Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed.

Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orðið melankólía. Það hefur til dæmis verið þýtt með orðunum 'þunglyndi, geðlægð, fálæti, depurð'. En einnig kæmi til greina að nota orðin 'melankólía, svartagall, svart gall'. Ef ætlunin er að ná sögulegri vísun í þýðingunni væru síðarnefndu orðin heppilegri en þau fyrrnefndu.

Melankólía kemur úr grísku og er samsett. Fyrri hlutinn er hvorugkynsmynd af orðinu mélas sem þýðir 'svartur' og seinni hlutinn merkir 'gall'. Bókstafleg merking orðsins er þess vegna 'svart gall', samanber íslenska orðið svartagall sem þekkist í íslensku frá frá miðri 19. öld en kemur nú sjaldan fyrir.

Trérista úr þýska 18. aldar ritinu Physiognomische Fragmente zur Beförderung der Menschenkenntnis und Menschenliebe. Tréristan sýnir á mynd hvernig ójafnvægi í vessum manna gæti birst í útliti. Neðri myndin til hægri sýnir einstakling sem hefur of mikið af svörtu galli og þjáist af melankólíu.

Skýringar á orðinu er að leita aftur til Forngrikkja. Forngríski læknirinn Hippókrates (um 460 - um 375 f.Kr.), sem kallaður hefur verið faðir læknisfræðinnar, setti fram kenningu um fjóra vessa líkamans. Þeir voru: blóð, slím, gult gall og svart gall. Hann taldi að hægt væri að skýra ýmislegt í lundarfari manna vegna ójafnvægis í hlutfalli vessanna fjögurra. Of mikið svart gall orsakaði til að mynda depurð eða melankólíu.

Forngríski læknirinn Galenos (um 129 - um 216) tók upp vessakenningu Hippókratesar og tengdi hana jarðnesku frumefnunum fjórum, sem nefnast einnig höfuðskepnur á íslensku. Höfuðskepnurnar fjórar eru eldur, loft, vatn og jörð.

Gallið átti að samsvara eldi, svartagall jörðu, blóðið lofti og slímið vatni. Til þess að lækna sjúklinga þurfti fyrst og fremst að koma jafnvægi á vessana fjóra, til dæmis með því að gefa tiltekin lyf eða jurtir eða með blóðtöku. Rit Galenosar voru lesin í læknanámi fram á 19. öld.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.2.2017

Spyrjandi

Helgi Rafn Ingvarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2017. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73339.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2017, 2. febrúar). Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73339

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2017. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73339>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed.

Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orðið melankólía. Það hefur til dæmis verið þýtt með orðunum 'þunglyndi, geðlægð, fálæti, depurð'. En einnig kæmi til greina að nota orðin 'melankólía, svartagall, svart gall'. Ef ætlunin er að ná sögulegri vísun í þýðingunni væru síðarnefndu orðin heppilegri en þau fyrrnefndu.

Melankólía kemur úr grísku og er samsett. Fyrri hlutinn er hvorugkynsmynd af orðinu mélas sem þýðir 'svartur' og seinni hlutinn merkir 'gall'. Bókstafleg merking orðsins er þess vegna 'svart gall', samanber íslenska orðið svartagall sem þekkist í íslensku frá frá miðri 19. öld en kemur nú sjaldan fyrir.

Trérista úr þýska 18. aldar ritinu Physiognomische Fragmente zur Beförderung der Menschenkenntnis und Menschenliebe. Tréristan sýnir á mynd hvernig ójafnvægi í vessum manna gæti birst í útliti. Neðri myndin til hægri sýnir einstakling sem hefur of mikið af svörtu galli og þjáist af melankólíu.

Skýringar á orðinu er að leita aftur til Forngrikkja. Forngríski læknirinn Hippókrates (um 460 - um 375 f.Kr.), sem kallaður hefur verið faðir læknisfræðinnar, setti fram kenningu um fjóra vessa líkamans. Þeir voru: blóð, slím, gult gall og svart gall. Hann taldi að hægt væri að skýra ýmislegt í lundarfari manna vegna ójafnvægis í hlutfalli vessanna fjögurra. Of mikið svart gall orsakaði til að mynda depurð eða melankólíu.

Forngríski læknirinn Galenos (um 129 - um 216) tók upp vessakenningu Hippókratesar og tengdi hana jarðnesku frumefnunum fjórum, sem nefnast einnig höfuðskepnur á íslensku. Höfuðskepnurnar fjórar eru eldur, loft, vatn og jörð.

Gallið átti að samsvara eldi, svartagall jörðu, blóðið lofti og slímið vatni. Til þess að lækna sjúklinga þurfti fyrst og fremst að koma jafnvægi á vessana fjóra, til dæmis með því að gefa tiltekin lyf eða jurtir eða með blóðtöku. Rit Galenosar voru lesin í læknanámi fram á 19. öld.

Mynd:

...