Sólin Sólin Rís 11:05 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:57 • Síðdegis: 19:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var:
Hver er uppruni þess að nota orðið "kúla" þegar verið er að tala um milljón?

Að því er mér skilst kom orðið kúla í merkingunni ‘milljón’ fram á árunum 2007–2008 eða jafnvel aðeins fyrr. Orðið í þessari merkingu er því ekki í Íslenskri orðabók en ekki heldur í Íslenskri nútímamálsorðabók sem finna má undir málið.is (1. mars 2018). Merkingin ‘milljón’ er í Slangurorðabókinni á netinu og notkunardæmi sýnt með flettunni: „Kallinn var bara að splæsa í nýjan Bimma, setti Löduna uppí og borgaði 15 kúlur á milli.

„Kallinn var bara að splæsa í nýjan Bimma, setti Löduna uppí og borgaði 15 kúlur á milli.“

Hvergi hef ég rekist á skýringu á því hvers vegna milljón er kölluð kúla. Ef til vill tengist það orðinu kúlulán, á ensku bullet loan, sem fyrst kom fram á prenti í Morgunblaðinu í júní 1997 samkvæmt timarit.is. Þótt kúlulán hafi oft numið milljörðum voru ýmsir þó smátækari og tóku lán upp á tugi eða hundruð milljóna. Ef einhver veit betri skýringu má hann gjarnan senda hana á Vísindavefinn.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.3.2018

Spyrjandi

Þórhallur Valur Benónýsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2018. Sótt 9. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=74894.

Guðrún Kvaran. (2018, 1. mars). Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74894

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2018. Vefsíða. 9. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74894>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?
Upprunalega spurningin var:

Hver er uppruni þess að nota orðið "kúla" þegar verið er að tala um milljón?

Að því er mér skilst kom orðið kúla í merkingunni ‘milljón’ fram á árunum 2007–2008 eða jafnvel aðeins fyrr. Orðið í þessari merkingu er því ekki í Íslenskri orðabók en ekki heldur í Íslenskri nútímamálsorðabók sem finna má undir málið.is (1. mars 2018). Merkingin ‘milljón’ er í Slangurorðabókinni á netinu og notkunardæmi sýnt með flettunni: „Kallinn var bara að splæsa í nýjan Bimma, setti Löduna uppí og borgaði 15 kúlur á milli.

„Kallinn var bara að splæsa í nýjan Bimma, setti Löduna uppí og borgaði 15 kúlur á milli.“

Hvergi hef ég rekist á skýringu á því hvers vegna milljón er kölluð kúla. Ef til vill tengist það orðinu kúlulán, á ensku bullet loan, sem fyrst kom fram á prenti í Morgunblaðinu í júní 1997 samkvæmt timarit.is. Þótt kúlulán hafi oft numið milljörðum voru ýmsir þó smátækari og tóku lán upp á tugi eða hundruð milljóna. Ef einhver veit betri skýringu má hann gjarnan senda hana á Vísindavefinn.

Mynd:

...