Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir

An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur.

Saladín var fæddur árið 1137 eða 1138 í borginni Tíkrit. Hann var af kúrdískum uppruna og fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Sýrlands þar sem faðir hans var gerður að virkisstjóra í Baalbek. Saladín ólst að mestu upp í Damaskus. Ungur að árum hóf hann hermennskuferil undir leiðsögn frænda síns Shirkuh en Shirkuh þjónaði sjálfur emírnum Nur al-Din. Í þjónustu emírsins fór Shirkuh fyrir herliði til Egyptalands og fylgi Saladín frænda sínum þangað. Herlið Shirkuh átti að hjálpa Fatimid-ættinni gegn krossförum sem hugðust taka völdin í sínar hendur.

Árið 1169 tók Saladín við stjórn herliðsins eftir lát frænda síns. Stuttu seinna varð hann ráðgjafi sjíta kalífans al-Adid sem var höfuð Fatimid-ættarinnar. Þykir þetta merkilegt í ljósi þess að Saladín var sjálfur súnníti. Saladín festi sig í sessi í Egyptalandi og hóf herför gegn krossförum. Herförin byrjaði með umsátri um borgina Darum og innrás á Gaza. Saladín hrakti Fatimid-ættina frá völdum árið 1171 og boðaði afturhvarf til trú súnníta.

Kalífinn í Bagdad lýsti Saladín soldán af Sýrlandi og Egyptalandi árið 1174. Talið er að myndin sé af Saladín um 1185.

Á þessum tíma hafði kvarnast úr vinskap hans við Nur al-Din. Ástæðan var sú að þrátt fyrir að vera enn undirmaður Nur al-Din sendi Saladín honum ekki umbeðna peninga, hermenn eða vistir. Dauði Nur al-Din árið 1174 kom þó í veg fyrir stríð þeirra á milli. Í kjölfar dauða Nur al-Din hélt Saladín með her sinn til Damaskus og tók völdin í Sýrlandi. Kalífinn í Bagdad lýsti Saladín soldán af Sýrlandi og Egyptalandi það sama ár.

Næstu tólf árin vann Saladín að því að tryggja völd sín gagnvart hinum ýmsu uppreisnarborgum og má þar helstar nefna Aleppó og Mósúl. Árið 1187 réðst Saladín inn í Palestínu og þar vann hann einn af sínum stærstu sigrum í orrustunni við Hattin. Þar sigraði hann stóran her krossfara sem leiddir voru af Guy de Lusignan, konungi af Jerúsalem, og Raymond III. af Trípólí. Hann tók Guy konung og Reginald de Chatillon til fanga og tók sjálfur þann síðarnefna af lífi. Saladín lét taka yfir tvö hundruð spítala- og musterisriddara af lífi og lét marga krossfara einungis lausa gegn lausnargjaldi. Þeir sem ekki voru teknir af lífi eða lausnargjald greitt fyrir voru seldir í þrældóm.

Sigur þessi lagði grunninn að endurheimt múslima á Jerúsalem og öðrum borgum frá krossförum. Þegar Saladín tók Jerúsalem leyfði hann þeim kristnu að kaupa sér frelsi en að lokum var öllum kristnum gefið frelsi, óháð því hvort þeir gátu keypt það eður ei, að skipun Saladíns. Saladín tók því borgina á mun friðsælli hátt en kristnir krossfarar höfðu gert um það bil einni öld fyrr en þá voru tugir múslima drepnir innan veggja Jerúsalem.

Árið 1187 réðst Saladín inn í Palestínu og þar vann hann einn af sínum stærstu sigrum í orrustunni við Hattin. Hér má sjá Saladín og hinn sigraða konung af Jerúsalem, Guy de Lusignan.

Fall Jerúsalem varð til þess að herboð fór um alla Evrópu og þriðju krossförinni var hrint af stað árið 1187. Hún er gjarnan kölluð Konungakrossferðin því þeir sem leiddu hana voru Hinrik II. Englandskonungur og Filippus II. Frakklandskonungur. Markmið krossferðarinnar var að leiða saman her til Landsins helga og ná aftur þeim löndum sem Saladín og hans menn höfðu lagt undir sig. Þegar Hinrik II. Englandskonungur lét lífið árið 1189 tók sonur hans Ríkharður við, betur þekktur sem Ríkharður ljónshjarta. Ríkharður ljónshjarta bjó yfir miklum hernaðarlegum hæfileikum og átti eftir að vekja aðdáun Saladíns.

Árið 1189 kom sameinaður her krossfaranna að botni Miðjarðarhafs tilbúnir til orrustu. Ríkharður vann margar orrustur gegn Saladín og skaðaði í leiðinni orðspor hans. Enginn orrusta vannst þó með svo afgerandi hætti að hann næði að brjóta Saladín á bak aftur. Mikilvægasta og mest afgerandi orrustan sem Ríkharður vann var við hina fornu borg Arsuf í september árið 1191. Af um 20.000 manna liði sínu missti Saladín um 7.000 menn og þurfti að hörfa til Jerúsalem. Með þessu var borgin Jaffa á valdi Ríkharðs en umráð yfir henni var nauðsynleg forsenda þess að geta náð Jerúsalem. Þó náði Saladín aftur yfirhöndinni í Jaffa í stutta stund áður en Ríkharður tók hana til baka.

Endalok þriðju krossferðarinnar urðu árið 1192 þegar Saladín og Ríkharður ljónshjarta skrifuðu undir samning þess efnis að Jerúsalem yrði undir eftirliti múslima. Kristnum pílagrímum var leyft að heimsækja borgina væru þeir óvopnaðir. Ríkharður ljónshjarta sneri aftur til Englands án þess að hafa náð lokamarkmiði sínu, það er að ná undir sig Landinu helga. Ríkharður ljónshjarta og Saladín hittust þó aldrei en sagan segir að þeir hafi engu að síður borið mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Saladín naut alla tíð mikillar virðingar vegna góðmennsku sinnar og var hann gjarnar kallaður á ensku the great protector sem mætti þýða sem hinn mikli verndari.

Stytta af Saladín á egypska stríðsminjasafninu í Kaíró.

Saladín lést í Damaskus 4. mars árið 1193, þá 55 ára gamall en veikindi höfðu hrjáð hann. Eftir sigur hans í Jerúsalem var borgin ávallt í höndum múslima allt fram á 19. öld en þá tóku Bretar við völdum. Saladín stóð eftir auðæfalaus eftir að hafa gefið bróðurpart fjármuna sinna til fátækra og það sem hann átti eftir dugði ekki fyrir greftruninni. Hann var jarðsettur í garði fyrir utan Umayyad-moskuna í Damaskus.

Sjö öldum síðar gaf keisarinn í Þýskalandi Damaskus nýja líkkistu (e. sarcophagus). Staðurinn er opinn fyrir ferðamönnum. Saladín er í hávegum hafður í ríkjum múslima í dag. Árásargjarnir leiðtogar múslima minnast hans gjarnan og lét Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, til dæmis mála margar myndir af sér í líki Saladíns.

Heimildir:
  • Berndl, Klaus, Markus Hattstein, Arthur Knebel, Hermann-Josef Udelhoven, Ayyubídar og Mamelúkar, Saga Mannsins, ritstjóri Illugi Jökulsson, Skuggi-forlag, Reykjavík 2008.
  • Davenport, John. 2003. “Ancient World Leaders: Saladin.” Chelsea House Publishers.
  • Saladin - Facts & Summary - History.com. (Skoðað 23.01.2017).

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

Höfundar

Andri Már Hermannsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Arnþór Daði Guðmundsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Bjarki Kolbeinsson

BA-nemi í stjórnmálafræði

Ólöf Rún Gunnarsdóttir

BA-nemi í stjórnmálafræði

Útgáfudagur

10.2.2017

Spyrjandi

Trausti Tryggvason

Tilvísun

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Saladín?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73305.

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir. (2017, 10. febrúar). Hvað getið þið sagt mér um Saladín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73305

Andri Már Hermannsson, Arnþór Daði Guðmundsson, Bjarki Kolbeinsson og Ólöf Rún Gunnarsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Saladín?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73305>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?
An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur.

Saladín var fæddur árið 1137 eða 1138 í borginni Tíkrit. Hann var af kúrdískum uppruna og fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Sýrlands þar sem faðir hans var gerður að virkisstjóra í Baalbek. Saladín ólst að mestu upp í Damaskus. Ungur að árum hóf hann hermennskuferil undir leiðsögn frænda síns Shirkuh en Shirkuh þjónaði sjálfur emírnum Nur al-Din. Í þjónustu emírsins fór Shirkuh fyrir herliði til Egyptalands og fylgi Saladín frænda sínum þangað. Herlið Shirkuh átti að hjálpa Fatimid-ættinni gegn krossförum sem hugðust taka völdin í sínar hendur.

Árið 1169 tók Saladín við stjórn herliðsins eftir lát frænda síns. Stuttu seinna varð hann ráðgjafi sjíta kalífans al-Adid sem var höfuð Fatimid-ættarinnar. Þykir þetta merkilegt í ljósi þess að Saladín var sjálfur súnníti. Saladín festi sig í sessi í Egyptalandi og hóf herför gegn krossförum. Herförin byrjaði með umsátri um borgina Darum og innrás á Gaza. Saladín hrakti Fatimid-ættina frá völdum árið 1171 og boðaði afturhvarf til trú súnníta.

Kalífinn í Bagdad lýsti Saladín soldán af Sýrlandi og Egyptalandi árið 1174. Talið er að myndin sé af Saladín um 1185.

Á þessum tíma hafði kvarnast úr vinskap hans við Nur al-Din. Ástæðan var sú að þrátt fyrir að vera enn undirmaður Nur al-Din sendi Saladín honum ekki umbeðna peninga, hermenn eða vistir. Dauði Nur al-Din árið 1174 kom þó í veg fyrir stríð þeirra á milli. Í kjölfar dauða Nur al-Din hélt Saladín með her sinn til Damaskus og tók völdin í Sýrlandi. Kalífinn í Bagdad lýsti Saladín soldán af Sýrlandi og Egyptalandi það sama ár.

Næstu tólf árin vann Saladín að því að tryggja völd sín gagnvart hinum ýmsu uppreisnarborgum og má þar helstar nefna Aleppó og Mósúl. Árið 1187 réðst Saladín inn í Palestínu og þar vann hann einn af sínum stærstu sigrum í orrustunni við Hattin. Þar sigraði hann stóran her krossfara sem leiddir voru af Guy de Lusignan, konungi af Jerúsalem, og Raymond III. af Trípólí. Hann tók Guy konung og Reginald de Chatillon til fanga og tók sjálfur þann síðarnefna af lífi. Saladín lét taka yfir tvö hundruð spítala- og musterisriddara af lífi og lét marga krossfara einungis lausa gegn lausnargjaldi. Þeir sem ekki voru teknir af lífi eða lausnargjald greitt fyrir voru seldir í þrældóm.

Sigur þessi lagði grunninn að endurheimt múslima á Jerúsalem og öðrum borgum frá krossförum. Þegar Saladín tók Jerúsalem leyfði hann þeim kristnu að kaupa sér frelsi en að lokum var öllum kristnum gefið frelsi, óháð því hvort þeir gátu keypt það eður ei, að skipun Saladíns. Saladín tók því borgina á mun friðsælli hátt en kristnir krossfarar höfðu gert um það bil einni öld fyrr en þá voru tugir múslima drepnir innan veggja Jerúsalem.

Árið 1187 réðst Saladín inn í Palestínu og þar vann hann einn af sínum stærstu sigrum í orrustunni við Hattin. Hér má sjá Saladín og hinn sigraða konung af Jerúsalem, Guy de Lusignan.

Fall Jerúsalem varð til þess að herboð fór um alla Evrópu og þriðju krossförinni var hrint af stað árið 1187. Hún er gjarnan kölluð Konungakrossferðin því þeir sem leiddu hana voru Hinrik II. Englandskonungur og Filippus II. Frakklandskonungur. Markmið krossferðarinnar var að leiða saman her til Landsins helga og ná aftur þeim löndum sem Saladín og hans menn höfðu lagt undir sig. Þegar Hinrik II. Englandskonungur lét lífið árið 1189 tók sonur hans Ríkharður við, betur þekktur sem Ríkharður ljónshjarta. Ríkharður ljónshjarta bjó yfir miklum hernaðarlegum hæfileikum og átti eftir að vekja aðdáun Saladíns.

Árið 1189 kom sameinaður her krossfaranna að botni Miðjarðarhafs tilbúnir til orrustu. Ríkharður vann margar orrustur gegn Saladín og skaðaði í leiðinni orðspor hans. Enginn orrusta vannst þó með svo afgerandi hætti að hann næði að brjóta Saladín á bak aftur. Mikilvægasta og mest afgerandi orrustan sem Ríkharður vann var við hina fornu borg Arsuf í september árið 1191. Af um 20.000 manna liði sínu missti Saladín um 7.000 menn og þurfti að hörfa til Jerúsalem. Með þessu var borgin Jaffa á valdi Ríkharðs en umráð yfir henni var nauðsynleg forsenda þess að geta náð Jerúsalem. Þó náði Saladín aftur yfirhöndinni í Jaffa í stutta stund áður en Ríkharður tók hana til baka.

Endalok þriðju krossferðarinnar urðu árið 1192 þegar Saladín og Ríkharður ljónshjarta skrifuðu undir samning þess efnis að Jerúsalem yrði undir eftirliti múslima. Kristnum pílagrímum var leyft að heimsækja borgina væru þeir óvopnaðir. Ríkharður ljónshjarta sneri aftur til Englands án þess að hafa náð lokamarkmiði sínu, það er að ná undir sig Landinu helga. Ríkharður ljónshjarta og Saladín hittust þó aldrei en sagan segir að þeir hafi engu að síður borið mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Saladín naut alla tíð mikillar virðingar vegna góðmennsku sinnar og var hann gjarnar kallaður á ensku the great protector sem mætti þýða sem hinn mikli verndari.

Stytta af Saladín á egypska stríðsminjasafninu í Kaíró.

Saladín lést í Damaskus 4. mars árið 1193, þá 55 ára gamall en veikindi höfðu hrjáð hann. Eftir sigur hans í Jerúsalem var borgin ávallt í höndum múslima allt fram á 19. öld en þá tóku Bretar við völdum. Saladín stóð eftir auðæfalaus eftir að hafa gefið bróðurpart fjármuna sinna til fátækra og það sem hann átti eftir dugði ekki fyrir greftruninni. Hann var jarðsettur í garði fyrir utan Umayyad-moskuna í Damaskus.

Sjö öldum síðar gaf keisarinn í Þýskalandi Damaskus nýja líkkistu (e. sarcophagus). Staðurinn er opinn fyrir ferðamönnum. Saladín er í hávegum hafður í ríkjum múslima í dag. Árásargjarnir leiðtogar múslima minnast hans gjarnan og lét Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, til dæmis mála margar myndir af sér í líki Saladíns.

Heimildir:
  • Berndl, Klaus, Markus Hattstein, Arthur Knebel, Hermann-Josef Udelhoven, Ayyubídar og Mamelúkar, Saga Mannsins, ritstjóri Illugi Jökulsson, Skuggi-forlag, Reykjavík 2008.
  • Davenport, John. 2003. “Ancient World Leaders: Saladin.” Chelsea House Publishers.
  • Saladin - Facts & Summary - History.com. (Skoðað 23.01.2017).

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu MAF101G Saga Miðausturlanda I haustið 2016. Þórir Jónsson Hraundal hafði umsjón með námskeiðinu.

...