Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?

Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggull skammrifi ‘galli fylgir kostum, ókostur er á einhverju’. Í fyrra sambandinu merkir böggull ‘byrði, ábaggi’.

Orðasambandið á rætur að rekja til slátrunar sauðfjár. Efsti hluti bógsins, sem einnig er nefndur böggull eða bægill, gat fylgt skammrifjunum ef illa var slátrað.

Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að böggull fylgi skammrifi er úr bókinni Safn af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson safnaði til úr málsháttasöfnum frá 18. öld. Bókin kom út í Kaupmannahöfn 1830:

Bögull fylgir hvörju skammrifi.

Orðasambandið á rætur að rekja til slátrunar sauðfjár. Efsti hluti bógsins, sem einnig er nefndur böggull eða bægill, gat fylgt skammrifjunum ef illa var slátrað.

Heimild:
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin og endurskoðuð. Almenna bókafélagið, Reykjavík.

Mynd:

Útgáfudagur

24.2.2017

Spyrjandi

Pálína Benjamínsdóttir, Guðmundur Guðjónsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2017. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=73169.

Guðrún Kvaran. (2017, 24. febrúar). Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73169

Guðrún Kvaran. „Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2017. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73169>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.