Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Ég er að reyna að komast að þýðingu og útskýringu á íslenska orðinu ‘ekta’. Getið þið aðstoðað mig með uppruna, merkingu og fleira á þessu orði?

Vísast er verið að spyrja um lýsingarorðið ekta í merkingunni ‘ósvikinn, upprunalegur’. Það er óbeygjanlegt, eins í öllum föllum og kynjum, og þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Það er þegar í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar handritasafnara, sem skrifað var á árunum 1734–1779. Handritið er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir númerinu AM 433 fol. Jón bjó lengi í Kaupmannahöfn og hefur kynnst orðinu þar. Á 19. öld virðist orðið þegar allalgengt. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bréfi frá 1830. Það er tökuorð úr dönsku ægte sem aftur er fengið úr miðlágþýsku echt ‘löglegur’. Af sama uppruna er þýska orðið Ehe ‘hjónaband’.

Lýsingarorðið ekta merkir ‘ósvikinn, upprunalegur’ og þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld.

Orðið er einnig til sem nafnorð og sögn. Elstu heimildir um nafnorðið ekta eru frá 16. öld en það er lítið notað nú. Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 segir til dæmis:

Þeir toku Heidnar Kuinnur til Eckta.

Merkingin er „þeir gengu í hjónaband með heiðnum konum“. Það er eingöngu notað í sambandinu „til ekta“ eins og í dönsku „til ægte“.

Elstu dæmi um sögnina að ekta eru frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘giftast’ og er hún einnig fengin úr dönsku, ægte sem einnig hefur það úr miðlágþýsku echten ‘giftast’.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.9.2017

Spyrjandi

Rútur Snorrason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess?“ Vísindavefurinn, 26. september 2017. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=74037.

Guðrún Kvaran. (2017, 26. september). Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74037

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2017. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74037>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið ekta og hver er uppruni þess?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Ég er að reyna að komast að þýðingu og útskýringu á íslenska orðinu ‘ekta’. Getið þið aðstoðað mig með uppruna, merkingu og fleira á þessu orði?

Vísast er verið að spyrja um lýsingarorðið ekta í merkingunni ‘ósvikinn, upprunalegur’. Það er óbeygjanlegt, eins í öllum föllum og kynjum, og þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Það er þegar í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar handritasafnara, sem skrifað var á árunum 1734–1779. Handritið er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir númerinu AM 433 fol. Jón bjó lengi í Kaupmannahöfn og hefur kynnst orðinu þar. Á 19. öld virðist orðið þegar allalgengt. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr bréfi frá 1830. Það er tökuorð úr dönsku ægte sem aftur er fengið úr miðlágþýsku echt ‘löglegur’. Af sama uppruna er þýska orðið Ehe ‘hjónaband’.

Lýsingarorðið ekta merkir ‘ósvikinn, upprunalegur’ og þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld.

Orðið er einnig til sem nafnorð og sögn. Elstu heimildir um nafnorðið ekta eru frá 16. öld en það er lítið notað nú. Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 segir til dæmis:

Þeir toku Heidnar Kuinnur til Eckta.

Merkingin er „þeir gengu í hjónaband með heiðnum konum“. Það er eingöngu notað í sambandinu „til ekta“ eins og í dönsku „til ægte“.

Elstu dæmi um sögnina að ekta eru frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘giftast’ og er hún einnig fengin úr dönsku, ægte sem einnig hefur það úr miðlágþýsku echten ‘giftast’.

Heimildir:

Mynd:...