Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvert er farið fram í rauðan dauðann?

Guðrún Kvaran

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:
Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf?

Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bók eftir Arngrím Jónsson lærða sem gefin var út á Hólum 1618:

draga þig so wr Drottins Verndar skiole / og j raudan Daudan.

Hugsanleg skýring á orðasambandinu fram í rauðan dauðann er að dauðinn vísi til sólarlags og sólarlagið sé rautt

Í ritinu Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:135) eru nefndar tvær hugsanlegar skýringar. Önnur er sú að dauðinn vísi til blóðugra átaka og að rauður hafi hér áherslumerkingu. Hin er sú að dauðinn vísi til sólarlags og sólarlagið sé rautt. Báðar skýringarnar tel ég að komi vel til greina. Blóðugum átökum fylgir oft dauði og rautt sólarlagið getur minnt á blóð sem fylgir slysförum og dauða. Eiginlega merkingin er þá yfirfærð yfir á þann sem gefst ekki upp og stendur á meðan stætt er.

Heimild:
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa. Mál og mennig, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.5.2017

Spyrjandi

Rut Bjarnadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvert er farið fram í rauðan dauðann?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2017. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73192.

Guðrún Kvaran. (2017, 31. maí). Hvert er farið fram í rauðan dauðann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73192

Guðrún Kvaran. „Hvert er farið fram í rauðan dauðann?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2017. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er farið fram í rauðan dauðann?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf?

Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bók eftir Arngrím Jónsson lærða sem gefin var út á Hólum 1618:

draga þig so wr Drottins Verndar skiole / og j raudan Daudan.

Hugsanleg skýring á orðasambandinu fram í rauðan dauðann er að dauðinn vísi til sólarlags og sólarlagið sé rautt

Í ritinu Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:135) eru nefndar tvær hugsanlegar skýringar. Önnur er sú að dauðinn vísi til blóðugra átaka og að rauður hafi hér áherslumerkingu. Hin er sú að dauðinn vísi til sólarlags og sólarlagið sé rautt. Báðar skýringarnar tel ég að komi vel til greina. Blóðugum átökum fylgir oft dauði og rautt sólarlagið getur minnt á blóð sem fylgir slysförum og dauða. Eiginlega merkingin er þá yfirfærð yfir á þann sem gefst ekki upp og stendur á meðan stætt er.

Heimild:
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa. Mál og mennig, Reykjavík.

Mynd:

...