Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má rekja allt til Hippocratesar (um 460 f.Kr. – um 370 f.Kr.). Ef einhver hafði of mikið af svörtu galli í hlutfalli við hina vökvana hafði það áhrif á andlegt ástand hans. Hann fylltist depurð.
Melencolia I eftir Albrecht Dürer (1471–1528) frá árinu 1514. Myndin sýnir persónugervingu melankholíunnar með mælitöng í hendi og einnig sjást önnur tæki sem tengjast rúmfræði sem var ein hinna sjö frjálsu lista. Á tímum endurreisnarinnar var melankhólía bæði tengd við þunglyndi og sköpunargáfu.
Orðið svartagall í merkingunni ‘þunglyndi, bölsýni’ þekkist í íslensku að minnsta kosti frá miðri 19. öld en er nánast ekkert notað nú nema í samsetningunni svartagallsraus. Svartagall hefur sjálfsagt borist hingað úr grannmálum. Í þýsku var til dæmis áður fyrr talað um Schwarze Galle í merkingunni ‘þunglyndi’. Svartagallsraus er þá einhvers konar bölsýnisnöldur og á Orðabók Háskólans elst dæmi um það úr ritum Halldórs Laxness frá miðbiki 20. aldar.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2008, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30104.
Guðrún Kvaran. (2008, 19. maí). Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30104
Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2008. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30104>.