Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Karl Skírnisson

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé algengt á Íslandi. Auk þess verður stuttlega drepið á líffræði og skaðsemi af völdum tegundarinnar.

Nýlegt tilvik í Kópavogi

Árið 2015 keypti íbúi í einbýlishúsi í vesturbæ Kópavogs fimm hænuunga á hænsnabúi í Mosfellsbæ. Þeim var komið fyrir úti í garði í sérsmíðuðu hænsnahúsi með aðliggjandi, afgirtu gerði. Hitalampa var komið fyrir í húsinu. Aðstaðan var hin ákjósanlegasta sem og allur aðbúnaður. Varp gekk vel að sögn eigandans og hænurnar virtust lengst af vera heilbrigðar en síðustu mánuðina fór varpið minnkandi og ein hænan drapst. Skömmu síðar tók eigandinn eftir smávöxnum, ljósleitum örðum sem safnast höfðu saman í miklu magni á tímastilli sem stýrir hita- og ljósanotkun innandyra (Mynd 1). Tók eigandinn ljósmynd af tækinu og birti á lokaða FB-hópnum „Skordýr og nytjadýr á Íslandi“ og varpaði þar fram þeirri spurningu hvort einhver kannaðist við það sem sæist á myndinni.

Mynd 1. Þúsundir mítla sátu á þessum tímarofa sem stjórnaði lýsingu í litlum hænsnakofa í Kópavogi.

Við að stækka myndina upp sást að þar sátu mítlar og var eigandinn hvattur til að koma þeim til rannsóknar að Tilraunastöðinni á Keldum. Gekk það eftir og kom eigandinn þangað með fjalarbút úr húsinu og áðurnefndan tímastilli en á þessum hlutum sátu þúsundir mítla. Að aflokinni smásjárskoðun kom í ljós að þarna voru á ferðinni bæði kyn og hin ýmsu þroskastig rauða hænsnamítilsins Dermanyssus gallinae (Mynd 2). Auk hans voru í sýninu allmargir frítt lifandi, smávaxnir mítlar sem tilheyra hópnum Astigmata. Þeir eru ekki taldir hafa áhrif á heilsufar hænsnanna, lifa gjarnan í fóðri og eru algengir í umhverfi heimilisdýra.

Eldri upplýsingar um tilvist mítilsins

Elstu upplýsingar um fuglamítilinn Dermanyssus avium sem fundist hafa á prenti hérlendis er að finna í dagblaðinu Norðanfara árið 1879. Þar er talað um tegundina sem „maur“ en á síðari árum hafa sérfræðingar komið sér saman um að greina skýrt á milli hinna sexfættu maura (félagsskordýra, Insecta) og mítla (Acari) sem tilheyra áttfætlum, rétt eins og sporðdrekar og köngulær. Mítillinn er í frétt blaðsins sagður hafast við á hænsnum og öðrum alifuglum og vera helmingi stærri en fjárkláðamítillinn Psoroptes ovis sem annars var umfjöllunarefni greinarinnar sem rituð var af Snorra Jónssyni dýralækni (1844-1879). Aftur er minnst á tegundina í blaðinu Ingólfi árið 1904, þá í grein um hænsnarækt og áréttað að innandyra þurfi hænsnahús að vera slétt og laus við glufur eða rifur þar sem „fuglamaur“ og annar vargur geti sest í (Anonymous 1904). Tæpum átta áratugum síðar getur Sigurður H. Richter (1983) um tilvist Dermanyssus gallinae í grein um sjúkdóma í dúfum og nefnir þá sérstaklega að tegundin setjist stundum að í dúfnahúsum. Mítillinn sé tæpur millimetri á lengd og feli sig í húsinu á daginn en sjúgi blóð úr dúfunum á nóttunni.

Á síðari árum hefur mítillinn nokkrum sinnum borist til greiningar að Tilraunastöðinni á Keldum. Í sýnasafni stofnunarinnar eru varðveittir rauðir hænsnamítlar sem safnað var í hænsnahúsi á Reykjum í Mosfellsbæ í júní 1993. Annað sýni er frá apríl 2008 þar sem mítlum var safnað af fuglum í gæludýraverslun í Reykjavík sem flutti inn og seldi skrautfugla og önnur gæludýr. Í þriðja sýninu eru mítlar sem fundust á ketti sem nýkominn var til Íslands frá Englandi árið 2012. Mítlarnir höfðu komið í ljós við hefðbundið eftirlit í einangrunarstöð.

Upplýsingar frá eftirlitsdýralækni

Jarle Reierssen gegndi starfi eftirlitsdýralæknis með alifuglum á Íslandi á árunum 1993 til 2005. Nýlega aðspurður kvað hann Dermanyssus gallinae hafa reglulega komið upp í hænsnum á Íslandi á þessum árum, aðallega í varphænsnum en einnig í stofnfuglum. Ekki var óvanalegt að hænsni dræpust af völdum mítilsins og álitu sumir hænsnaeigendur að mítillinn hefði þau áhrif að varp hænsnanna minnkaði (Jarle Reiersen, óbirtar upplýsingar).

Mynd 2. Kvendýr rauða hænsnamítilsins Dermanyssus gallinae. Mítlarnir lifa á blóði sem þeir sjúga úr fuglunum á nóttunni. Að degi til halda þeir sig í námunda við setstaði hænsnanna.

Núverandi útbreiðsla á Íslandi

Samkvæmt ofansögðu virðist rauði hænsnamítillinn hafa verið hér landlægur um langt árabil og er hann líklegur til að vera til staðar bæði á hænsnabúum og í dúfnakofum landsmanna í dag. Ekki hefur þó verið leitað að honum skipulega enn sem komið er. Tegundin hefur enn ekki fundist á villtum fuglum. Athuganir á meira en 1000 rjúpum (Lagopus muta), ríflega 50 fálkum (Falco rusticolus) og nokkrum tugum annarra villtra fugla hérlendis hafa aldrei leitt þennan mítil í ljós (Karl Skírnisson, óbirtar upplýsingar).

Sjaldgæft er að alifuglaeigendur hafi sent mítilinn til greiningar að Tilraunastöðinni á Keldum. Væntanlega er það vegna þess að þeir þekkja tegundina sjálfir þegar þeir sjá hana með berum augum og vita af reynslunni við hvað er að etja.

Dreifingarleiðir

Sú staðreynd að mítillinn hefur fundist í feldi kattar sem verið var að flytja til landsins erlendis frá staðfestir fjölbreytilegar dreifingarleiðir tegundarinnar. Mítlarnir eru auðvitað líklegastir til að berast milli búa með fuglunum sjálfum en ljóst er að þeir geta einnig borist á milli hænsnahúsa með mönnum, fóðri og ýmsum tækjum eða tólum. Ekki er heldur útilokað að húsdúfur sem sækja í fóður utanhúss, eða gera sig heimakomnar í hænsnakofum, gætu dreift tegundinni. Hvort til dæmis spörfuglar eða máfar sem einnig sækja stundum í hænsnafóður utandyra í görðum gætu borið mítilinn á milli hænsnakofa er óþekkt en svalt loftslag utandyra hérlendis er líklegt til að tálma slíka útbreiðslu. Eins og fram kemur hér að neðan þrífst mítilinn best við hærra hitastig en alla jafna ríkir utandyra hér á landi.

Lífshættir

Rauði hænsnamítillinn lifir ekki að staðaldri á fuglunum heldur býr um sig í húsunum sjálfum, gjarnan í glufum eða í raufum á stöðum þar sem hænurnar sitja. Einnig safnast þeir á slétta fleti eins og járnrimla eða net. Að næturlagi ráðast þeir til atlögu og sjúga blóð. Fer það einkum eftir hitastigi hversu oft það gerist. Kvendýrin geta lifað í 5-8 vikur og verpa dag hvern nokkrum eggjum á dvalarstað sínum. Bestu skilyrðin eru við hita á bilinu 18 til 30°C og 70% raka. Þolmörkin eru þó mjög víð því mítlarnir geta fjölgað sér við hitastig allt frá 5 upp í 45°C (Kutzer 2000, Nordenfors 2000). Mítlarnir lifa það af að svelta í 9 mánuði við 5°C.

Mynd 3. Rauði hænsnamítillinn lifir ekki að staðaldri á fuglunum heldur býr um sig í húsunum sjálfum, gjarnan í glufum eða í raufum á stöðum þar sem hænurnar sitja.

Skaðsemi

Fjölgi mítlunum verða fuglarnir órólegir og hræðslugjarnir. Sé mikið af þeim hætta fuglarnir að vilja fara inn í hænsnahúsin þegar kvöldar því þar bíða þeirra hungraðir mítlar. Varp getur minnkað um allt að 10% og fuglarnir taka að þjást af blóðleysi sem endað getur með skyndidauða. Sérstaklega gerist slíkt hjá ungum fuglum (Kutzer 2000).

Mítlarnir fúlsa ekki við blóði úr spendýrum og geta sogið blóð úr fjöldanum öllum af húsdýrum og gæludýrum, auk mannsins, og orsaka hjá þeim kláða og útbrot (Kutzer 2000).

Framtíðarsýn

Undanfarin ár hefur mikil aukning orðið á því að húseigendur haldi hænur í bakgörðum heimila sinna. Oftast er það án þess að heilbrigðisyfirvöld hafi eftirlit með starfseminni eða dýralæknar séu kallaðir til þegar hænur drepast. Á slíkum stöðum er alltaf hætta á því að óværa eins og rauði hænsnamítillinn nái sér á strik án þess að eigendurnir átti sig á því að slíkt hafi gerst. Sama má til dæmis segja um aðra óværutegund, fótakláðamítilinn Knemidocoptes mutans, sem höfundur staðfesti sem sjúkdómsvald á heimilishænsnum á Íslandi árið 2012. Ekkert er samt vitað um útbreiðslu þessarar tegundar á Íslandi í dag (Karl Skírnisson, óbirtar upplýsingar). Þessi kláðamítill lifir niðri í húðinni á fótum fuglanna og veldur þar smám saman þykknunum sem geta orðið allt að 10 millimetra þykkar hjá gömlum fuglum. Einkenni smitsins eru áberandi því fuglarnir hætta að geta hreyft sig eðlilega. Erlendis eru fleiri mítlategundir þekktar á hænsnfuglum þannig að ef vart verður við óværu á fuglunum er rétt að láta greina orsakavaldinn á Tilraunastöðinni á Keldum.

Með fjölgun hænsnaræktenda, sem oft hafa litla reynslu af sjúkdómum og sjúkdómsvöldum, er viðbúið að sníkjudýr eins og ofangreindar óværutegundir nái að fjölga sér óáreittar. Því er ekki ólíklegt að hér ríki ástand svipað því sem nýlega tókst að sýna fram á í Svíþjóð þar sem rauði hænsnamítillinn var staðfestur á 67% þeirra staða þar sem heimilishænur voru haldnar í litlum hópum í bakgörðum. Á sama tíma fannst mítillinn einungis á 6% búa þar sem hænur voru í netbúrum. Væru hænur í lausagöngu í stórum húsum, svipað og færst hefur í vöxt hér á landi, fannst mítillinn á þriðjungi búanna (Nordenfors 2000).

Mikilvægt er að hænsnaeigendur þekki helstu sníkjudýr og sjúkdómsvalda sem fylgt geta eldi - þekking er lykillinn að velferð fuglanna. Sama á við um dýralækna sem stundum eru kallaðir á vettvang þegar vandamála verður vart. Séu menn ekki vissir um orsakir vanþrifa eða sjúkdóma er rétt að hafa samband við sérfræðinga á Tilraunastöðinni á Keldum en þar er gerð greining á helstu sjúkdómsvöldum í hænsnaeldi. Í framhaldinu, í samvinnu við dýralækni, er svo hægt að bregðast við með lyfjagjöf eða öðrum þeim aðgerðum sem stuðla að sem bestri líðan fuglanna og gætu leyst vandamálið.

Þrif og hreinlæti gegna lykilhlutverki í sjúkdómavörnum. Sé því viðkomið er árangursríkt að hætta eldi tímabundið í hænsnakofum og nota þá tækifærið til að þrífa og sótthreinsa húsakynnin.

Heimildir og myndir:

 • Kutzer, E. 2000. Arthropodenbefall beim Geflügel. Bls.761-774. Í: Rommel, Eckert, Kutzer, Körting og Schnieder (ritstjórar), Veterinärmedicinische Parasitologie. 5. útgáfa. Parey Buchverlag, Berlin.
 • Nordenfors, H. 2000. Epidemiolgoy and Control of the Poultry Mite Dermanyssus gallinae. PhD thesis, Swedish University of Agricultural Sciences, Uppsala.
 • Sigurður H. Richter. 1983. Smitsjúkdómar í dúfum. Dýraverndarinn 69: 3-7.
 • Snorri Jónsson. 1879. Nýr fjárkláði. Norðanfari 18: 36-37.
 • Anonymous. 1904. Hænsnarækt. Ingólfur 2: 128.
 • Mynd 1. LBE.
 • Mynd 2. Karl Skírnisson.
 • Mynd 3. Brooder and nest boxes | Custom-built by the hubby. You can … | Flickr. Höfundur myndar: normanack. Birt undir Creative Commons leyfi. (Sótt 28. 4. 2017).

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

3.5.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2017. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73932.

Karl Skírnisson. (2017, 3. maí). Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73932

Karl Skírnisson. „Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2017. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73932>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé algengt á Íslandi. Auk þess verður stuttlega drepið á líffræði og skaðsemi af völdum tegundarinnar.

Nýlegt tilvik í Kópavogi

Árið 2015 keypti íbúi í einbýlishúsi í vesturbæ Kópavogs fimm hænuunga á hænsnabúi í Mosfellsbæ. Þeim var komið fyrir úti í garði í sérsmíðuðu hænsnahúsi með aðliggjandi, afgirtu gerði. Hitalampa var komið fyrir í húsinu. Aðstaðan var hin ákjósanlegasta sem og allur aðbúnaður. Varp gekk vel að sögn eigandans og hænurnar virtust lengst af vera heilbrigðar en síðustu mánuðina fór varpið minnkandi og ein hænan drapst. Skömmu síðar tók eigandinn eftir smávöxnum, ljósleitum örðum sem safnast höfðu saman í miklu magni á tímastilli sem stýrir hita- og ljósanotkun innandyra (Mynd 1). Tók eigandinn ljósmynd af tækinu og birti á lokaða FB-hópnum „Skordýr og nytjadýr á Íslandi“ og varpaði þar fram þeirri spurningu hvort einhver kannaðist við það sem sæist á myndinni.

Mynd 1. Þúsundir mítla sátu á þessum tímarofa sem stjórnaði lýsingu í litlum hænsnakofa í Kópavogi.

Við að stækka myndina upp sást að þar sátu mítlar og var eigandinn hvattur til að koma þeim til rannsóknar að Tilraunastöðinni á Keldum. Gekk það eftir og kom eigandinn þangað með fjalarbút úr húsinu og áðurnefndan tímastilli en á þessum hlutum sátu þúsundir mítla. Að aflokinni smásjárskoðun kom í ljós að þarna voru á ferðinni bæði kyn og hin ýmsu þroskastig rauða hænsnamítilsins Dermanyssus gallinae (Mynd 2). Auk hans voru í sýninu allmargir frítt lifandi, smávaxnir mítlar sem tilheyra hópnum Astigmata. Þeir eru ekki taldir hafa áhrif á heilsufar hænsnanna, lifa gjarnan í fóðri og eru algengir í umhverfi heimilisdýra.

Eldri upplýsingar um tilvist mítilsins

Elstu upplýsingar um fuglamítilinn Dermanyssus avium sem fundist hafa á prenti hérlendis er að finna í dagblaðinu Norðanfara árið 1879. Þar er talað um tegundina sem „maur“ en á síðari árum hafa sérfræðingar komið sér saman um að greina skýrt á milli hinna sexfættu maura (félagsskordýra, Insecta) og mítla (Acari) sem tilheyra áttfætlum, rétt eins og sporðdrekar og köngulær. Mítillinn er í frétt blaðsins sagður hafast við á hænsnum og öðrum alifuglum og vera helmingi stærri en fjárkláðamítillinn Psoroptes ovis sem annars var umfjöllunarefni greinarinnar sem rituð var af Snorra Jónssyni dýralækni (1844-1879). Aftur er minnst á tegundina í blaðinu Ingólfi árið 1904, þá í grein um hænsnarækt og áréttað að innandyra þurfi hænsnahús að vera slétt og laus við glufur eða rifur þar sem „fuglamaur“ og annar vargur geti sest í (Anonymous 1904). Tæpum átta áratugum síðar getur Sigurður H. Richter (1983) um tilvist Dermanyssus gallinae í grein um sjúkdóma í dúfum og nefnir þá sérstaklega að tegundin setjist stundum að í dúfnahúsum. Mítillinn sé tæpur millimetri á lengd og feli sig í húsinu á daginn en sjúgi blóð úr dúfunum á nóttunni.

Á síðari árum hefur mítillinn nokkrum sinnum borist til greiningar að Tilraunastöðinni á Keldum. Í sýnasafni stofnunarinnar eru varðveittir rauðir hænsnamítlar sem safnað var í hænsnahúsi á Reykjum í Mosfellsbæ í júní 1993. Annað sýni er frá apríl 2008 þar sem mítlum var safnað af fuglum í gæludýraverslun í Reykjavík sem flutti inn og seldi skrautfugla og önnur gæludýr. Í þriðja sýninu eru mítlar sem fundust á ketti sem nýkominn var til Íslands frá Englandi árið 2012. Mítlarnir höfðu komið í ljós við hefðbundið eftirlit í einangrunarstöð.

Upplýsingar frá eftirlitsdýralækni

Jarle Reierssen gegndi starfi eftirlitsdýralæknis með alifuglum á Íslandi á árunum 1993 til 2005. Nýlega aðspurður kvað hann Dermanyssus gallinae hafa reglulega komið upp í hænsnum á Íslandi á þessum árum, aðallega í varphænsnum en einnig í stofnfuglum. Ekki var óvanalegt að hænsni dræpust af völdum mítilsins og álitu sumir hænsnaeigendur að mítillinn hefði þau áhrif að varp hænsnanna minnkaði (Jarle Reiersen, óbirtar upplýsingar).

Mynd 2. Kvendýr rauða hænsnamítilsins Dermanyssus gallinae. Mítlarnir lifa á blóði sem þeir sjúga úr fuglunum á nóttunni. Að degi til halda þeir sig í námunda við setstaði hænsnanna.

Núverandi útbreiðsla á Íslandi

Samkvæmt ofansögðu virðist rauði hænsnamítillinn hafa verið hér landlægur um langt árabil og er hann líklegur til að vera til staðar bæði á hænsnabúum og í dúfnakofum landsmanna í dag. Ekki hefur þó verið leitað að honum skipulega enn sem komið er. Tegundin hefur enn ekki fundist á villtum fuglum. Athuganir á meira en 1000 rjúpum (Lagopus muta), ríflega 50 fálkum (Falco rusticolus) og nokkrum tugum annarra villtra fugla hérlendis hafa aldrei leitt þennan mítil í ljós (Karl Skírnisson, óbirtar upplýsingar).

Sjaldgæft er að alifuglaeigendur hafi sent mítilinn til greiningar að Tilraunastöðinni á Keldum. Væntanlega er það vegna þess að þeir þekkja tegundina sjálfir þegar þeir sjá hana með berum augum og vita af reynslunni við hvað er að etja.

Dreifingarleiðir

Sú staðreynd að mítillinn hefur fundist í feldi kattar sem verið var að flytja til landsins erlendis frá staðfestir fjölbreytilegar dreifingarleiðir tegundarinnar. Mítlarnir eru auðvitað líklegastir til að berast milli búa með fuglunum sjálfum en ljóst er að þeir geta einnig borist á milli hænsnahúsa með mönnum, fóðri og ýmsum tækjum eða tólum. Ekki er heldur útilokað að húsdúfur sem sækja í fóður utanhúss, eða gera sig heimakomnar í hænsnakofum, gætu dreift tegundinni. Hvort til dæmis spörfuglar eða máfar sem einnig sækja stundum í hænsnafóður utandyra í görðum gætu borið mítilinn á milli hænsnakofa er óþekkt en svalt loftslag utandyra hérlendis er líklegt til að tálma slíka útbreiðslu. Eins og fram kemur hér að neðan þrífst mítilinn best við hærra hitastig en alla jafna ríkir utandyra hér á landi.

Lífshættir

Rauði hænsnamítillinn lifir ekki að staðaldri á fuglunum heldur býr um sig í húsunum sjálfum, gjarnan í glufum eða í raufum á stöðum þar sem hænurnar sitja. Einnig safnast þeir á slétta fleti eins og járnrimla eða net. Að næturlagi ráðast þeir til atlögu og sjúga blóð. Fer það einkum eftir hitastigi hversu oft það gerist. Kvendýrin geta lifað í 5-8 vikur og verpa dag hvern nokkrum eggjum á dvalarstað sínum. Bestu skilyrðin eru við hita á bilinu 18 til 30°C og 70% raka. Þolmörkin eru þó mjög víð því mítlarnir geta fjölgað sér við hitastig allt frá 5 upp í 45°C (Kutzer 2000, Nordenfors 2000). Mítlarnir lifa það af að svelta í 9 mánuði við 5°C.

Mynd 3. Rauði hænsnamítillinn lifir ekki að staðaldri á fuglunum heldur býr um sig í húsunum sjálfum, gjarnan í glufum eða í raufum á stöðum þar sem hænurnar sitja.

Skaðsemi

Fjölgi mítlunum verða fuglarnir órólegir og hræðslugjarnir. Sé mikið af þeim hætta fuglarnir að vilja fara inn í hænsnahúsin þegar kvöldar því þar bíða þeirra hungraðir mítlar. Varp getur minnkað um allt að 10% og fuglarnir taka að þjást af blóðleysi sem endað getur með skyndidauða. Sérstaklega gerist slíkt hjá ungum fuglum (Kutzer 2000).

Mítlarnir fúlsa ekki við blóði úr spendýrum og geta sogið blóð úr fjöldanum öllum af húsdýrum og gæludýrum, auk mannsins, og orsaka hjá þeim kláða og útbrot (Kutzer 2000).

Framtíðarsýn

Undanfarin ár hefur mikil aukning orðið á því að húseigendur haldi hænur í bakgörðum heimila sinna. Oftast er það án þess að heilbrigðisyfirvöld hafi eftirlit með starfseminni eða dýralæknar séu kallaðir til þegar hænur drepast. Á slíkum stöðum er alltaf hætta á því að óværa eins og rauði hænsnamítillinn nái sér á strik án þess að eigendurnir átti sig á því að slíkt hafi gerst. Sama má til dæmis segja um aðra óværutegund, fótakláðamítilinn Knemidocoptes mutans, sem höfundur staðfesti sem sjúkdómsvald á heimilishænsnum á Íslandi árið 2012. Ekkert er samt vitað um útbreiðslu þessarar tegundar á Íslandi í dag (Karl Skírnisson, óbirtar upplýsingar). Þessi kláðamítill lifir niðri í húðinni á fótum fuglanna og veldur þar smám saman þykknunum sem geta orðið allt að 10 millimetra þykkar hjá gömlum fuglum. Einkenni smitsins eru áberandi því fuglarnir hætta að geta hreyft sig eðlilega. Erlendis eru fleiri mítlategundir þekktar á hænsnfuglum þannig að ef vart verður við óværu á fuglunum er rétt að láta greina orsakavaldinn á Tilraunastöðinni á Keldum.

Með fjölgun hænsnaræktenda, sem oft hafa litla reynslu af sjúkdómum og sjúkdómsvöldum, er viðbúið að sníkjudýr eins og ofangreindar óværutegundir nái að fjölga sér óáreittar. Því er ekki ólíklegt að hér ríki ástand svipað því sem nýlega tókst að sýna fram á í Svíþjóð þar sem rauði hænsnamítillinn var staðfestur á 67% þeirra staða þar sem heimilishænur voru haldnar í litlum hópum í bakgörðum. Á sama tíma fannst mítillinn einungis á 6% búa þar sem hænur voru í netbúrum. Væru hænur í lausagöngu í stórum húsum, svipað og færst hefur í vöxt hér á landi, fannst mítillinn á þriðjungi búanna (Nordenfors 2000).

Mikilvægt er að hænsnaeigendur þekki helstu sníkjudýr og sjúkdómsvalda sem fylgt geta eldi - þekking er lykillinn að velferð fuglanna. Sama á við um dýralækna sem stundum eru kallaðir á vettvang þegar vandamála verður vart. Séu menn ekki vissir um orsakir vanþrifa eða sjúkdóma er rétt að hafa samband við sérfræðinga á Tilraunastöðinni á Keldum en þar er gerð greining á helstu sjúkdómsvöldum í hænsnaeldi. Í framhaldinu, í samvinnu við dýralækni, er svo hægt að bregðast við með lyfjagjöf eða öðrum þeim aðgerðum sem stuðla að sem bestri líðan fuglanna og gætu leyst vandamálið.

Þrif og hreinlæti gegna lykilhlutverki í sjúkdómavörnum. Sé því viðkomið er árangursríkt að hætta eldi tímabundið í hænsnakofum og nota þá tækifærið til að þrífa og sótthreinsa húsakynnin.

Heimildir og myndir:

 • Kutzer, E. 2000. Arthropodenbefall beim Geflügel. Bls.761-774. Í: Rommel, Eckert, Kutzer, Körting og Schnieder (ritstjórar), Veterinärmedicinische Parasitologie. 5. útgáfa. Parey Buchverlag, Berlin.
 • Nordenfors, H. 2000. Epidemiolgoy and Control of the Poultry Mite Dermanyssus gallinae. PhD thesis, Swedish University of Agricultural Sciences, Uppsala.
 • Sigurður H. Richter. 1983. Smitsjúkdómar í dúfum. Dýraverndarinn 69: 3-7.
 • Snorri Jónsson. 1879. Nýr fjárkláði. Norðanfari 18: 36-37.
 • Anonymous. 1904. Hænsnarækt. Ingólfur 2: 128.
 • Mynd 1. LBE.
 • Mynd 2. Karl Skírnisson.
 • Mynd 3. Brooder and nest boxes | Custom-built by the hubby. You can … | Flickr. Höfundur myndar: normanack. Birt undir Creative Commons leyfi. (Sótt 28. 4. 2017).

...