Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?

ÍDÞ

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á?

Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að lenda geimfari á þeim.

Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að lenda geimfari á þeim.

Þrátt fyrir að ekki sé hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnunum, er þar með ekki sagt að við gætum hreinlega flogið í gegnum reikistjörnurnar. Geimfar sem myndi nálgast reikistjörnurnar og hreinlega fljúga inn í þær myndi verða fyrir sífellt meiri þrýsting eftir því sem neðar drægi. Þrýstingur sem hvorki menn né geimför myndu þola.

Gasið, eða lofttegundirnar, yrðu smám saman þéttari og þéttari þar til þær líkjast fremur vökva en gasi. Að lokum er talið að komið yrði niður á nokkurs konar fast efni. Ekki er vitað með vissu hvernig það efni hagar sér en miðað við þá merkingu sem við leggjum í orðin fast yfirborð er ekki um slíkt að ræða.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.3.2017

Spyrjandi

Ólafur Sverrir Stephensen

Tilvísun

ÍDÞ. „Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2017, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73188.

ÍDÞ. (2017, 9. mars). Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73188

ÍDÞ. „Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2017. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73188>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Væri hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnum sólkerfisins? Er einhver fasti til þess að lenda á?

Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru fjórar talsins: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru allar gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að lenda geimfari á þeim.

Ytri reikistjörnur sólkerfisins eru gasrisar og hafa ekkert fast yfirborð. Þess vegna er ekki hægt að lenda geimfari á þeim.

Þrátt fyrir að ekki sé hægt að lenda geimfari á ytri reikistjörnunum, er þar með ekki sagt að við gætum hreinlega flogið í gegnum reikistjörnurnar. Geimfar sem myndi nálgast reikistjörnurnar og hreinlega fljúga inn í þær myndi verða fyrir sífellt meiri þrýsting eftir því sem neðar drægi. Þrýstingur sem hvorki menn né geimför myndu þola.

Gasið, eða lofttegundirnar, yrðu smám saman þéttari og þéttari þar til þær líkjast fremur vökva en gasi. Að lokum er talið að komið yrði niður á nokkurs konar fast efni. Ekki er vitað með vissu hvernig það efni hagar sér en miðað við þá merkingu sem við leggjum í orðin fast yfirborð er ekki um slíkt að ræða.

Heimildir:

Mynd:

...