Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?

Ari Þröstur Arnarsson, Gunnar Páll Steinarsson og Goði Gnýr Guðjónsson

Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra.

Í áðurnefndu svari kemur einnig fram að tölvan hafi ekki komið allt í einu til sögunnar, heldur hafi um margra alda þróun verið að ræða. Til að mynda má nefna talnagrindur sem komu fram árið 2000 f.Kr. og reiknivél franska stærðfræðingsins Blaise Pascal (1623-1662). Pascal smíðaði reiknivél á árunum 1642-1644 sem gat framkvæmt einfaldar aðgerðir, svo sem að leggja saman, draga frá og margfalda.

HP-65 var fyrsti vasareiknirinn sem notendur gátu forritað. Hann er frá árinu 1974.

Þær reiknivélar sem notaðar eru í skólum nú á dögum, og nefnast oft í daglegu tali vasareiknar, komu ekki fram fyrr en upp úr 1970 með tilkomu örgjörvans. Þá var hægt að búa til litlar reiknivélar eða vasareikna. Fyrstu vasareiknarnir voru búnir til í Japan, meðal annars af fyrirtækjunum Sanyo, Canon og Sharp. Fyrstu vasareiknarnir sem notendur gátu forritað komu svo fram árið 1974.

Þrátt fyrir að reiknivélar hafi orðið handhægari í upphafi 8. áratugarins voru þær þó tiltölulega dýrar. Strax um miðjan 8. áratuginn fór verðið hins vegar lækkandi vegna aukinnar samkeppni og bættrar tækni. Í upphafi þessarar aldar mátti eflaust finna vasareikna á hverju einasta heimili en með tilkomu snjallsíma hefur þeim vafalaust farið fækkandi. Þeir lifa þó enn góðu lífi meðal nemenda í skólum landsins.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ari Þröstur Arnarsson, Gunnar Páll Steinarsson og Goði Gnýr Guðjónsson. „Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2017. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74174.

Ari Þröstur Arnarsson, Gunnar Páll Steinarsson og Goði Gnýr Guðjónsson. (2017, 15. júní). Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74174

Ari Þröstur Arnarsson, Gunnar Páll Steinarsson og Goði Gnýr Guðjónsson. „Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2017. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74174>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær voru fyrstu reiknivélarnar búnar til?
Eins og fram kemur í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni: Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? telja margir að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið fyrsta tölvan. Hún var tekin í notkun árið 1946 og var engin smásmíði, vó 30 tonn og þakti 167 fermetra.

Í áðurnefndu svari kemur einnig fram að tölvan hafi ekki komið allt í einu til sögunnar, heldur hafi um margra alda þróun verið að ræða. Til að mynda má nefna talnagrindur sem komu fram árið 2000 f.Kr. og reiknivél franska stærðfræðingsins Blaise Pascal (1623-1662). Pascal smíðaði reiknivél á árunum 1642-1644 sem gat framkvæmt einfaldar aðgerðir, svo sem að leggja saman, draga frá og margfalda.

HP-65 var fyrsti vasareiknirinn sem notendur gátu forritað. Hann er frá árinu 1974.

Þær reiknivélar sem notaðar eru í skólum nú á dögum, og nefnast oft í daglegu tali vasareiknar, komu ekki fram fyrr en upp úr 1970 með tilkomu örgjörvans. Þá var hægt að búa til litlar reiknivélar eða vasareikna. Fyrstu vasareiknarnir voru búnir til í Japan, meðal annars af fyrirtækjunum Sanyo, Canon og Sharp. Fyrstu vasareiknarnir sem notendur gátu forritað komu svo fram árið 1974.

Þrátt fyrir að reiknivélar hafi orðið handhægari í upphafi 8. áratugarins voru þær þó tiltölulega dýrar. Strax um miðjan 8. áratuginn fór verðið hins vegar lækkandi vegna aukinnar samkeppni og bættrar tækni. Í upphafi þessarar aldar mátti eflaust finna vasareikna á hverju einasta heimili en með tilkomu snjallsíma hefur þeim vafalaust farið fækkandi. Þeir lifa þó enn góðu lífi meðal nemenda í skólum landsins.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...