Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Heil og sæl. Langar að vita hvort það sé rétt að orðið gala sé komið af gálgi og þá frá þeim tíma þegar hengingar þóttu skemmtiefni og fólk horfði á í sínu fínasta.

Gala er sögn sem merkir að ‘gefa frá sér sérstakt (hátt) hljóð’ en einnig að ‘syngja eða kveða töfraþulur’. Hún þekkist í fleiri germönskum málum eins og í færeysku, sænsku og nýnorsku gala, dönsku gale og fornensku og fornháþýsku galan ‘syngja eða segja fram töfraþulur’. Lýsingarorðið galinn ‘óður, ær, geðbilaður’ er skylt sögninni og þekkist það einnig í nágrannamálum, samanber færeysku galin, nýnorsku og sænsku galen og dönsku gal.

Gálgi ‘staur með þvertré á efri enda’ á ekkert skylt við sögnina að gala.

Gálgi ‘staur með þvertré á efri enda’ á ekkert skylt við sögnina að gala. Það orð er einnig til í Norðurlandamálum, samanber færeysku gálgi, nýnorsku, dönsku og sænsku galge sem og í öðrum germönskum málum eins og gallow í ensku og Galgen í þýsku. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:239) bendir Ásgeir Blöndal Magnússon á að orðið gelgja ‘kinnbein í fiski, tálkn, mjóvaxin manneskja, unglingur á gelgjuskeiði’ sé skylt orðinu gálgi.

Aðeins hefur hvarflað að mér að spyrjandi hafi verið að hugsa um kvenkynsorðið gála ‘óstýrilát (ofsakát) stúlka, flenna ...’ í stað sagnarinnar gala en samkvæmt fyrrnefndri bók (1989:225) tengist það ekki orðinu gálgi en á samsvörun í nýnorsku gåle ‘flón’.

Mynd:

Útgáfudagur

11.5.2018

Spyrjandi

Hlín Íris Arnþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum? “ Vísindavefurinn, 11. maí 2018. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=74781.

Guðrún Kvaran. (2018, 11. maí). Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74781

Guðrún Kvaran. „Er líklegt að sögnin 'að gala' hafi orðið til þegar menn voru hengdir í gálgum? “ Vísindavefurinn. 11. maí. 2018. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74781>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.