Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir þessu hjá íþróttafréttamönnum. Hvernig er reglan? Hvað er rétt?

Ritið Handbók um íslensku. Hagnýtur leiðarvísir um íslenskt mál, málnotkun, stafsetningu og ritun, var unnið á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og gefið út 2011. Ritstjóri var Jóhannes Bjarni Sigtryggsson. Um beygingu raðtalna segir þar:

Endi tala á heilum tug er það eini liður tölunnar sem fær raðtöluendingu: 120. (hundrað og tuttugasti), 1530. (eitt þúsund fimm hundruð og þrítugasti), 2070. (tvö þúsund og sjötugasti).

Íþróttafréttamenn að störfum. Myndin tengist að öðru leyti ekki efni svarsins.

Þessi grein byggist á samantekt eftir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor á stofnuninni, undir heitinu „Hvernig á að beygja raðtölur“ sem hann skrifaði í Tungutak. Vettvangur umræðna um málfar (82:2) árið 1995. Það var innanhússrit á Ríkisútvarpinu ætlað fréttamönnum og öðrum starfsmönnum til leiðbeiningar um málfar.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.6.2017

Spyrjandi

Þorsteinn Valgeir Konráðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2017. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73787.

Guðrún Kvaran. (2017, 13. júní). Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73787

Guðrún Kvaran. „Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2017. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73787>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fara íþróttafréttamenn alltaf rétt með raðtölur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Raðtölur. Fyrir mörgum vefst - mér líka - hvernig raðtala er sögð þegar komið er yfir hundrað. Hundraðasti og fyrsti, hundraðasti og nítjándi. En þegar komið er í hundrað og tuttugu, á þá ekki að segja hundrað og tuttugasti; ekki hundraðasti og tuttugasti. Tek sérstaklega eftir þessu hjá íþróttafréttamönnum. Hvernig er reglan? Hvað er rétt?

Ritið Handbók um íslensku. Hagnýtur leiðarvísir um íslenskt mál, málnotkun, stafsetningu og ritun, var unnið á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og gefið út 2011. Ritstjóri var Jóhannes Bjarni Sigtryggsson. Um beygingu raðtalna segir þar:

Endi tala á heilum tug er það eini liður tölunnar sem fær raðtöluendingu: 120. (hundrað og tuttugasti), 1530. (eitt þúsund fimm hundruð og þrítugasti), 2070. (tvö þúsund og sjötugasti).

Íþróttafréttamenn að störfum. Myndin tengist að öðru leyti ekki efni svarsins.

Þessi grein byggist á samantekt eftir Ara Pál Kristinsson, rannsóknarprófessor á stofnuninni, undir heitinu „Hvernig á að beygja raðtölur“ sem hann skrifaði í Tungutak. Vettvangur umræðna um málfar (82:2) árið 1995. Það var innanhússrit á Ríkisútvarpinu ætlað fréttamönnum og öðrum starfsmönnum til leiðbeiningar um málfar.

Mynd:

...