Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjúkdómana þarf að skilja áhrif þessara erfðabreytileiki á líffræðilega ferla.

Magnús Karl hefur haft áhuga á að skilja hvernig erfðabreytileiki í nágrenni gena getur tengst tilurð alvarlegs lungnasjúkdóms sem kallast lungnatrefjun (e. idiopathic pulmonary fibrosis). Til þess að skilja þetta ferli hefur rannsóknarhópur Magnúsar Karls þróað frumuræktunaraðferðir sem líkja eftir frumþroskun í lungum og þannig er hægt að líkja eftir flóknum ferlum á tilraunastofunni. Með aðferðum sameinda- og frumulíffræði er hægt að bera saman frumur þar sem erfðamengi þeirra er meðal annars breytt með CRISPR-Cas-tækni til að líkja eftir erfðabreytileikum sjúklinga. Þannig er reynt að fá innsýn inn í þá ferla sem breytast vegna erfðabreytileikans.

Lungnagtrefjun er mjög alvarlegur lungasjúkdómur þar sem meðferðir eru af skornum skammti. Grunnskilningur á tilurð flókinna sjúkdóma er forsenda framfara í greiningu þeirra og meðferð.

Magnús Karl hefur haft áhuga á að skilja hvernig erfðabreytileiki í nágrenni gena getur tengst tilurð alvarlegs lungnasjúkdóms sem kallast lungnatrefjun.

Magnús Karl er höfundur fjölmargra alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina og hefur unnið í samvinnu við vísindahópa hér á landi og erlendis. Hann er í nánu samstarfi við Þórarinn Guðjónsson, prófessor við Læknadeild og einnig í vaxandi mæli við vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar.

Magnús hefur hlotið fjölmarga styrki frá Vísinda- og tækniráði og öðrum vísindasjóðum. Hann hlaut viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2005. Hann hefur verið prófessor við Læknadeild og stýrt fræðasviði Lyfja- og eiturefnafræði innan deildarinnar frá 2009. Hann var einnig forseti Læknadeildar á árunum 2013-2016.

Magnús Karl er fæddur árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og brautskráðist frá Læknadeild HÍ 1991. Hann stundaði sérnám í Bandaríkjunum, fyrst í lyflækningum við University of Wisconsin, Madison og síðar í blóðlækningum við Bandarísku Heilbrigðisstofnunina, National Institutes of Health í Maryland. Samhlið klínísku sérnámi lagði hann stund á grunnrannsóknarstörf á báðum stöðum. Hann sneri heim til starfa árið 2002.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

14.2.2018

Síðast uppfært

5.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2018, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75269.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75269

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2018. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?
Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjúkdómana þarf að skilja áhrif þessara erfðabreytileiki á líffræðilega ferla.

Magnús Karl hefur haft áhuga á að skilja hvernig erfðabreytileiki í nágrenni gena getur tengst tilurð alvarlegs lungnasjúkdóms sem kallast lungnatrefjun (e. idiopathic pulmonary fibrosis). Til þess að skilja þetta ferli hefur rannsóknarhópur Magnúsar Karls þróað frumuræktunaraðferðir sem líkja eftir frumþroskun í lungum og þannig er hægt að líkja eftir flóknum ferlum á tilraunastofunni. Með aðferðum sameinda- og frumulíffræði er hægt að bera saman frumur þar sem erfðamengi þeirra er meðal annars breytt með CRISPR-Cas-tækni til að líkja eftir erfðabreytileikum sjúklinga. Þannig er reynt að fá innsýn inn í þá ferla sem breytast vegna erfðabreytileikans.

Lungnagtrefjun er mjög alvarlegur lungasjúkdómur þar sem meðferðir eru af skornum skammti. Grunnskilningur á tilurð flókinna sjúkdóma er forsenda framfara í greiningu þeirra og meðferð.

Magnús Karl hefur haft áhuga á að skilja hvernig erfðabreytileiki í nágrenni gena getur tengst tilurð alvarlegs lungnasjúkdóms sem kallast lungnatrefjun.

Magnús Karl er höfundur fjölmargra alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina og hefur unnið í samvinnu við vísindahópa hér á landi og erlendis. Hann er í nánu samstarfi við Þórarinn Guðjónsson, prófessor við Læknadeild og einnig í vaxandi mæli við vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar.

Magnús hefur hlotið fjölmarga styrki frá Vísinda- og tækniráði og öðrum vísindasjóðum. Hann hlaut viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2005. Hann hefur verið prófessor við Læknadeild og stýrt fræðasviði Lyfja- og eiturefnafræði innan deildarinnar frá 2009. Hann var einnig forseti Læknadeildar á árunum 2013-2016.

Magnús Karl er fæddur árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og brautskráðist frá Læknadeild HÍ 1991. Hann stundaði sérnám í Bandaríkjunum, fyrst í lyflækningum við University of Wisconsin, Madison og síðar í blóðlækningum við Bandarísku Heilbrigðisstofnunina, National Institutes of Health í Maryland. Samhlið klínísku sérnámi lagði hann stund á grunnrannsóknarstörf á báðum stöðum. Hann sneri heim til starfa árið 2002.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...