Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?

Emelía Eiríksdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið?

Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið, sem einnig inniheldur ýmis önnur efni, köllum við svita og er hann lyktarlaus þegar honum er seytt. Örverur á húðinni taka strax til við að brjóta efnin í svitanum niður í önnur efni sem sum hver lykta illa að okkar mati. Þessi illa lyktandi efni eru uppspretta svitalyktar en hún er einkum bundin við handarkrika og nára.

Sviti inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni. Efnin eru lyktarlaus í fyrstu en örverur á húðinni sundra þeim fljótlega eftir að þeim hefur verið seytt. Þá myndast efni sem lykta illa og þau eru ástæðan fyrir svitalykt.

Fólk notar gjarnan svitalyktareyði til þess að draga úr lyktinni. Svitalyktareyðar eru aðallega tvenns konar:
  1. Svitalyktareyðir sem veitir svitavörn (e. antiperspirant). Þessi svitalyktareyðir lokar svitakirtlum húðarinnar og hindrar svitamyndun. Ef enginn sviti myndast getur ekki myndast svitalykt.
  2. Svitalyktareyðir (e. deodorant) sem hindrar að örverur líkamans geti umbreytt efnum svitans í önnur illa lyktandi efni.

Algeng virk efni í svitalyktareyði sem valda svitavörn eru álklóríð (e. aluminium chloride), álklórhýdrat (e. aluminium chlorohydrate) og álsirkónín-efni. Álsöltin hafa tvíþætta virkni. Þau mynda geltappa í rásum svitakirtlanna og teppa þannig svitann á leið sinni út úr líkamanum. Einnig valda þau því að svitaholurnar dragast saman og við það berst minni sviti til yfirborðs líkamans.

Virku efnin í svitalyktareyði sem hafa hamlandi áhrif á örverur líkamans geta verið alkóhól (hefur örverueyðandi áhrif og þurrkar húðina), natrínsterat (e. natrium stearate), salt (NaCl), sterýlalkóhól (e. stearyl alcoho), tríklósan (e. triclosan, hamlar vexti örvera) og efnasambandið EDTA.

Svitalyktareyða er oft hægt að fá með ilmi sem fela svitalykt ef hún myndast í litlu magni.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.6.2023

Spyrjandi

Edda Andrésdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2023. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72885.

Emelía Eiríksdóttir. (2023, 22. júní). Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72885

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2023. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72885>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið?

Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið, sem einnig inniheldur ýmis önnur efni, köllum við svita og er hann lyktarlaus þegar honum er seytt. Örverur á húðinni taka strax til við að brjóta efnin í svitanum niður í önnur efni sem sum hver lykta illa að okkar mati. Þessi illa lyktandi efni eru uppspretta svitalyktar en hún er einkum bundin við handarkrika og nára.

Sviti inniheldur vatn, sölt og úrgangsefni. Efnin eru lyktarlaus í fyrstu en örverur á húðinni sundra þeim fljótlega eftir að þeim hefur verið seytt. Þá myndast efni sem lykta illa og þau eru ástæðan fyrir svitalykt.

Fólk notar gjarnan svitalyktareyði til þess að draga úr lyktinni. Svitalyktareyðar eru aðallega tvenns konar:
  1. Svitalyktareyðir sem veitir svitavörn (e. antiperspirant). Þessi svitalyktareyðir lokar svitakirtlum húðarinnar og hindrar svitamyndun. Ef enginn sviti myndast getur ekki myndast svitalykt.
  2. Svitalyktareyðir (e. deodorant) sem hindrar að örverur líkamans geti umbreytt efnum svitans í önnur illa lyktandi efni.

Algeng virk efni í svitalyktareyði sem valda svitavörn eru álklóríð (e. aluminium chloride), álklórhýdrat (e. aluminium chlorohydrate) og álsirkónín-efni. Álsöltin hafa tvíþætta virkni. Þau mynda geltappa í rásum svitakirtlanna og teppa þannig svitann á leið sinni út úr líkamanum. Einnig valda þau því að svitaholurnar dragast saman og við það berst minni sviti til yfirborðs líkamans.

Virku efnin í svitalyktareyði sem hafa hamlandi áhrif á örverur líkamans geta verið alkóhól (hefur örverueyðandi áhrif og þurrkar húðina), natrínsterat (e. natrium stearate), salt (NaCl), sterýlalkóhól (e. stearyl alcoho), tríklósan (e. triclosan, hamlar vexti örvera) og efnasambandið EDTA.

Svitalyktareyða er oft hægt að fá með ilmi sem fela svitalykt ef hún myndast í litlu magni.

Heimildir og myndir:...