Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1) "hrósa (e-m/e-u), gera hlut (e-s) sem mestan" eða að 2) "byrja, hefja (e-ð)". http://islenskordabok.arnastofnun.is/islob?ord=43387&. Ég fann þessa notkun m.a. í skýringum með notkun lyfja í sérlyfjaskrá og í klínískum leiðbeiningum frá Landspítala. Er engin hætta þessu samfara?

Notkun sagnarinnar upphefja í merkingunni ‘virka gegn’ þekkist í fleiri greinum en lyfja- og læknisfræði, til dæmis í eðlis- og efnafræði. Merkingin ‘virka gegn’ er ekki gömul í málinu.

Notkun sagnarinnar upphefja í merkingunni ‘virka gegn’ þekkist bæði í lyfja- og læknisfræði og eðlis- og efnafræði.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:891) er aðeins gefin merkingin ‘ophöje, opløfte’, það er ‘hefja, lyfta upp’.

Þessi nýlega merking íslensku sagnarinnar er meðal annarra í dönsku sögninni ophæve og gæti hafa haft áhrif á íslensku notkunina. (Sjá til dæmis merkingu 1.d bevirke at noget ikke længere fungerer í Den danske ordbog á dsl.dk). Í þýsku er einnig til þessi merking í sögninni aufheben auk margra annarra. Ekki er líklegt að hætta sé samfara þessari notkun í sérhæfðari textum. Samhengið ætti að sýna notkunina hverju sinni.

Mynd

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.1.2018

Spyrjandi

Jóna Freysdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2018, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74459.

Guðrún Kvaran. (2018, 25. janúar). Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74459

Guðrún Kvaran. „Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2018. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74459>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1) "hrósa (e-m/e-u), gera hlut (e-s) sem mestan" eða að 2) "byrja, hefja (e-ð)". http://islenskordabok.arnastofnun.is/islob?ord=43387&. Ég fann þessa notkun m.a. í skýringum með notkun lyfja í sérlyfjaskrá og í klínískum leiðbeiningum frá Landspítala. Er engin hætta þessu samfara?

Notkun sagnarinnar upphefja í merkingunni ‘virka gegn’ þekkist í fleiri greinum en lyfja- og læknisfræði, til dæmis í eðlis- og efnafræði. Merkingin ‘virka gegn’ er ekki gömul í málinu.

Notkun sagnarinnar upphefja í merkingunni ‘virka gegn’ þekkist bæði í lyfja- og læknisfræði og eðlis- og efnafræði.

Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:891) er aðeins gefin merkingin ‘ophöje, opløfte’, það er ‘hefja, lyfta upp’.

Þessi nýlega merking íslensku sagnarinnar er meðal annarra í dönsku sögninni ophæve og gæti hafa haft áhrif á íslensku notkunina. (Sjá til dæmis merkingu 1.d bevirke at noget ikke længere fungerer í Den danske ordbog á dsl.dk). Í þýsku er einnig til þessi merking í sögninni aufheben auk margra annarra. Ekki er líklegt að hætta sé samfara þessari notkun í sérhæfðari textum. Samhengið ætti að sýna notkunina hverju sinni.

Mynd

...