Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Sigurður Steinþórsson

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíuframleiðendur til að lækka verðið aftur, hjaðnaði þessi áhugi að sama skapi.

Ísland hefur að vísu nokkra sérstöðu, því að um 70% af orkunotkun landsmanna kemur frá vatnsvirkjunum og jarðhitaverum — um 40% frá jarðhita (einkum hitaveitur) en 30% úr vatnsorkuverum. Mjög hátt hlutfall íslenskra heimila og annarra húsa er nú hitað með jarðvarma, þannig að ekki verður miklu bætt þar við, en jarðvarmavirkjanir til raforkuframleiðslu verða aðeins byggðar á háhitasvæðum — og því aðeins að þörf sé fyrir orkuna.

Í Hveragerði er mikið háhitasvæði.

Ef draga ætti enn frekar úr notkun innfluttra orkugjafa yrði það að vera með framleiðslu eldsneytis — og enn sem komið er má rafmagnið til eldsneytisframleiðslunnar ekki kosta meira en 11 mill til þess að geta keppt við hina ódýru innfluttu olíu, en verðeiningin mill er einn þúsundasti úr bandaríkjadal og er oft notuð í þessu samhengi.

Varðandi Hveragerði sérstaklega, þá voru boraðar þar einar sex gufuholur á 7. áratugnum. Hugmyndir voru uppi um að virkja holurnar til raforkuframleiðslu, en meðal vandamála var þá talið að frárennslisvatnið yrði að fara í Varmá, og þaðan í Ölfusá, og árnar yrðu svo heitar að óviðunandi væri. Þá kom fram sú hugmynd að nýta frárennslisvatnið til stóriðju í ylrækt þar sem framleiddur yrði verðmætur jarðargróði til útflutnings. Sennilega hefur þetta ekki verið talið borga sig þá, en þó kann sá tími að koma að lega Íslands og svalt loftslag geri það að verkum að hér megi framleiða ýmsa ávexti og grænmeti með vistvænum hætti þar sem aðrir verða að berjast við skordýr og aðrar plágur með eiturefnum.

Spurningin í heild var sem hér segir:
Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt en raun ber vitni, til dæmis í Hveragerði þar sem jörðin hreinlega iðar af orku?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

8.8.2000

Spyrjandi

Svavar Júlíus Garðarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2000, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=744.

Sigurður Steinþórsson. (2000, 8. ágúst). Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=744

Sigurður Steinþórsson. „Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2000. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=744>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?
Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíuframleiðendur til að lækka verðið aftur, hjaðnaði þessi áhugi að sama skapi.

Ísland hefur að vísu nokkra sérstöðu, því að um 70% af orkunotkun landsmanna kemur frá vatnsvirkjunum og jarðhitaverum — um 40% frá jarðhita (einkum hitaveitur) en 30% úr vatnsorkuverum. Mjög hátt hlutfall íslenskra heimila og annarra húsa er nú hitað með jarðvarma, þannig að ekki verður miklu bætt þar við, en jarðvarmavirkjanir til raforkuframleiðslu verða aðeins byggðar á háhitasvæðum — og því aðeins að þörf sé fyrir orkuna.

Í Hveragerði er mikið háhitasvæði.

Ef draga ætti enn frekar úr notkun innfluttra orkugjafa yrði það að vera með framleiðslu eldsneytis — og enn sem komið er má rafmagnið til eldsneytisframleiðslunnar ekki kosta meira en 11 mill til þess að geta keppt við hina ódýru innfluttu olíu, en verðeiningin mill er einn þúsundasti úr bandaríkjadal og er oft notuð í þessu samhengi.

Varðandi Hveragerði sérstaklega, þá voru boraðar þar einar sex gufuholur á 7. áratugnum. Hugmyndir voru uppi um að virkja holurnar til raforkuframleiðslu, en meðal vandamála var þá talið að frárennslisvatnið yrði að fara í Varmá, og þaðan í Ölfusá, og árnar yrðu svo heitar að óviðunandi væri. Þá kom fram sú hugmynd að nýta frárennslisvatnið til stóriðju í ylrækt þar sem framleiddur yrði verðmætur jarðargróði til útflutnings. Sennilega hefur þetta ekki verið talið borga sig þá, en þó kann sá tími að koma að lega Íslands og svalt loftslag geri það að verkum að hér megi framleiða ýmsa ávexti og grænmeti með vistvænum hætti þar sem aðrir verða að berjast við skordýr og aðrar plágur með eiturefnum.

Spurningin í heild var sem hér segir:
Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt en raun ber vitni, til dæmis í Hveragerði þar sem jörðin hreinlega iðar af orku?
...