Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki.

Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig stefna streymis jarðhitavökva í þyngdarsviði hefur áhrif á líkanagerð fyrir tvífasa streymi. Hún hefur líka skoðað tækifæri til beinnar nýtingar varma frá jarðhita eða kastvarma frá iðnaðarferlum. Jafnframt hefur hún stundað rannsóknir á ljósbogum og straumdreifingu í kísilofnum, en straumdreifingin hefur mikil áhrif á rekstraröryggi og orkunýtni við kísilmálmframleiðslu. Nýjustu rannsóknir Guðrúnar á þessu sviði byggja á því að nýta upplýsingar frá ofnum sem grafið hefur verið út úr vegna rekstrarstöðvunar til að byggja upp raunhæft þrívítt líkan af kísilofni til að unnt sé að reikna út með meiri nákvæmni hver straumdreifingin er.

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við HR. Hún stundar rannsóknir á þremur sviðum orkumála.

Guðrún hefur líka unnið að rannsóknum sem tengjast rafgreiningu áls, meðal annars á áhrifum snefilefna á straumnýtni við álframleiðslu, og hvernig straumþéttleiki spilar inn í áhrif snefilefnanna á straumnýtni. Nýjustu rannsóknir Guðrúnar á þessu sviði snúa að notkun öflugra tölfræðiaðferða á stór gagnasöfn rekstrargagna úr kerskála til að geta sagt fyrir um yfirvofandi rekstrartruflanir áður en af þeim verður, og jafnframt að skoða hvernig eiginleikar og framleiðslusaga forskautanna hefur áhrif á rekstrargæði.

Allar þessar rannsóknir byggja á varmafræði, straumfræði og varmaflutningsfræði, og hafa að markmiði að bæta orkunýtingu sem er lykillinn að sjálfbærari framtíð.

Guðrún hefur gegnt starfi forseta Tækni- og verkfræðideildar í ríflega sex ár, situr í verkefnastjórn um rammaáætlun, stjórnum fyrirtækja og samtaka ásamt opinberum nefndum.

Guðrún lauk BSc- og MSc-gráðum í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1994 og 1996, og doktorsgráðu í efnisverkfræði frá NTNU árið 2002. Hún er gift Þórði Magnússyni eðlisfræðingi og eiga þau þrjú börn. Að loknu námi hóf Guðrún störf hjá Háskóla Ísland, fyrst sem sérfræðingur en svo akademískur starfsmaður. Guðrún hefur starfað hjá Háskólanum í Reykjavík frá 2008, varð sviðsstjóri 2010 og hefur verið deildarforseti frá því í ársbyrjun 2012.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

21.2.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2018, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75325.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75325

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2018. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75325>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?
Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki.

Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig stefna streymis jarðhitavökva í þyngdarsviði hefur áhrif á líkanagerð fyrir tvífasa streymi. Hún hefur líka skoðað tækifæri til beinnar nýtingar varma frá jarðhita eða kastvarma frá iðnaðarferlum. Jafnframt hefur hún stundað rannsóknir á ljósbogum og straumdreifingu í kísilofnum, en straumdreifingin hefur mikil áhrif á rekstraröryggi og orkunýtni við kísilmálmframleiðslu. Nýjustu rannsóknir Guðrúnar á þessu sviði byggja á því að nýta upplýsingar frá ofnum sem grafið hefur verið út úr vegna rekstrarstöðvunar til að byggja upp raunhæft þrívítt líkan af kísilofni til að unnt sé að reikna út með meiri nákvæmni hver straumdreifingin er.

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við HR. Hún stundar rannsóknir á þremur sviðum orkumála.

Guðrún hefur líka unnið að rannsóknum sem tengjast rafgreiningu áls, meðal annars á áhrifum snefilefna á straumnýtni við álframleiðslu, og hvernig straumþéttleiki spilar inn í áhrif snefilefnanna á straumnýtni. Nýjustu rannsóknir Guðrúnar á þessu sviði snúa að notkun öflugra tölfræðiaðferða á stór gagnasöfn rekstrargagna úr kerskála til að geta sagt fyrir um yfirvofandi rekstrartruflanir áður en af þeim verður, og jafnframt að skoða hvernig eiginleikar og framleiðslusaga forskautanna hefur áhrif á rekstrargæði.

Allar þessar rannsóknir byggja á varmafræði, straumfræði og varmaflutningsfræði, og hafa að markmiði að bæta orkunýtingu sem er lykillinn að sjálfbærari framtíð.

Guðrún hefur gegnt starfi forseta Tækni- og verkfræðideildar í ríflega sex ár, situr í verkefnastjórn um rammaáætlun, stjórnum fyrirtækja og samtaka ásamt opinberum nefndum.

Guðrún lauk BSc- og MSc-gráðum í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1994 og 1996, og doktorsgráðu í efnisverkfræði frá NTNU árið 2002. Hún er gift Þórði Magnússyni eðlisfræðingi og eiga þau þrjú börn. Að loknu námi hóf Guðrún störf hjá Háskóla Ísland, fyrst sem sérfræðingur en svo akademískur starfsmaður. Guðrún hefur starfað hjá Háskólanum í Reykjavík frá 2008, varð sviðsstjóri 2010 og hefur verið deildarforseti frá því í ársbyrjun 2012.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...