
Forsenda slíkra stofnana er meðal annars sú að menn átti sig á því að það sé hagkvæmt að halda þekkingu til haga. Ef við viljum grennslast fyrir um rætur skóla í þeirri merkingu, er hægt að fara ansi langt aftur í tímann. Til dæmis mætti segja að þegar mennirnir lærðu að fara með eld og nota hann, hafi verið gagnlegt að sú þekking glataðist ekki með hverri nýrri kynslóð. Þekkingu af þessu tagi var ekki miðlað með skólahaldi eins og við þekkjum það, en flestir sjá í hendi sér að þarna er sambærilegur hlutur á ferðinni. Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær uppgötvuðu mennirnir eldinn? eftir Harald Ólafsson
- Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum? eftir Hjalta Hugason
- Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1990.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.