Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd.

Rannsóknir Helgu hafa meðal annars snúist um fósturskimanir, upplýsingagjöf og ákvarðanatöku verðandi foreldra. Jafnframt hefur hún skoðað þekkingu fagfólks á fósturskimun og reynslu kvenna af því að fá afbrigðilega niðurstöðu úr skimprófi á meðgöngu. Hagnýting þessara rannsókna felst í því að bæta upplýsingar varðandi þetta viðkvæma efni. Helga hefur tekið þátt í samstarfi við erlenda rannsóknahópa en fyrsta skrefið í einu slíku verkefni felst í því að skoða klíniskar leiðbeiningar um meðgönguvernd í 30 Evrópulöndum með áherslu á ýmis próf og mælingar og hvenær á meðgöngu slík próf eru gerð.

Rannsóknir Helgu hafa meðal annars snúist um fósturskimanir, upplýsingagjöf og ákvarðanatöku verðandi foreldra.

Töluverð umræða hefur átt sér stað síðustu ár hvernig hægt sé að undirbúa konur og verðandi foreldra sem best fyrir fæðingu. Í því sambandi hefur Helga kynnt sér sögu foreldrafræðslu hér á landi og erlendis og kannað reynslu verðandi foreldra af sérstökum undirbúningsnámskeiðum fyrir fæðingu. Nýjustu verkefnin á þessu sviði tengjast breyttum áherslum í meðgönguvernd með það að leiðarljósi að styðja við eðlilegt ferli meðgöngu og fæðingar.

Helga er fædd 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1980, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1984 og prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1991. Hún lauk meistaranámi við Thames Valley-háskólann (nú Háskólinn í West London) 1999 og doktorsprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands 2009.

Helga vann í allmörg ár við almenn ljósmóðurstörf, aðallega meðgönguvernd og fæðingahjálp, en samhliða klínísku starfi varð hún stundakennari og síðan lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðu um rannsóknarviðfangsefni sín og birt efni á innlendum og erlendum vettvangi með samstarfsfólki sínu og nemendum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

5.3.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2018, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75342.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75342

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2018. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75342>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?
Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd.

Rannsóknir Helgu hafa meðal annars snúist um fósturskimanir, upplýsingagjöf og ákvarðanatöku verðandi foreldra. Jafnframt hefur hún skoðað þekkingu fagfólks á fósturskimun og reynslu kvenna af því að fá afbrigðilega niðurstöðu úr skimprófi á meðgöngu. Hagnýting þessara rannsókna felst í því að bæta upplýsingar varðandi þetta viðkvæma efni. Helga hefur tekið þátt í samstarfi við erlenda rannsóknahópa en fyrsta skrefið í einu slíku verkefni felst í því að skoða klíniskar leiðbeiningar um meðgönguvernd í 30 Evrópulöndum með áherslu á ýmis próf og mælingar og hvenær á meðgöngu slík próf eru gerð.

Rannsóknir Helgu hafa meðal annars snúist um fósturskimanir, upplýsingagjöf og ákvarðanatöku verðandi foreldra.

Töluverð umræða hefur átt sér stað síðustu ár hvernig hægt sé að undirbúa konur og verðandi foreldra sem best fyrir fæðingu. Í því sambandi hefur Helga kynnt sér sögu foreldrafræðslu hér á landi og erlendis og kannað reynslu verðandi foreldra af sérstökum undirbúningsnámskeiðum fyrir fæðingu. Nýjustu verkefnin á þessu sviði tengjast breyttum áherslum í meðgönguvernd með það að leiðarljósi að styðja við eðlilegt ferli meðgöngu og fæðingar.

Helga er fædd 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1980, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1984 og prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1991. Hún lauk meistaranámi við Thames Valley-háskólann (nú Háskólinn í West London) 1999 og doktorsprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands 2009.

Helga vann í allmörg ár við almenn ljósmóðurstörf, aðallega meðgönguvernd og fæðingahjálp, en samhliða klínísku starfi varð hún stundakennari og síðan lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði. Hún hefur tekið virkan þátt í umræðu um rannsóknarviðfangsefni sín og birt efni á innlendum og erlendum vettvangi með samstarfsfólki sínu og nemendum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...