Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru:

  1. Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi.

  2. Fjöldi í hverri kynslóð.

Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulum enn fremur gefa okkur að mannfjöldi hafi verið að meðaltali:

40.000 árin 900-1100

55.000 árin 1100-1300

60.000 árin 1300-1500

55.000 árin 1500-1900

165.000 að meðaltali á 20. öld.

Heildarútkoma þessa dæmis er 1.300.000 einstaklingar eða 3 hundruðum þúsundum fleiri en milljón. En rétt er að endurtaka: tala þessi er ýmsum ágiskunum háð.


Hér á eftir verður fjallað nokkru nánar um ályktanir um mannfjölda fyrr á öldum.

Manntöl og mannfjöldaskráningar eru elstar í heimi öllum frá 17. öld. Allar hugmyndir um mannfjöldann fyrir þann tíma byggjast á misgóðum óbeinum heimildum. Víða um heim eru gamlar skrár um fjölda heimila en þó einkum fjölda skattborgara eða þann fjölda sem hægt var að kalla í herinn, oft langt aftur í aldir. Síðan er reynt að giska á mannfjöldann með því að reikna með tilteknum fjölda á heimili hvers skattborgara eða vopnfærs manns. Þetta má kalla bestu óbeinu heimildirnar um fólksfjölda.

En einnig þessar heimildir geta sýnt ólíkar niðurstöður eftir því hvernig reiknað er. Tökum sem dæmi töluna um tíundarskylda menn á Íslandi árið 1097. Þeir voru þá ef reiknað er í stórum hundruðum 4560. Reikningar á grundvelli þessarar tölu hafa sýnt mannfjölda á bilinu 40.000-80.000!

Allgóðar óbeinar heimildir eru jarðabækur sem oft voru gerðar víða um heim til að fá góða forsendu fyrir skattlagningu. Þær sýna til dæmis hve margar jarðir voru í byggð og stundum sýna þær einnig fjölda búfjár. Við Íslendingar eigum jarðabækur fyrir allt landið frá 17. öld en skrár um einstök byggðalög allt frá miðöldum, mest í tengslum við skráningu á eignum kirkna (máldagar). Með samanburði við jarðabækur síðari tíma má giska á íbúafjölda með einhverju öryggi.

Búskipti eru og nokkuð góð vísbending um velmegun og þar með hugsanlega mannfjölda. Skiptin eftir Guðmund ríka Arason á Reykhólum frá 15. öld hafa varðveist og eru skemmtileg vísbending um mikla hnignun ríkidæmis og jarðargróða frá miðri 15. öld til upphafs 18. aldar.

Þekking á náttúrufari, atvinnuástandi, farsóttum og efnahag eru einnig óbeinar heimildir um mannfjölda og eru hvað mest notaðar. Mannfjöldaágiskanir geta byggst á því að við vitum nokkurn veginn hve mikið land var byggt og hve mikið hver landskiki gaf af sér með tækni þess tíma, enn fremur hve öflugar aðrar atvinnugreinar voru, til dæmis fiskveiðar hérlendis og erlendis og erlendis að auki námugröftur og iðnaður. Við getum með hjálp annarra heimilda, svo sem jarðabóka, sett fram vel rökstuddar ágiskanir um hámark mannfjöldans hverju sinni. Tíðindi um farsóttir og harðæri geta síðan veitt okkur hugmynd um lágmark mannfjöldans hverju sinni.

Manntal var tekið fyrir allt Ísland árið 1703. Íbúar voru þá 50.358, margir mjög fátækir, og samfélagið var í „djúpri efnahagslegri lægð“. Með því að athuga aldursdreifinguna þá má auðveldlega reikna að mannfjöldinn hefur varla getað verið minni en um 55.000 um 1690 og hefur sennilega verið um 60.000 um 1660. Á 18. öldinni fór mannfjöldinn hins vegar aldrei yfir 50.000 manna mörkin og náði þeim ekki fyrr en árið 1824. Þá hófst nokkur fjölgun.

Niðurstöður ágiskana um mannfjöldann á Íslandi fyrir árið 1650 eru mismunandi og byggjast á ólíku mati á nokkrum þáttum: Hve mikil áhrif til fólksfækkunar höfðu rýrnandi landgæði, hve mikil áhrif til fólksfjölgunar hafði efling fiskveiða og utanríkisverslunar um 1400 eða fyrr, hve langvinn voru áhrif alls kyns farsótta. Sá sem þetta ritar leggur nokkra áherslu á áhrif rýrnandi landgæða, mikla áherslu á eflingu fiskveiða og utanríkisverslunar og telur að áhrif farsótta hafi yfirleitt ekki verið langvinn. Tölur hans um mannfjölda byggjast á þessum forsendum.

Varðandi útlönd og fólksfjöldaþróun þar byggir höfundur þessarar greinar fólksfjöldahugmyndir sínar á ýmsum útreikningum erlendra aðila og gerir sér ekki alltaf grein fyrir þeim forsendum sem þessir erlendu spásagnafræðimenn byggja reikninga sína á. Það er þó ljóst að þeir miða mjög útreikninga sína við ástandið í atvinnumálum og við friðaraðstæður í löndunum hverju sinni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Stefán Már Haraldsson

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? “ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=737.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 8. ágúst). Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=737

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? “ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=737>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?
Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru:

  1. Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi.

  2. Fjöldi í hverri kynslóð.

Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulum enn fremur gefa okkur að mannfjöldi hafi verið að meðaltali:

40.000 árin 900-1100

55.000 árin 1100-1300

60.000 árin 1300-1500

55.000 árin 1500-1900

165.000 að meðaltali á 20. öld.

Heildarútkoma þessa dæmis er 1.300.000 einstaklingar eða 3 hundruðum þúsundum fleiri en milljón. En rétt er að endurtaka: tala þessi er ýmsum ágiskunum háð.


Hér á eftir verður fjallað nokkru nánar um ályktanir um mannfjölda fyrr á öldum.

Manntöl og mannfjöldaskráningar eru elstar í heimi öllum frá 17. öld. Allar hugmyndir um mannfjöldann fyrir þann tíma byggjast á misgóðum óbeinum heimildum. Víða um heim eru gamlar skrár um fjölda heimila en þó einkum fjölda skattborgara eða þann fjölda sem hægt var að kalla í herinn, oft langt aftur í aldir. Síðan er reynt að giska á mannfjöldann með því að reikna með tilteknum fjölda á heimili hvers skattborgara eða vopnfærs manns. Þetta má kalla bestu óbeinu heimildirnar um fólksfjölda.

En einnig þessar heimildir geta sýnt ólíkar niðurstöður eftir því hvernig reiknað er. Tökum sem dæmi töluna um tíundarskylda menn á Íslandi árið 1097. Þeir voru þá ef reiknað er í stórum hundruðum 4560. Reikningar á grundvelli þessarar tölu hafa sýnt mannfjölda á bilinu 40.000-80.000!

Allgóðar óbeinar heimildir eru jarðabækur sem oft voru gerðar víða um heim til að fá góða forsendu fyrir skattlagningu. Þær sýna til dæmis hve margar jarðir voru í byggð og stundum sýna þær einnig fjölda búfjár. Við Íslendingar eigum jarðabækur fyrir allt landið frá 17. öld en skrár um einstök byggðalög allt frá miðöldum, mest í tengslum við skráningu á eignum kirkna (máldagar). Með samanburði við jarðabækur síðari tíma má giska á íbúafjölda með einhverju öryggi.

Búskipti eru og nokkuð góð vísbending um velmegun og þar með hugsanlega mannfjölda. Skiptin eftir Guðmund ríka Arason á Reykhólum frá 15. öld hafa varðveist og eru skemmtileg vísbending um mikla hnignun ríkidæmis og jarðargróða frá miðri 15. öld til upphafs 18. aldar.

Þekking á náttúrufari, atvinnuástandi, farsóttum og efnahag eru einnig óbeinar heimildir um mannfjölda og eru hvað mest notaðar. Mannfjöldaágiskanir geta byggst á því að við vitum nokkurn veginn hve mikið land var byggt og hve mikið hver landskiki gaf af sér með tækni þess tíma, enn fremur hve öflugar aðrar atvinnugreinar voru, til dæmis fiskveiðar hérlendis og erlendis og erlendis að auki námugröftur og iðnaður. Við getum með hjálp annarra heimilda, svo sem jarðabóka, sett fram vel rökstuddar ágiskanir um hámark mannfjöldans hverju sinni. Tíðindi um farsóttir og harðæri geta síðan veitt okkur hugmynd um lágmark mannfjöldans hverju sinni.

Manntal var tekið fyrir allt Ísland árið 1703. Íbúar voru þá 50.358, margir mjög fátækir, og samfélagið var í „djúpri efnahagslegri lægð“. Með því að athuga aldursdreifinguna þá má auðveldlega reikna að mannfjöldinn hefur varla getað verið minni en um 55.000 um 1690 og hefur sennilega verið um 60.000 um 1660. Á 18. öldinni fór mannfjöldinn hins vegar aldrei yfir 50.000 manna mörkin og náði þeim ekki fyrr en árið 1824. Þá hófst nokkur fjölgun.

Niðurstöður ágiskana um mannfjöldann á Íslandi fyrir árið 1650 eru mismunandi og byggjast á ólíku mati á nokkrum þáttum: Hve mikil áhrif til fólksfækkunar höfðu rýrnandi landgæði, hve mikil áhrif til fólksfjölgunar hafði efling fiskveiða og utanríkisverslunar um 1400 eða fyrr, hve langvinn voru áhrif alls kyns farsótta. Sá sem þetta ritar leggur nokkra áherslu á áhrif rýrnandi landgæða, mikla áherslu á eflingu fiskveiða og utanríkisverslunar og telur að áhrif farsótta hafi yfirleitt ekki verið langvinn. Tölur hans um mannfjölda byggjast á þessum forsendum.

Varðandi útlönd og fólksfjöldaþróun þar byggir höfundur þessarar greinar fólksfjöldahugmyndir sínar á ýmsum útreikningum erlendra aðila og gerir sér ekki alltaf grein fyrir þeim forsendum sem þessir erlendu spásagnafræðimenn byggja reikninga sína á. Það er þó ljóst að þeir miða mjög útreikninga sína við ástandið í atvinnumálum og við friðaraðstæður í löndunum hverju sinni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...