Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Þórarinn Guðjónsson er prófessor í vefjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Þórarins fjalla um stofnfrumur og hlutverk þeirra í vefja- og líffæramyndun og tengsl stofnfruma við sjúkdóma á borð við krabbamein og bandvefsmyndun. Áherslur Þórarins eru fyrst og fremst á vefjastofnfrumur í brjóstkirtli og lungum. Í rannsóknum sínum nýtir Þórarinn og rannsóknahópur hans þrívíðar frumuræktanir sem endurspegla að nokkru leyti þær aðstæður sem eru í líkamanum. Í þessum frumuræktunarkerfum er hægt að fylgja eftir vefjamyndun líffæra sem og tilurð og framþróun sjúkdóma. Þessi frumuræktunarkerfi eru einnig afar hentug til lyfjaprófana.

Rannsóknir Þórarins fjalla meðal annars um hvernig umhverfi stofnfruma stýrir sérhæfingu þeirra. Í því samhengi hefur Þórarinn lagt áherslu á að skilja samskipti milli fruma og hvernig millifrumefnið stýrir frumusérhæfingu. Einn af lykilþáttum í framþróun æxlisvaxtar er bandvefsumbreyting þekjufruma og hefur Þórarinn og rannsóknahópur hans unnið að því með hjálp þrívíðra frumuræktanna að kortleggja þær sameindalíffræðilegu breytingar sem eiga sér stað í því ferli.

Rannsóknir Þórarins fjalla um stofnfrumur og hlutverk þeirra í vefja- og líffæramyndun og tengsl stofnfruma við sjúkdóma á borð við krabbamein og bandvefsmyndun.

Þórarinn hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu vísinda á Íslandi. Hann var formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi frá 2005-2008, varaforseti Vísindafélags Íslendinga frá 2008–2012 og forseti sömu samtaka frá 2012–2016. Þórarinn var einn af stofnendum Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og hefur setið í stjórn þess frá upphafi og er núverandi formaður stjórnar. Þórarinn er einnig formaður stjórnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þórarinn hefur sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum meðal annars setið í Vísindaráði Landspítala, er núverandi formaður vísindanefndar Læknadeildar, setið í fagráði Innviðasjóðs Vísinda- og tækniráðs og fagráði Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Þórarinn er fæddur árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Breiðholts 1987 og BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1992. Frá 1992 til 1995 starfaði Þórarinn á rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði við Krabbameinsfélag Íslands. Frá 1996-1998 stundaði hann meistaranám í líffræði mannsins (e. human biology) við læknadeild Kaupmannahafnarháskóla. Þórarinn lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2002. Hann hefur birt á fimmta tug vísindagreina og hlotið fjölmarga vísindastyrki meðal annars Öndvegisstyrk frá Vísinda- og tækniráði.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

15.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75027.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75027

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75027>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórarinn Guðjónsson rannsakað?
Þórarinn Guðjónsson er prófessor í vefjafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Þórarins fjalla um stofnfrumur og hlutverk þeirra í vefja- og líffæramyndun og tengsl stofnfruma við sjúkdóma á borð við krabbamein og bandvefsmyndun. Áherslur Þórarins eru fyrst og fremst á vefjastofnfrumur í brjóstkirtli og lungum. Í rannsóknum sínum nýtir Þórarinn og rannsóknahópur hans þrívíðar frumuræktanir sem endurspegla að nokkru leyti þær aðstæður sem eru í líkamanum. Í þessum frumuræktunarkerfum er hægt að fylgja eftir vefjamyndun líffæra sem og tilurð og framþróun sjúkdóma. Þessi frumuræktunarkerfi eru einnig afar hentug til lyfjaprófana.

Rannsóknir Þórarins fjalla meðal annars um hvernig umhverfi stofnfruma stýrir sérhæfingu þeirra. Í því samhengi hefur Þórarinn lagt áherslu á að skilja samskipti milli fruma og hvernig millifrumefnið stýrir frumusérhæfingu. Einn af lykilþáttum í framþróun æxlisvaxtar er bandvefsumbreyting þekjufruma og hefur Þórarinn og rannsóknahópur hans unnið að því með hjálp þrívíðra frumuræktanna að kortleggja þær sameindalíffræðilegu breytingar sem eiga sér stað í því ferli.

Rannsóknir Þórarins fjalla um stofnfrumur og hlutverk þeirra í vefja- og líffæramyndun og tengsl stofnfruma við sjúkdóma á borð við krabbamein og bandvefsmyndun.

Þórarinn hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu vísinda á Íslandi. Hann var formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi frá 2005-2008, varaforseti Vísindafélags Íslendinga frá 2008–2012 og forseti sömu samtaka frá 2012–2016. Þórarinn var einn af stofnendum Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og hefur setið í stjórn þess frá upphafi og er núverandi formaður stjórnar. Þórarinn er einnig formaður stjórnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þórarinn hefur sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum meðal annars setið í Vísindaráði Landspítala, er núverandi formaður vísindanefndar Læknadeildar, setið í fagráði Innviðasjóðs Vísinda- og tækniráðs og fagráði Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Þórarinn er fæddur árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Breiðholts 1987 og BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1992. Frá 1992 til 1995 starfaði Þórarinn á rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði við Krabbameinsfélag Íslands. Frá 1996-1998 stundaði hann meistaranám í líffræði mannsins (e. human biology) við læknadeild Kaupmannahafnarháskóla. Þórarinn lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2002. Hann hefur birt á fimmta tug vísindagreina og hlotið fjölmarga vísindastyrki meðal annars Öndvegisstyrk frá Vísinda- og tækniráði.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...