Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?

EDS

Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum.

Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ljóss og lífs, og Ósírisar sem var guð mána og dauða. Í grískri goðafræði gat Hekata, gyðja undirheimanna, breytt sér í kött. Hún var einnig gyðja nornanna. Kettir fylgdu Hekötu á næturferðum hennar og þannig varð kötturinn því snemma tengdur göldrum og öðrum myrkraverkum. Á miðöldum urðu svartir kettir einkennisdýr norna og áttu þær meðal annars að geta brugðið sér í kattarlíki. Svartur köttur gat því allt eins verið norn.

Kettir hafa ýmist verið taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum.

Um þá þjóðtrú að það viti á slæmt ef svartur köttur hleypur í veg fyrir fólk segir Símon Jón í áðurnefndu svari:
Segja má að einn af grunnþáttum hjátrúar sé að viðhalda ákveðnu jafnvægi í hinu daglega lífi. Allt sem truflar eða gengur þvert á það sem er talið venjulegt eða eðlilegt boðar illt en getur þó í sumum tilfellum verið fyrirboði góðra tíðinda. Svartur köttur sem skyndilega hleypur þvert á leið manna truflar ákveðið jafnvægi, gengur þvert á fyrirfram ákveðna leið og er þess vegna í flestum tilfellum talinn ills viti.

Ótrúin á svarta ketti á sér rætur í hefðbundnum viðhorfum til kattarins; um aldir var hann annars vegar talinn heilagt dýr og hins vegar djöfulleg skepna. Vegna hins nána sambands kattarins við nornir og önnur myrkraöfl hefur neikvætt viðhorf til svartra katta sennilega orðið jafn afgerandi og raun ber vitni.

Mynd: Black cat á Wikipedia. Sótt 4. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Síðast uppfært

25.6.2018

Spyrjandi

Anna Kristrún Sigurðardóttir, 1996

Tilvísun

EDS. „Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7324.

EDS. (2008, 4. apríl). Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7324

EDS. „Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7324>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá?
Kettir tengjast trúarbrögðum og þjóðtrú á ýmsan hátt eins og fjallað er um í svari Símonar Jóns Jóhannssonar við spurningunni Af hverju hræðast menn að svartur köttur gangi í veg fyrir þá? Ýmist voru þeir taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum.

Hjá Fornegyptum var kötturinn sagður afkvæmi Ísisar, gyðju ljóss og lífs, og Ósírisar sem var guð mána og dauða. Í grískri goðafræði gat Hekata, gyðja undirheimanna, breytt sér í kött. Hún var einnig gyðja nornanna. Kettir fylgdu Hekötu á næturferðum hennar og þannig varð kötturinn því snemma tengdur göldrum og öðrum myrkraverkum. Á miðöldum urðu svartir kettir einkennisdýr norna og áttu þær meðal annars að geta brugðið sér í kattarlíki. Svartur köttur gat því allt eins verið norn.

Kettir hafa ýmist verið taldir heilagar verur eða tengdir illum öflum.

Um þá þjóðtrú að það viti á slæmt ef svartur köttur hleypur í veg fyrir fólk segir Símon Jón í áðurnefndu svari:
Segja má að einn af grunnþáttum hjátrúar sé að viðhalda ákveðnu jafnvægi í hinu daglega lífi. Allt sem truflar eða gengur þvert á það sem er talið venjulegt eða eðlilegt boðar illt en getur þó í sumum tilfellum verið fyrirboði góðra tíðinda. Svartur köttur sem skyndilega hleypur þvert á leið manna truflar ákveðið jafnvægi, gengur þvert á fyrirfram ákveðna leið og er þess vegna í flestum tilfellum talinn ills viti.

Ótrúin á svarta ketti á sér rætur í hefðbundnum viðhorfum til kattarins; um aldir var hann annars vegar talinn heilagt dýr og hins vegar djöfulleg skepna. Vegna hins nána sambands kattarins við nornir og önnur myrkraöfl hefur neikvætt viðhorf til svartra katta sennilega orðið jafn afgerandi og raun ber vitni.

Mynd: Black cat á Wikipedia. Sótt 4. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....