Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?

Sveinn Ólafsson

Enginn.

Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, Rússlandi og Angólu.

Árið 1955 var farið að framleiða demanta með sérstakri aðferð sem til allrar hamingju gat einungis gefið af sér smáa demanta og með miklum göllum. Þessir demantar nýttust vel til hverskonar iðnaðarnota, sem slithúðir á stóra bora og sem slípiduft í vökvalausnum.

Demantur er harðasta efni náttúrunnar en hann er ekki eilífur þar sem hann brennur í súrefni og ummyndast í grafít þegar mikið er reynt á hann, til dæmis við hátt hitastig. Þess vegna er nú risin heil iðngrein þar sem menn rækta húðir af TiN (títannítríði), Al2O3 (áloxíði, safír) og fleiri hörðum efnum ofan á sagarblöð, bora, snittjárn og annað. Þessi efni geta tífaldað endingu þessara verkfæra.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Sveinn Ólafsson

eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

9.2.2000

Spyrjandi

Steinar Yan Wang

Tilvísun

Sveinn Ólafsson. „Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti? “ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2000. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74.

Sveinn Ólafsson. (2000, 9. febrúar). Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74

Sveinn Ólafsson. „Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti? “ Vísindavefurinn. 9. feb. 2000. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?
Enginn.

Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, Rússlandi og Angólu.

Árið 1955 var farið að framleiða demanta með sérstakri aðferð sem til allrar hamingju gat einungis gefið af sér smáa demanta og með miklum göllum. Þessir demantar nýttust vel til hverskonar iðnaðarnota, sem slithúðir á stóra bora og sem slípiduft í vökvalausnum.

Demantur er harðasta efni náttúrunnar en hann er ekki eilífur þar sem hann brennur í súrefni og ummyndast í grafít þegar mikið er reynt á hann, til dæmis við hátt hitastig. Þess vegna er nú risin heil iðngrein þar sem menn rækta húðir af TiN (títannítríði), Al2O3 (áloxíði, safír) og fleiri hörðum efnum ofan á sagarblöð, bora, snittjárn og annað. Þessi efni geta tífaldað endingu þessara verkfæra.

Heimildir:

Mynd:...