Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?

GM

Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska orðsins mille sem merkir þúsund, samanber til dæmis enska orðiði millennium sem merkir þúsöld eða þúsund ára tímabil, þúsaldarafmæli eða jafnvel þúsunda ára ríki. En heitið mill er þannig alveg hliðstætt sentinu (cent) sem er hundraðasti partur úr dal, en það orð er dregið af latneska orðinum um hundrað, centum, samanber sentimetrann í metrakerfinu.

Í samningum um sölu á rafmagni til stóriðju er algengt að verðið sé gefið upp í millum (eða mills, ef enska fleirtalan er notuð) á kílówattstund.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Útgáfudagur

27.8.2007

Spyrjandi

Hannes Garðarsson

Tilvísun

GM. „Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2007, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6776.

GM. (2007, 27. ágúst). Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6776

GM. „Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2007. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6776>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?
Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska orðsins mille sem merkir þúsund, samanber til dæmis enska orðiði millennium sem merkir þúsöld eða þúsund ára tímabil, þúsaldarafmæli eða jafnvel þúsunda ára ríki. En heitið mill er þannig alveg hliðstætt sentinu (cent) sem er hundraðasti partur úr dal, en það orð er dregið af latneska orðinum um hundrað, centum, samanber sentimetrann í metrakerfinu.

Í samningum um sölu á rafmagni til stóriðju er algengt að verðið sé gefið upp í millum (eða mills, ef enska fleirtalan er notuð) á kílówattstund.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...