Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?

Sólveig Ólafsdóttir

Ekkert er vitað með vissu um upphaf laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum kom verkþekkingin, að hnoða saman vökva og mjöli, fletja það svo út og steikja í fitu, með því fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu.

Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin, það er hversu þunnt það er flatt út, skreytingin og nafngiftin. Þegar allt þetta kemur saman þá má fara að tala um eitthvað „séríslenskt“.

Fyrstu rituðu heimildir um laufabrauð eru frá fyrri hluta 18. aldar og þá er brauðið sagt vera helsta sælgæti Íslendinga. Það var sérstaklega talað um að það væri steikt úr smjöri.

Laufabrauð er þunn hveitikaka með margvíslegum útskurði.

Í Einföldu matreiðsluvasakveri fyrri heldri manna húsfreyjur sem gefið var út í Leirárgörðum um aldamótin 1800 er talað um laufabrauð á eftirfarandi hátt:

Laufa-brauð eður kökur af hveiti-deigi, vættu í sykur-blandinni góðri mjólk eður rjóma, út-skornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ecki meira að segja. (bls. 92)

Þessi afgreiðsla á laufabrauði í fyrstu íslensku matreiðslubókinni hefur angrað margan áhugamanninn um íslenskar matreiðsluhefðir. Hún segir samt ýmislegt og það þá helst að laufabrauð hefur ekki verið alþýðufæða á þessum tíma. Það var ekki á færi nema allra ríkasta fólksins á landinu að bruðla með hveiti, sem var alltaf af skornum skammti fram undir allra síðasta árhundrað. Einnig var smjör og rjómi eitthvað sem aðeins tengdist fáum betri heimilum og þá til hátíðarbrigða og við gestakomur.

Það má gera því skóna að þegar bæði var farið að nota annað mjöl svo sem bygg eða rúgmjöl með hveitinu eða í staðinn fyrir hveiti og skipta smjörinu út fyrir tólg þá hafi þessar ofskreyttu þunnu kökur orðið algengara sælgæti hjá almenningi. Ýmislegt er gert til að bragðbæta laufabrauðið og ein frumlegasta aðferð sem höfundur veit um er að sjóða kúmen í mjólkinni sem nota á í deigið og sía það svo frá.

Við lok 19. aldar var laufabrauðið og ekki síst laufabrauðsgerðin orðin að föstum þætti í jólahaldi í sveitum bæði norðanlands og norðausturlands og eflaust á fleiri stöðum á landinu. Það var helst suðvesturlandið sem smitaðist lítið af laufabrauðsdellunni.

Laufabrauðsmynstrin eru kafli út af fyrir sig. Þau eru bæði hefðbundin, fjölskyldubundin og einstaklingsbundin.

Laufabrauðsmynstrin eru kafli út af fyrir sig. Þau eru bæði hefðbundin, fjölskyldubundin og einstaklingsbundin. Til þess voru og eru brúkaðir vasahnífar en einhvern tímann fyrir miðja síðustu öld fór að bera á sérstökum skurðarhjólum til þess að marka mynstrin. Þessi skurðarhjól eru yfirleitt úr kopar og geta verið hin mestu þarfaþing.

Nú er svo komið að heyrst hefur að pastavélar hafi tekið yfir þann hluta ferilsins að fletja deigið nægilega þunnt út og það hlýtur að þýða heldur smærri stykki en þau brauð sem skorin eru undan matardiski. Kannski verður það til þess að hægt sé að hesthúsa fleiri brauð í einu með jólamatnum.

Að lokum er gaman að geta þess að laufabrauð, eins og margar aðrar jólahefðir, hefur ratað inn í kveðskap. Á aðfangadag jóla árið 1915 birtist kvæði eftir Sigurð Sigurðsson í Morgunblaðinu sem kallast Jólakvöld og er annað erindi þess svona:

Barnsins kvöld - sem endar bara allt of fljótt.
Eftir hlátur, kútur stúrinn. Góða nótt!
Mamma sækir laufabrauð, sem læknar alt strax -
lúrir barn - með sneið í hönd, til næsta dags.

Heimildir og myndir:

  • Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver, fyrir heldri manna Húss-freyjur / Utgefid af Frú Assessorinnu Mørtu Maríu Stephensen, Leirárgørdum vid Leirá : Islands konúnglega Uppfrædíngar Stiptun, 1800, bls. 92.
  • Hallgerður Gísladóttir Íslensk matarhefð, Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 222-223.
  • Morgunblaðið 54 tbl. (24. desember 1915), bls. 1.
  • Myndir: Elín Mjöll Jónasdóttir.

Guðmundur spurði einnig sérstaklega um laufabrauðsjárnin.

Höfundur

Sólveig Ólafsdóttir

sagnfræðingur

Útgáfudagur

21.12.2020

Spyrjandi

Guðmundur Guðmundsson, ritstjórn

Tilvísun

Sólveig Ólafsdóttir. „Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2020. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74923.

Sólveig Ólafsdóttir. (2020, 21. desember). Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74923

Sólveig Ólafsdóttir. „Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2020. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74923>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær tóku Íslendingar upp á því að baka laufabrauð?
Ekkert er vitað með vissu um upphaf laufabrauðs á Íslandi. Að öllum líkindum kom verkþekkingin, að hnoða saman vökva og mjöli, fletja það svo út og steikja í fitu, með því fólki sem fluttist til landsins í upphafi búsetu.

Það sem aðgreinir laufabrauð frá öðru steiktu mjölmeti er kringlótta lagið, áferðin, það er hversu þunnt það er flatt út, skreytingin og nafngiftin. Þegar allt þetta kemur saman þá má fara að tala um eitthvað „séríslenskt“.

Fyrstu rituðu heimildir um laufabrauð eru frá fyrri hluta 18. aldar og þá er brauðið sagt vera helsta sælgæti Íslendinga. Það var sérstaklega talað um að það væri steikt úr smjöri.

Laufabrauð er þunn hveitikaka með margvíslegum útskurði.

Í Einföldu matreiðsluvasakveri fyrri heldri manna húsfreyjur sem gefið var út í Leirárgörðum um aldamótin 1800 er talað um laufabrauð á eftirfarandi hátt:

Laufa-brauð eður kökur af hveiti-deigi, vættu í sykur-blandinni góðri mjólk eður rjóma, út-skornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ecki meira að segja. (bls. 92)

Þessi afgreiðsla á laufabrauði í fyrstu íslensku matreiðslubókinni hefur angrað margan áhugamanninn um íslenskar matreiðsluhefðir. Hún segir samt ýmislegt og það þá helst að laufabrauð hefur ekki verið alþýðufæða á þessum tíma. Það var ekki á færi nema allra ríkasta fólksins á landinu að bruðla með hveiti, sem var alltaf af skornum skammti fram undir allra síðasta árhundrað. Einnig var smjör og rjómi eitthvað sem aðeins tengdist fáum betri heimilum og þá til hátíðarbrigða og við gestakomur.

Það má gera því skóna að þegar bæði var farið að nota annað mjöl svo sem bygg eða rúgmjöl með hveitinu eða í staðinn fyrir hveiti og skipta smjörinu út fyrir tólg þá hafi þessar ofskreyttu þunnu kökur orðið algengara sælgæti hjá almenningi. Ýmislegt er gert til að bragðbæta laufabrauðið og ein frumlegasta aðferð sem höfundur veit um er að sjóða kúmen í mjólkinni sem nota á í deigið og sía það svo frá.

Við lok 19. aldar var laufabrauðið og ekki síst laufabrauðsgerðin orðin að föstum þætti í jólahaldi í sveitum bæði norðanlands og norðausturlands og eflaust á fleiri stöðum á landinu. Það var helst suðvesturlandið sem smitaðist lítið af laufabrauðsdellunni.

Laufabrauðsmynstrin eru kafli út af fyrir sig. Þau eru bæði hefðbundin, fjölskyldubundin og einstaklingsbundin.

Laufabrauðsmynstrin eru kafli út af fyrir sig. Þau eru bæði hefðbundin, fjölskyldubundin og einstaklingsbundin. Til þess voru og eru brúkaðir vasahnífar en einhvern tímann fyrir miðja síðustu öld fór að bera á sérstökum skurðarhjólum til þess að marka mynstrin. Þessi skurðarhjól eru yfirleitt úr kopar og geta verið hin mestu þarfaþing.

Nú er svo komið að heyrst hefur að pastavélar hafi tekið yfir þann hluta ferilsins að fletja deigið nægilega þunnt út og það hlýtur að þýða heldur smærri stykki en þau brauð sem skorin eru undan matardiski. Kannski verður það til þess að hægt sé að hesthúsa fleiri brauð í einu með jólamatnum.

Að lokum er gaman að geta þess að laufabrauð, eins og margar aðrar jólahefðir, hefur ratað inn í kveðskap. Á aðfangadag jóla árið 1915 birtist kvæði eftir Sigurð Sigurðsson í Morgunblaðinu sem kallast Jólakvöld og er annað erindi þess svona:

Barnsins kvöld - sem endar bara allt of fljótt.
Eftir hlátur, kútur stúrinn. Góða nótt!
Mamma sækir laufabrauð, sem læknar alt strax -
lúrir barn - með sneið í hönd, til næsta dags.

Heimildir og myndir:

  • Einfaldt Matreidslu Vasa-Qver, fyrir heldri manna Húss-freyjur / Utgefid af Frú Assessorinnu Mørtu Maríu Stephensen, Leirárgørdum vid Leirá : Islands konúnglega Uppfrædíngar Stiptun, 1800, bls. 92.
  • Hallgerður Gísladóttir Íslensk matarhefð, Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 222-223.
  • Morgunblaðið 54 tbl. (24. desember 1915), bls. 1.
  • Myndir: Elín Mjöll Jónasdóttir.

Guðmundur spurði einnig sérstaklega um laufabrauðsjárnin....