Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld?

Í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað? er bent á vefsíðuna Gardur.is. Þar er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er.

Hægt er að finna upplýsingar um legstað fjölmargra Íslendinga á vefnum gardur.is.

Legstaðaskráin Gardur.is var tekin í notkun árið 2001. Þar er að finna alla látna sem grafnir hafa verið á Íslandi frá ársbyrjun 2000 og til dagsins í dag. Einnig hafa þær legstaðaskrár sem til voru fyrir þann tíma verið settar inn á vefinn. Hins vegar eru kirkjugarðar sem ekki hafa haldið legstaðaskrár og því hafa upplýsingar um þá sem þar hafa verið grafnir fyrir árið 2000 ekki ratað inn á þennan vef.

Gardur.is er með upplýsingar um látið fólk á 19. öld og nokkra á seinasta hluta 18. aldar. Hægt er að slá inn nöfn látinna á 19. öld og athuga hvort viðkomandi finnist.

Mynd:
  • Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir.


Þórsteinn Ragnarsson formaður Kirkjugarðasambands Íslands fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Útgáfudagur

12.4.2019

Spyrjandi

Ásdís Karlsdóttir

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2019. Sótt 23. apríl 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=74391.

EDS. (2019, 12. apríl). Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74391

EDS. „Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2019. Vefsíða. 23. apr. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74391>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristinn R. Þórissson

1964

Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði víða.