Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljast sérstök tungumál og hvenær þau eru mállýskur sama máls. Við þetta bætist að enn eru svæði þar sem tungumál hafa lítið verið könnuð.

Sama vandamál á líka við þegar spurt er um tungumál svæðis eins og Afríku, það er ekki hægt að finna eina nákvæma tölu sem allir eru sammála um. Oft eru tungumál álfunnar þó talin vera í kringum 2000. Á vef Ethnologue sem er alfræðirit um tungumál heimsins, segir til dæmis að tungumál sem töluð eru í Afríku í dag og upprunnin þar séu 2092. Þetta er um 30% tungumála heimsins miðað við forsendur sem þessi stofnun gefur sér.

Tungumálum Afríku er gjarnan skipt í fjórar málaættir. Í norðan- og austanverðri Afríku eru töluð afró-asísk mál. Þau skiptast í nokkrar greinar. Meðal þeirra eru semísk mál en það er eina grein afró-asískra mála sem finnst utan Afríku. Til þessarar greinar heyrir meðal annars arabíska sem töluð er mjög víða í Norður-Afríku og Austurlöndum nær. Aðrar helstu greinar afró-asískra mála eru kúsísk mál sem töluð eru í Norðaustur-Afríku, omotísk mál sem reyndar voru lengi talin með kúsíkum málum og eru tungumál fólks í Omo-dal í Eþíópíu, berbamál sem töluð eru á afmörkuðum svæðum í Norður-Afríku og tsjadísk mál sem meðal annars eru töluð í Níger, Nígeríu, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu.

Heimildum ber hvorki saman um fjölda mála sem tilheyra afró-asísku málaættinni né fjölda þeirra sem tala málin. Ein heimild segir að tungumálin séu um 250 og töluð af um 250 milljónum, á meðan aðrar heimildir eru með mun hærri tölur, allt upp í 375 mál töluð af 340 milljónum manna. Rétt er að taka fram að þessar tölur eru ekki bundnar við Afríku heldur taka líka til þeirra afró-asísku mála sem töluð eru utan Afríku.Tungumálaættir í Afríku og nokkur helstu tungumál álfunnar. Níger-kongó ættinni (eða níger-kordófan) er skipt í tvennt til að sýna útbreiðslu bantú mála.

Í norðausturhluta Afríku, sunnan Sahara, eru töluð nílo-sahara mál. Þau eru fyrst og fremst bundin við tvö svæði sem liggja að efri hluta fljótanna Tsjarí og Nílar, frá Egyptalandi í norðri til Tansaníu í suðri og frá Eþíópíu í austri til Malí í vestri. Tungumál nílo-sahara málaættarinnar eru talin vera á bilinu 100-200 og þeir sem tala þau 17- 34 milljónir, allt eftir heimildum.

Stærsta málaættin í Afríku kallast ýmist níger-kordófan eða níger-kongó. Landfræðilega nær málsvæði þessarar ættar frá Senegal í vestri til Keníu í austri og allt suður til Suður-Afríku. Þessari málaætt er gjarnan skipt í tvær megingreinar, annars vegar níger-kongó mál og hins vegar kordófanísk mál. Til níger-kongó mála heyra bantú mál en það eru ríkjandi tungumál um nær allan suðurhluta Afríku og voru þau lengi vel talin sérstök málaætt.

Eins og með aðrar málaættir í Afríku er fjöldi tungumála sem teljast til níger-kordófan ættarinnar nokkuð óljós en gjarnan er nefnt að þau séu einhvers staðar á bilinu 1000-1500 talsins og töluð af 100 - 350 milljónum.

Fjórða málaættin í Afríku er khoisan-málaættin og er hún minnsta ættin, með eitthvað í kringum 50 tungumál. Khoisan-mál eru fyrst og fremst töluð í suðvesturhluta Afríku, á svæðinu í kringum Kalahari-eyðimörkina. Fá khoisan mál eiga sér fleiri en 1000 mælendur, en nama í Namibíu er þó talað af um 250.000 manns.

Auk þessara fjögurra málaætta eru fleiri mál töluð í Afríku. Á eyjunni Madagaskar er útbreiddasta málið svokallað malagasy og tilheyrir það ástrónesíku málaættinni, en mál af þeirri ætt eru töluð víða í heiminum, allt frá Madagaskar í vestri til Páskaeyja í austri. Afríkanska, sem er útbreitt í syðsta hluta Afríku og ásamt ensku opinbert tungumál í Suður-Afríku, er hollenskt að uppruna. Evrópsk tungumál eru opinber mál í mörgum Afríkuríkjum og eru það leifar frá nýlendutímanum. Önnur arfleifð nýlendutímans eru hin mörgu blendingsmál (kreólamál, pidginmál) sem töluð eru í álfunni.

Hér hefur lítið verið talað um einstök tungumál í Afríku, enda ekki hægt í miðli eins og Vísindavefnum að telja upp og fjalla um öll þau 2000 mál sem þar eru töluð. Þeim sem hafa áhuga á tilteknum málum eða vilja vita hvaða mál eru töluð í tilteknu landi, er bent á að nota heimildirnar hér fyrir neðan til að leiða sig áfram að einstökum tungumálum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um tungumál, til dæmis:

Heimildir og kort:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.4.2008

Spyrjandi

Arnar Freyr Sigurðsson, f. 1995

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2008, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7363.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 22. apríl). Hvaða tungumál eru töluð í Afríku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7363

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2008. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7363>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?
Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljast sérstök tungumál og hvenær þau eru mállýskur sama máls. Við þetta bætist að enn eru svæði þar sem tungumál hafa lítið verið könnuð.

Sama vandamál á líka við þegar spurt er um tungumál svæðis eins og Afríku, það er ekki hægt að finna eina nákvæma tölu sem allir eru sammála um. Oft eru tungumál álfunnar þó talin vera í kringum 2000. Á vef Ethnologue sem er alfræðirit um tungumál heimsins, segir til dæmis að tungumál sem töluð eru í Afríku í dag og upprunnin þar séu 2092. Þetta er um 30% tungumála heimsins miðað við forsendur sem þessi stofnun gefur sér.

Tungumálum Afríku er gjarnan skipt í fjórar málaættir. Í norðan- og austanverðri Afríku eru töluð afró-asísk mál. Þau skiptast í nokkrar greinar. Meðal þeirra eru semísk mál en það er eina grein afró-asískra mála sem finnst utan Afríku. Til þessarar greinar heyrir meðal annars arabíska sem töluð er mjög víða í Norður-Afríku og Austurlöndum nær. Aðrar helstu greinar afró-asískra mála eru kúsísk mál sem töluð eru í Norðaustur-Afríku, omotísk mál sem reyndar voru lengi talin með kúsíkum málum og eru tungumál fólks í Omo-dal í Eþíópíu, berbamál sem töluð eru á afmörkuðum svæðum í Norður-Afríku og tsjadísk mál sem meðal annars eru töluð í Níger, Nígeríu, Tsjad og Mið-Afríkulýðveldinu.

Heimildum ber hvorki saman um fjölda mála sem tilheyra afró-asísku málaættinni né fjölda þeirra sem tala málin. Ein heimild segir að tungumálin séu um 250 og töluð af um 250 milljónum, á meðan aðrar heimildir eru með mun hærri tölur, allt upp í 375 mál töluð af 340 milljónum manna. Rétt er að taka fram að þessar tölur eru ekki bundnar við Afríku heldur taka líka til þeirra afró-asísku mála sem töluð eru utan Afríku.Tungumálaættir í Afríku og nokkur helstu tungumál álfunnar. Níger-kongó ættinni (eða níger-kordófan) er skipt í tvennt til að sýna útbreiðslu bantú mála.

Í norðausturhluta Afríku, sunnan Sahara, eru töluð nílo-sahara mál. Þau eru fyrst og fremst bundin við tvö svæði sem liggja að efri hluta fljótanna Tsjarí og Nílar, frá Egyptalandi í norðri til Tansaníu í suðri og frá Eþíópíu í austri til Malí í vestri. Tungumál nílo-sahara málaættarinnar eru talin vera á bilinu 100-200 og þeir sem tala þau 17- 34 milljónir, allt eftir heimildum.

Stærsta málaættin í Afríku kallast ýmist níger-kordófan eða níger-kongó. Landfræðilega nær málsvæði þessarar ættar frá Senegal í vestri til Keníu í austri og allt suður til Suður-Afríku. Þessari málaætt er gjarnan skipt í tvær megingreinar, annars vegar níger-kongó mál og hins vegar kordófanísk mál. Til níger-kongó mála heyra bantú mál en það eru ríkjandi tungumál um nær allan suðurhluta Afríku og voru þau lengi vel talin sérstök málaætt.

Eins og með aðrar málaættir í Afríku er fjöldi tungumála sem teljast til níger-kordófan ættarinnar nokkuð óljós en gjarnan er nefnt að þau séu einhvers staðar á bilinu 1000-1500 talsins og töluð af 100 - 350 milljónum.

Fjórða málaættin í Afríku er khoisan-málaættin og er hún minnsta ættin, með eitthvað í kringum 50 tungumál. Khoisan-mál eru fyrst og fremst töluð í suðvesturhluta Afríku, á svæðinu í kringum Kalahari-eyðimörkina. Fá khoisan mál eiga sér fleiri en 1000 mælendur, en nama í Namibíu er þó talað af um 250.000 manns.

Auk þessara fjögurra málaætta eru fleiri mál töluð í Afríku. Á eyjunni Madagaskar er útbreiddasta málið svokallað malagasy og tilheyrir það ástrónesíku málaættinni, en mál af þeirri ætt eru töluð víða í heiminum, allt frá Madagaskar í vestri til Páskaeyja í austri. Afríkanska, sem er útbreitt í syðsta hluta Afríku og ásamt ensku opinbert tungumál í Suður-Afríku, er hollenskt að uppruna. Evrópsk tungumál eru opinber mál í mörgum Afríkuríkjum og eru það leifar frá nýlendutímanum. Önnur arfleifð nýlendutímans eru hin mörgu blendingsmál (kreólamál, pidginmál) sem töluð eru í álfunni.

Hér hefur lítið verið talað um einstök tungumál í Afríku, enda ekki hægt í miðli eins og Vísindavefnum að telja upp og fjalla um öll þau 2000 mál sem þar eru töluð. Þeim sem hafa áhuga á tilteknum málum eða vilja vita hvaða mál eru töluð í tilteknu landi, er bent á að nota heimildirnar hér fyrir neðan til að leiða sig áfram að einstökum tungumálum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um tungumál, til dæmis:

Heimildir og kort:

...