Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 23:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 26:56 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 19:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 23:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 26:56 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 19:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju heitir skyr skyr?

Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk eða undanrennu sem hefur verið flóuð og hleypt með sérstökum gerlum og hleypi sem hvata (Íslensk orðabók, 2002:1368).

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:880) Ásgeirs Blöndal Magnússonar er orðið til í færeysku skyr, í gamalli dönsku skyr, nýnorsku skyr ‘staðið mjólkurþykkni, súrmjólk’, jósku skørmelk ‘súrmjólk’ og í sænskum mállýskum skyr, skjör ‘þunn súrmjólk’. Það virðist því samnorrænt.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.5.2025

Spyrjandi

Fjölnir Gíslason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2025, sótt 13. júní 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=73278.

Guðrún Kvaran. (2025, 19. maí). Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73278

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2025. Vefsíða. 13. jún. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73278>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast skyr þessu nafni og hversu gamalt er orðið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju heitir skyr skyr?

Orðið skyr þekkist þegar í fornu máli um sérstakan mjólkurmat. Það virðist hafa verið þunnt og drykkjarhæft og segir frá því á fleiri en einum stað í Íslendingasögum að menn hafi sopið skyr við þorsta. Nú þekkjum við helst skyr búið til úr mjólk eða undanrennu sem hefur verið flóuð og hleypt með sérstökum gerlum og hleypi sem hvata (Íslensk orðabók, 2002:1368).

Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:880) Ásgeirs Blöndal Magnússonar er orðið til í færeysku skyr, í gamalli dönsku skyr, nýnorsku skyr ‘staðið mjólkurþykkni, súrmjólk’, jósku skørmelk ‘súrmjólk’ og í sænskum mállýskum skyr, skjör ‘þunn súrmjólk’. Það virðist því samnorrænt.

Heimildir og mynd:...