Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Pétur Henry Petersen er dósent í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.

Taugakerfið skilgreinir okkur og sjúkdómar er tengjast því hafa áhrif á alla. Sérstaklega á það við eftir því sem við eldumst. Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi snúast um hlutverk taugavirkni í að móta starfsemi taugafrumna. Slík svörun er grundvöllur fyrir minni og svörun taugafrumna. Gallar í svörum taugafrumna við virkni eru taldir tengjast algengum taugasjúkdómum. Aðlögun taugafrumna er mikilvæg til að forðast flog eða taugahrörnun.

Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi snúast um hlutverk taugavirkni í að móta starfsemi taugafrumna.

Pétur hefur einnig rannsakað taugahrörnunarsjúkdóma til dæmis mögulegt hlutverk aquaporín-prótína í Parkinsonssjúkdómi og hlutverk frumuáts í arfgengri heilablæðingu. Einnig tekur hann þátt í samstarfsverkefni við minnimóttöku LSH er snýst um að greina fyrr og betur Alzheimers-sjúkdóm.

Pétur Henry er fæddur 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að loknu BSc-námi í líffræði og MSc-námi í stofnerfðafræði við HÍ, dvaldi hann í um ár við erfðafræðistofnun Japans í Mishima. Svo tók við doktorsnám við Yale-háskóla í Connecticut, en þaðan útskrifaðist hann 2004. Doktorsverkefni Péturs Henry snérist um hlutverk svonefndra Numb- og Numblike-gena í þroskun spendýra. Numb-prótínið er þekkt fyrir það að dreifast mismunandi milli systurfrumna við frumuskiptingu og hafa áhrif á frumugerð. Tap á Numb-genunum leiðir til minnkunnar á taugakerfinu. Leiðbeinandi var Dr. Weimin Zhong.

Frá 2004 til 2007 var Pétur rannsóknarsérfræðingur við öndvegissetur í sameindalíffræði og taugavísindum við háskólann í Osló. Frá 2007 hefur Pétur unnið að uppbyggingu rannsókna og kennslu í taugavísindum við HÍ.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

24.2.2018

Síðast uppfært

5.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2018, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75311.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75311

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2018. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75311>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Pétur Henry Petersen rannsakað?
Pétur Henry Petersen er dósent í taugavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.

Taugakerfið skilgreinir okkur og sjúkdómar er tengjast því hafa áhrif á alla. Sérstaklega á það við eftir því sem við eldumst. Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi snúast um hlutverk taugavirkni í að móta starfsemi taugafrumna. Slík svörun er grundvöllur fyrir minni og svörun taugafrumna. Gallar í svörum taugafrumna við virkni eru taldir tengjast algengum taugasjúkdómum. Aðlögun taugafrumna er mikilvæg til að forðast flog eða taugahrörnun.

Pétur hefur fengist við rannsóknir á tilurð, starfsemi og sjúkdómum taugakerfisins. Rannsóknir á starfsemi snúast um hlutverk taugavirkni í að móta starfsemi taugafrumna.

Pétur hefur einnig rannsakað taugahrörnunarsjúkdóma til dæmis mögulegt hlutverk aquaporín-prótína í Parkinsonssjúkdómi og hlutverk frumuáts í arfgengri heilablæðingu. Einnig tekur hann þátt í samstarfsverkefni við minnimóttöku LSH er snýst um að greina fyrr og betur Alzheimers-sjúkdóm.

Pétur Henry er fæddur 1969 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að loknu BSc-námi í líffræði og MSc-námi í stofnerfðafræði við HÍ, dvaldi hann í um ár við erfðafræðistofnun Japans í Mishima. Svo tók við doktorsnám við Yale-háskóla í Connecticut, en þaðan útskrifaðist hann 2004. Doktorsverkefni Péturs Henry snérist um hlutverk svonefndra Numb- og Numblike-gena í þroskun spendýra. Numb-prótínið er þekkt fyrir það að dreifast mismunandi milli systurfrumna við frumuskiptingu og hafa áhrif á frumugerð. Tap á Numb-genunum leiðir til minnkunnar á taugakerfinu. Leiðbeinandi var Dr. Weimin Zhong.

Frá 2004 til 2007 var Pétur rannsóknarsérfræðingur við öndvegissetur í sameindalíffræði og taugavísindum við háskólann í Osló. Frá 2007 hefur Pétur unnið að uppbyggingu rannsókna og kennslu í taugavísindum við HÍ.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

...