Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

MBS

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða lafandi, en lafandi eyrnasneplar stjórnast af ríkjandi geni. Þetta þýðir að áfastir eyrnasneplar eru víkjandi svipgerð. Nánar má lesa um ríkjandi og víkjandi gen í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni: Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Eyrnasneplar eru eini hluti ytra eyrans sem inniheldur ekkert brjósk. Ekki er vitað með vissu hver tilgangur þeirra hefur upphaflega verið, en þó er talið að þeir geti verið leifar frá þeim tíma þegar forfeður manna voru með hreyfanlegri eyru. Ytra eyrað gegnir þó enn mikilvægu hlutverki við hljóðskynjun hjá manninum en það virkar nokkurn veginn eins og trekt sem fangar hljóðbylgjur og beinir þeim inn í eyrnagöngin.

Hér sést kona meða afar langa eyrnasnepla. Þetta þykir mjög fallegt hjá þjóðflokki þessarar konu sem býr við Baram-fljót á eyjunni Borneó í Suðaustur- Asíu.

Meðalstærð eyrnasnepla er í kringum 2 cm en þess ber að geta að eyrnasneplar lengjast örlítið með aldri. Það hefur hins vegar tíðkast frá fornri tíð og í mörgum ólíkum menningarsamfélögum að hengja á þá skrautmuni eða jafnvel festa í þá skraut varanlega.

Í sumum menningarsamfélögum þykir mikil prýði að vera með mjög langa eyrnasnepla og þungir hlutir hafa verið festir í sneplana til að teygja á þeim. Hjá öðrum hefur þótt fallegt að festa stóra hola málmhringi inn í eyrnasneplana og gera þannig afar stór göt í þá. Um allan heim er svo algengt að konur og karlar geri lítil göt í sneplana sem þau festa í þar til gerða eyrnalokka.

Langir eyrnasneplar með stóru gati hafa þótt fallegir hjá ýmsum þjóðflokkum. Þessir eyrnasneplar þykja glæsilegir meðal Bantu þjóðflokksins í Kenýa.

Siðir sem þessir gætu í gegnum árþúsundin hafa stuðlað að þeirri þróun að við erum enn með eyrnasnepla þrátt fyrir að þeir virðast við fyrstu sýn ekki þjóna neinu líffræðilegu hlutverki. Þeir geta hins vegar haft samfélagslega þýðingu, meðal annars sem heppilegt sæti fyrir skraut og það getur aftur til dæmis haft áhrif á makaval.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

2.4.2008

Síðast uppfært

15.6.2018

Spyrjandi

Hildur Helga Jónsdóttir

Tilvísun

MBS. „Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7299.

MBS. (2008, 2. apríl). Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7299

MBS. „Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7299>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?
Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða lafandi, en lafandi eyrnasneplar stjórnast af ríkjandi geni. Þetta þýðir að áfastir eyrnasneplar eru víkjandi svipgerð. Nánar má lesa um ríkjandi og víkjandi gen í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni: Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen?

Eyrnasneplar eru eini hluti ytra eyrans sem inniheldur ekkert brjósk. Ekki er vitað með vissu hver tilgangur þeirra hefur upphaflega verið, en þó er talið að þeir geti verið leifar frá þeim tíma þegar forfeður manna voru með hreyfanlegri eyru. Ytra eyrað gegnir þó enn mikilvægu hlutverki við hljóðskynjun hjá manninum en það virkar nokkurn veginn eins og trekt sem fangar hljóðbylgjur og beinir þeim inn í eyrnagöngin.

Hér sést kona meða afar langa eyrnasnepla. Þetta þykir mjög fallegt hjá þjóðflokki þessarar konu sem býr við Baram-fljót á eyjunni Borneó í Suðaustur- Asíu.

Meðalstærð eyrnasnepla er í kringum 2 cm en þess ber að geta að eyrnasneplar lengjast örlítið með aldri. Það hefur hins vegar tíðkast frá fornri tíð og í mörgum ólíkum menningarsamfélögum að hengja á þá skrautmuni eða jafnvel festa í þá skraut varanlega.

Í sumum menningarsamfélögum þykir mikil prýði að vera með mjög langa eyrnasnepla og þungir hlutir hafa verið festir í sneplana til að teygja á þeim. Hjá öðrum hefur þótt fallegt að festa stóra hola málmhringi inn í eyrnasneplana og gera þannig afar stór göt í þá. Um allan heim er svo algengt að konur og karlar geri lítil göt í sneplana sem þau festa í þar til gerða eyrnalokka.

Langir eyrnasneplar með stóru gati hafa þótt fallegir hjá ýmsum þjóðflokkum. Þessir eyrnasneplar þykja glæsilegir meðal Bantu þjóðflokksins í Kenýa.

Siðir sem þessir gætu í gegnum árþúsundin hafa stuðlað að þeirri þróun að við erum enn með eyrnasnepla þrátt fyrir að þeir virðast við fyrstu sýn ekki þjóna neinu líffræðilegu hlutverki. Þeir geta hins vegar haft samfélagslega þýðingu, meðal annars sem heppilegt sæti fyrir skraut og það getur aftur til dæmis haft áhrif á makaval.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....