúanna hefur þó annað tungumál sem fyrsta tungumál.

Flestir eru sammála um að í árdaga hafi verið til þjóðflokkur sem telst til forfeðra indóevrópsku málaættarinnar. Hins vegar er umdeilt hvar frumheimkynni hans voru. Þegar þjóðflokkurinn stækkaði og þrengjast tók um hann fóru hópar af stað í leit að nýjum heimkynnum. Þeir blönduðust öðrum málaættum og þannig varð á löngum tíma talsverð breyting á hinum ýmsu málaflokkum. Með aðferðum samanburðarmálfræðinnar má rekja skyldleika þessara ellefu málaflokka.

Mynd:...